Fréttablaðið - 16.03.2016, Side 20

Fréttablaðið - 16.03.2016, Side 20
Matvælavinnsluvélafyrirtækið Martak stefnir á stórsókn utan landsteinanna. „Við ætlum að efla fyrirtækið til muna á næstu þremur árum og leitum nú allra leiða til að fá til okkar öflugt starfsfólk. Markað- urinn kallar á lausnir sem við erum með,“ segir Stefán Haukur Tryggva- son, framkvæmdastjóri Martaks. Stefán Haukur segir að efla þurfi bæði tæknideild og framleiðslu og leggja í framhaldinu aukna áherslu á sölu og markaðssetningu. Til lengri tíma setji menn sér engar skorður varðandi mögulegan vöxt. „En við stefnum á tvö til þreföldun á veltu fyrirtækisins innan þriggja til fjög- urra ára. Það er markmiðið. Tæki- færin í þessum geira eru óþrjótandi, verkefnin eru mörg sem eftir er að leysa og fjöldi þátta sem við getum nýtt úr kaldsjávarrækjunni yfir í heitsjávarrækjuna.“ Ný pillunarvél á leið á markað Stöðu fyrirtækisins hefur verið líkt við þá sem Marel var í áður en kom að útrás og vexti. Fyrirtækið hafi byggt upp þekkingu og tækni í þjón- ustu við kröfuharðan heimamarkað og nú sé færi á að sækja fram. „Við erum bara tvö fyrirtæki í heiminum sem bjóðum upp á heildar lausnir í rækjuiðnaði,“ segir Stefán Haukur, þótt  Martak sé lítið miðað við keppinautinn, sem sé um fimmtán hundruð manna fyrirtæki. Fyrirtækið sjái þó íslenska rækjuiðnaðinum alveg fyrir tækjum til pillunar á rækju. Þá sýni prófanir á nýrri pillunarvél, sem ekki hafi verið endurhönnuð í nærri 60 ár og  Martak sé við  að setja á mark- að, að hún eyði allt að 58 prósent minna rafmagni en eldri vélar. „Svo gerum við ráð fyrir að hún minnki vatnsnotkun um allt að 20 prósent.“ Martak starfar að langstærstum hluta á markaði fyrir kaldsjávar- rækju, en Stefán segir sóknarfæri mikil þegar horft sé til heitsjávar- rækju líka. „Kaldsjávariðnaðurinn er í kring um 650 þúsund tonn á móti eldis-  og heitsjávarrækjunni sem eru í kring um 7,4 milljónir tonna. Svo er það sem menn átta sig ekki á, að rækja er tuttugu prósent af öllu sjávarfangi á alþjóðamarkaði. Það er ótrúlegt magn.“ Risaverkefni í Sádi-Arabíu Stefán Haukur segir ríka áherslu lagða á rækjuna og þar ætli fyrir- tækið sér að vera í fararbroddi. „Þetta er auðvitað mikil þróunar- vinna, sem er afar kostnaðarsöm, en ef þú ætlar að vera með þá þarftu að vera tilbúinn til að fjárfesta í þróunarvinnunni.“ Hraður vöxtur kostar líka pen- inga, en Stefán Haukur telur fyrir- tækið nú þannig statt að vel verði undir því staðið. Verkefnastaða sé mjög góð og svo hafi nýlega verið samið við Matís um samstarf til að auka þekkingu við vinnslu sjávar- afurða, svo sem við nýtingu hráefnis sem til fellur og við að draga úr orku og vatnsþörf, sem hjálpi fyrirtækinu. „Þeir munu hjálpa okkur að finna aukið fjármagn í þessa þróunar- vinnu.“ Þar fyrir utan vinni fyrirtæk- ið með styrkjakerfinu í Kanada og eigi í samstarfi við stærstu fyrirtækin í geiranum, svo sem Clear water, Barry Group og Quinlan Broth ers. Af ellefu rækjuverksmiðjum sem eru í Kanada þjónustar Martak níu. Um leið er ekki alveg hlaupið að því að útvíkka starfsemina, því vinnsla heitsjávarrækju er um margt ólík kaldsjávarrækjunni. „Eldisrækj- an er venjulega afgreidd í skelinni að hluta,“ segir Stefán Haukur. Fyrir- tækið sé hins vegar að feta þessa slóð og vinni, í samstarfi við danskt fyrir- tæki, að mjög stóru verkefni í Sádi- Arabíu þar sem verið sé að setja upp nýtt eldi sem með fullum afköstum eigi að geta unnið 30 tonn af rækju á klukkutíma. „Við erum einmitt búin að skila tillögum að fyrsta hluta, tveimur línum af sex.“ Vinnslan sé hins vegar öðruvísi, allt hráefni berist í körum og sé pakkað í kassa sem kalli á sérstök þvottakerfi. „Við sjáum um alla innmötun, flokkun og pökkun á afurðinni í þessu verk- efni en danska fyrirtækið Semi Staal sér um allan þvott á körum og kössum.“ Tvö tonn af próteini á tímann Þá séu aðstæður víða þannig í heiminum að vatn sé af skornum skammti og þar þurfi lausnir sem ekki endilega sé kallað eftir hér heima. Þarna séu um leið sóknarfæri í að nýta efni sem annars hverfi með skolvatninu. „Rækjuiðnaður notar mikið vatn, venjuleg rækjuverk- smiðja, með kannski átta pillunar- vélar, notar núna á bilinu 130 til 150 tonn af vatni á klukkustund.“ Fyrir- tækið vinni hörðum höndum  að gerð hreinsibúnaðar sem líka hreinsi prótein úr vatninu. Rannsókn, sem gerð hafi verið með háskólanum á Keili í fyrra, bendi til að ná megi allt að tveimur prósentum af pró- teinmassa úr frárennslisvatninu frá rækjuvinnslunni. „Það þýðir eitt og hálft til tvö tonn af próteinmassa á klukkutíma.“ Magnið er töluvert, en yrði komið slíkum búnaði á allar verksmiðjur sem Martak þjónustar í Kandada yrðu þar til um 360 tonn af próteinmassa á dag. Slíkt magn þýði að finna verði því markað, en efnið segir Stefán Haukur að geti nýst víða. „Þetta er hægt að nýta beint inn í matvæla- vinnslur, inn í heilsuiðnaðinn, lyfja- iðnað, fæðubótarefni og þar fram eftir götunum.“ Stefán Haukur segir þegar hafið markvisst starf í átt að útvíkkun á starfsemi fyrirtækisins, en það tók meðal annars þátt í nýafstaðinni sjávarútvegssýningu í Boston í Bandaríkjunum, 6. til 8. mars. „Þar hittum við eiginlega alla okkar við- skiptavini og funduðum sérstak- lega með Bandaríkjamönnum og Kanadamönnum, auk funda til að koma af stað verkefnum í fiskinum í Kanada,“ segir hann, en þeir séu nú að fara af stað í fiskveiðar á ný eftir 28 ára hlé. „Og erum nú þegar komnir með samninga við stærstu kanadísku fyrirtækin um þróun og hönnun á nýjum fiskvinnslum í Kanada.“ Í stórfellda útrás með tækni til rækjuvinnslu Martak, íslenskt fyrirtæki sem meðal annars býður heildarlausnir í rækju- vinnslu, stefnir á stórsókn utan landsteinanna eftir eigendaskipti í byrjun árs. Sinna litlum markaði með lausnir sem henta fleirum. Vinna að hreinsitækni fyrir skolvatn sem síar út próteinefni sem nýtast í margvíslegan matvælaiðnað. Rækjuiðnaður notar mikið vatn, venjuleg rækju- verksmiðja, með kannski átta pillunarvélar, notar núna á bilinu 130 til 150 tonn af vatni á klukkustund. Óli Kristján Ármannsson olikr@frettabladid.is 525 2080 // sala@valitor.is // www.valitor.is Posar sem henta þínum rekstri Söluaðilar geta leigt posabúnað sem uppfyllir þeirra kröfur. Hægt er að velja um frístandandi posa, þráðlausa og posa tengda afgreiðslukerfi. Hvernig posi hentar þínum rekstri? ÞÚ SÉRÐ UM SÖLUNA – VIÐ SJÁUM UM GREIÐSLUNA H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 1 6 -0 9 2 4 Stefán Haukur Tryggvason er framkvæmdastjóri matvælavinnsluvélafyrirtækisins Martaks. Fyrirtækið leitar nú fanga á stærri mörkuðum og þróar tækni til að nýta betur hráefni og spara bæði vatn og orku. FRéTTAblAðið/ANToN bRiNk 1 6 . m a r s 2 0 1 6 m I Ð V I K U D a G U r4 maRkaðuRinn 1 6 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :4 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 C 8 -0 8 2 0 1 8 C 8 -0 6 E 4 1 8 C 8 -0 5 A 8 1 8 C 8 -0 4 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.