Fréttablaðið - 16.03.2016, Síða 10
Aðalfundur í Vátryggingafélagi Íslands hf
verður haldinn 16. mars 2016
Stjórn Vátryggingafélags Íslands hf. boðar til aðalfundar í félaginu og verður hann haldinn í höfuðstöðvum félagsins að Ármúla 3, 108 Reykjavík, miðvikudaginn 16.
mars 2016 og hefst hann stundvíslega kl. 16:00. Hluthafar og umboðsmenn geta skráð sig á aðalfundinn á fundarstað frá kl. 15:30 á aðalfundardegi. Fundargögn
verða afhent á fundarstað.
Endanleg dagskrá frá stjórn er svohljóðandi:
Einungis ef krafa kemur frá einhverjum fundarmanna verða atkvæðagreiðslur á aðalfundi
skriflegar. Þó skal stjórnarkjör jafnan vera skriflegt ef tillögur koma fram um fleiri
stjórnarmenn en kjósa skal. Stjórnarkjör fer fram skv. margfeldiskosningu en krafa um það
kom frá hluthöfum sem hafa yfir að ráða meira en 10% hlutafjár, sbr. 7. mgr. 63. gr. laga um
hlutafélög nr. 2/1995.
Ekki verður hægt að greiða atkvæði með rafrænum hætti á fundinum.
Hluthafar geta látið umboðsmann sækja fundinn fyrir sína hönd. Umboðsmaður skal
leggja fram skriflegt og dagsett umboð. Aðilar sem eru eignaskráðir hluthafar í hlutaskrá
skv. hlutaskrárkerfi félagsins þegar aðalfundur fer fram geta beitt réttindum sínum á
aðalfundi.
Aðalfundur er lögmætur án tillits til fundarsóknar ef hann er löglega boðaður.
Fundargögn verða afhent á fundarstað og eru þau á íslensku en hluthafafundurinn fer
einnig fram á íslensku.
Nánari upplýsingar um réttindi hluthafa og annað sem varðar aðalfundinn, svo sem
ályktunartillögur stjórnar, (þ.á.m. um breytingar á samþykktum), upplýsingar um fram-
bjóðendur til stjórnar, starfskjarastefnu, starfsreglur um kaupaukakerfi, umboðseyðu-
blað og fleira, er að finna á vefsíðu félagsins: www.vis.is/fjarfestar.
Reykjavík, 16. mars 2016 .
Stjórn Vátryggingafélags Íslands hf.
1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins árið 2015.
2. Stjórnin leggur fram til afgreiðslu endurskoðaðan ársreikning félagsins
fyrir hið liðna ár.
3. Ákvörðun um tillögu stjórnar um hvernig fara skuli með hagnað félagsins á
reikningsárinu og greiðslu arðs.
4. Tillaga um lækkun hlutafjár vegna kaupa á eigin hlutum.
5. Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins.
6. Kosið í stjórn félagsins.
7. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu og starfsreglur um kaupaukakerfi.
8. Ákvörðun um þóknun til stjórnar og undirnefnda hennar.
9. Kosning endurskoðunarfélags í samræmi við lög um vátryggingastarfsemi.
10. Önnur mál löglega fram borin.
Ofbeldi Engin áætlun virðist vera til
í skólum ef ungmenni beitir annað
ungmenni ofbeldi, til dæmis kyn
ferðisofbeldi. Sautján ára stúlka
átti, þegar hún var fjórtán ára, í
sambandi við bekkjarbróður sinn
sem hún sagði hafa beitt hana kyn
ferðislegu ofbeldi í einrúmi en sýndi
jafnframt óviðeigandi hegðun fyrir
framan kennara og aðra nemendur.
Fréttablaðið greindi frá því á mið
vikudag að samkvæmt tölum Stíga
móta segja fá börn frá kynferðislegri
misnotkun í skóla sínum.
Lilja Karen Kristófersdóttir sagði
kennara frá ofbeldinu sem hún
þurfti að þola í sambandinu og fékk
í kjölfarið leyfi til að nýta sér þjón
ustu Stígamóta, þrátt fyrir að vera
unglingur. Hún þurfti þó áfram að
umgangast drenginn. „Við vorum í
sama skóla og í skólanum er aðeins
einn bekkur í hverjum árgangi. Ég
átti í vandræðum með að umgangast
hann daglega og reyndi eftir öllum
ráðum að komast hjá því.“
Þegar Lilja hafði reynt að fá
áheyrn frá kennurum, sem virtust
ráðalausir, leitaði hún til skólastýr
unnar. „Skólastýran hafði ekki feng
ið fregnir af málinu og kom strax í
ljós að viðbragðsáætlun var ekki
til staðar. Eftir fundinn var niður
staðan sú að reynd yrði sáttameð
ferð sem mér þótti ekki viðeigandi
í mínu máli. Á þeim tíma vissi ég
ekki hvort það væru einhver önnur
úrræði til staðar svo ég bakkaði út úr
því á endanum.“
Lilja bókaði svo fund með skóla
stjórnendum í desember á síðasta
ári. Nú þegar nokkur misseri eru
frá ofbeldinu getur hún horft á það
í baksýnisspeglinum. „Ég ræddi við
þau um hvernig það hefði átt að
fara betur að mínu máli. Við vorum
öll sammála um að það þarf skýr
ari áætlanir þegar svona mál koma
upp innan grunnskólanna. Einnig
ræddi ég um mikilvægi kynfræðslu
í grunnskólum landsins. Það er
klárlega þörf á meiri umræðu og
fræðslu um siðferði kynlífs eins og
Samþykki er sexý og Fáðu já en það
er alls ekki nóg. Það er gat þarna
sem gleymist algjörlega og í því eru
unglingadeildir grunnskólanna.
Ég hef ítrekað að það þurfi meiri
fræðslu um siðferði kynlífs. Það
virðist ekki mega ræða neitt nema
smokka, óléttur og kynsjúkdóma,“
segir Lilja.
Sif Vígþórsdóttir, skólastjóri við
Norðlingaskóla, segir sára vöntun á
sameiginlegum verklagsreglum frá
Reykjavíkurborg. „Það er svo gott að
fá utanaðkomandi aðila til að fara
inn í svona mál. Ég held að það ein
faldi og skýri alla hluti. Mér finnst
skipta máli, með aukinni meðvitund
fólks um þessi mál, að hafa ferla til
þess að svona mál fari inn í.“
Málið reyndist skólanum og
stjórnendum erfitt. „Þetta mál vakti
okkur til mikillar umhugsunar hvað
þetta varðar. Við erum komin með
vinnulag í okkar húsi, en það er
okkar innanhússleið. Það hefði verið
frábært ef þessir ferlar hefðu verið til
þegar þetta kom upp.“
snaeros@frettabladid.is
Engir ferlar vegna kynferðisofbeldis til
Ekki var gripið inn í þegar stúlka upplifði sig niðurlægða af kærasta sínum í skólanum. Hún þurfti að sitja áfram í bekk með honum þótt
hún hafi sagt hann beita sig kynferðislegu ofbeldi. Var ráðlagt sáttameðferð. Skólastjóri kallar eftir verklagsferlum frá Reykjavíkurborg.
71%
þolenda voru undir 18 ára
aldri þegar þeir urðu fyrir
kynferðisofbeldi samkvæmt
ársskýrslu Stígamóta.
Lilja Karen Kristófersdóttir berst nú fyrir því að verklag verði tekið upp og siðferði verði kennt í kynfræðslu svo það hendi ekki
aftur sem kom fyrir hana. FréttabLaðið/SteFán
1 6 . m a r s 2 0 1 6 m i Ð V i K U d a G U r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a Ð i Ð
1
6
-0
3
-2
0
1
6
0
4
:4
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
C
7
-E
A
8
0
1
8
C
7
-E
9
4
4
1
8
C
7
-E
8
0
8
1
8
C
7
-E
6
C
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
8
s
_
1
5
_
3
_
2
0
1
6
C
M
Y
K