Fréttablaðið - 16.03.2016, Page 28

Fréttablaðið - 16.03.2016, Page 28
Stofnun um fjármálalæsi fer fyrir hópi stofnana og fyrirtækja sem standa fyrir viðburðum til að kynna alþjóðlega fjármálalæsisviku 2016. Þetta er í þriðja sinn sem hátíðin er haldin á Íslandi en yfir 100 lönd í öllum heimsálfum taka þátt í henni. Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi, heldur utan um verkefnið hér á Íslandi. „Við náum til barnanna í gegnum skólana og svo erum við í samstarfi við BarnaRÚV um Tíkallinn sem eru tíu innslög um fjármál fyrir krakka. Þar er ýmislegt í hagkerfinu útskýrt fyrir krökkum, til dæmis hvernig bankar virka, hvað Seðlabankinn gerir og hvað verðbólga er. Svo eru samtök fjármálafyrirtækja með heimsóknir í skóla þar sem er verið að leggja áherslu á eflingu fjármála- læsis,“ segir Breki. Stofnun um fjármálalæsi var stofnuð 2005 og er því rúmlega tíu ára. „Til að byrja með var orðið fjár- málalæsi ekki til í íslenskri tungu. Ég gerði rannsókn á fjármálalæsi framhaldsskólanema og líklega var það notað í fyrsta skipti þá. Ég þurfti alltaf að útskýra hvað það þýddi og meira að segja útskýra af hverju það þurfti að efla fjármálalæsi.“ Breki minnir á að Íslendingar töldu sig á árinu 2005 ekki þurfa að læra neitt um fjármál. „Við vorum á leiðinni að verða fjármálamiðstöð alheimsins. Síðan breyttist það. Snemma árs 2008 var ég beðinn um að gera rannsókn á fjármálalæsi Íslendinga fyrir menntamálaráðu- neytið,“ segir Breki. Síðan þá hefur hann gert rannsóknir á þriggja ára fresti. Breki hefur meðal annars komist að þeirri niðurstöðu að það eru tengsl milli viðhorfa og hegðunar, fremur en milli þekkingar og hegð- unar. „Leiðin til að bæta hegðun fólks í fjármálum er að bæta viðhorf- ið,“ segir Breki. Hann vill breyta við- horfum fólks varðandi fjármálalæsi með herferð og minnist smokkaher- ferðar sem farið var í á níunda ára- tugnum. „Allt í einu var það gert töff að nota getnaðarvarnir. Hið sama var gert með reykingar. Það náðist mikill árangur í for varnar starfi þegar menn fóru að beina sjónum að viðhorfum um að það væri ekki töff að reykja,“ segir Breki og vill svipað átak tengt fjármálalæsi. „Vel á minnst, smokka notkun. Þá sýna mínar rannsóknir fram á að 2/3 for- eldra tala við börnin sín um kynlíf en einungis þriðjungur talar við þau um fjármál,“ segir Breki og telur að þarna þurfi að bæta úr. Breki er viðskiptafræðingur að mennt, lærði fyrst í Háskólanum í Reykjavík en tók síðar framhalds- nám í Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn (CBS). Hann lætur vel af dvölinni í Kaupmanna- höfn. „Þetta er frábær staður og ég fór út með fjölskylduna. Við vorum með tvö börn á þeim tíma. Það var skemmtilegur tími og okkur leið svo vel að við ákváðum að skella í þriðja barnið. Það er frábært að vera í Kaupmannahöfn með fjölskyldu,“ segir Breki. Frítímann nýtir Breki við lestur og er virkur félagi í lestrarklúbbnum Foreldrar tala frekar við börn um kynlíf en Alþjóðlega fjármála- læsisvikan fer núna fram í þriðja sinn. Ráðast þyrfti í átak fyrir fjár- málalæsi eins og ráðist hefur verið í átak fyrir smokkanotkun og átak gegn reykingum.   Krumma. „Ég stunda líka snjóbretti af mikilli hörku,“ segir Breki en bætir því við að hann sé nýbúinn að detta illilega og enn að ná sér eftir það. jonhakon@frettabladid.is fjármál www.mba.is UPPLIFÐU MBA-NÁMIÐ Í KENNSLUSTUND Föstudaginn 18. mars verður haldinn kynningarfundur MBA-námsins í Háskóla Íslands. Fundurinn verður haldinn í stofu HT-101 á Háskólatorgi kl. 12:10-12:50 Magnús Pálsson forstöðumaður MBA-námsins kynnir námið og fyrirkomulag þess en einnig mun Ingvar Már Gíslason MBA 2016 og markaðsstjóri Norðlenska segja okkur frá reynslu sinni af náminu. Eftir kynningarfundinn er gestum boðið í kennslustund í samningatækni í MBA-náminu. Boðið verður upp á léttar hádegisveitingar. Skráning fer fram á mba.is Ingvar Már Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska PI PA R\ TB W A TAKTU FRUMKVÆÐI AÐ EIGIN FRAMA Afkoma knattspyrnuliða sem spiluðu í tveimur efstu deildum á Íslandi árið 2015 versnaði milli ára. Í þinggerð ársþings KSÍ kemur fram  að afkoma liðanna 24 hafi verið neikvæð um 53 milljónir króna árið 2014 miðað við jákvæða afkomu um 65 milljónir árið 2013. „Þetta er þróun til þess að hafa áhyggjur af,“ sagði Geir Þorsteins- son, formaður KSÍ, í ávarpi sínu á þinginu. Heildartekjur félaganna jukust um 60 milljónir króna og voru tæp- lega 2,6 milljarðar króna. Heildarút- gjöld félaganna hækkuðu á móti um 130 milljónir króna á milli ára og voru alls 2,65 milljarðar króna. Þá kemur fram að KSÍ eigi von á að fá um átta milljónir evra, um 1,1 milljarð króna, frá Knattspyrnu- sambandi Evrópu, vegna þátttöku karlalandsliðsins í Evrópumótinu í knattspyrnu. Rekstraráætlun KSÍ gerir ráð fyrir rúmlega 600 millj- óna hagnaði á þessu ári. Af því eiga um 300 milljónir króna að renna til aðildarfélaga KSÍ en ekki liggur fyrir með hvaða hætti greiðslunni verður skipt milli félaganna. Auk þess hækkar barna- og unglinga- styrkur um þrjátíu prósent og styrkur vegna leyfiskerfis hækkar um fimmtán prósent. Fyrir leyfisferli ársins 2014 fyrir tvær efstu deildirnar voru teknar upp viðmiðunarreglur um jákvæða eiginfjárstöðu og að heildarskuldir og skuldbindingar væru ekki hærri en 50% af meðaltali rekstrartekna undanfarinna þriggja ára. Af þeim tólf félögum sem léku í efstu deild karla árið 2015 stóðust sjö þessar kröfur, tvö stóðust hvoruga kröf- una, tvö ekki kröfu um hámarks- skuldabyrði og eitt ekki kröfuna um jákvætt eigið fé. Af tólf félögum sem léku í fyrstu deild í fyrra stóð- ust sex kröfurnar, tvö stóðust hvor- uga kröfuna en fjögur ekki kröfuna um jákvætt eigið fé. Heildarskuldir félaganna 24 í árslok 2014 voru um 500 milljónir króna og hækkuðu um fjörutíu milljónir króna á milli ára. – ih Afkoma íslenskra knattspyrnuliða versnar Stjarnan mætti skoska stórveldinu Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu síðasta sumar. Þátttaka íslensku liðanna í Evrópukeppni getur verið afar ábatasöm. fréttablaðið/andri Marínó 1 6 . m a r s 2 0 1 6 m I Ð V I K U D a G U r8 markaðurinn 1 6 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :4 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 C 7 -F 9 5 0 1 8 C 7 -F 8 1 4 1 8 C 7 -F 6 D 8 1 8 C 7 -F 5 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.