Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2008, Qupperneq 4
Fréttir DV
4 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2008
igjr ^tppr"^
DV FRÉTTIR
£ I 10-
Keyrði á og
hljópíburtu
Lögreglan á höfuðborgar-
svæðinu handtók í fyrrinótt karl-
mann um tvítugt sem hafði misst
stjórn á bifreið sinni við Nl-
bensínstöðina í Artúnsbrekku.
Tilkynnt var um óhappið rétt fyr-
ir klukkan 3.30 og þegar lögregla
kom á vettvang var maðurinn á
hlaupum frá bílnum. Lögreglu-
menn eltu manninn uppi og
handtóku þar sem grunur leikur
á að hann hafi verið undir áhrif-
um vímuefna. Biffeiðin skemmd-
ist töluvert mikið en maðurinn
slapp án meiðsla. Hann hefur
áður komið við sögu lögreglu.
Þá hafði lögreglan hendur í hári
annars manns en grunur leikur á
að hann hafi ekið undir áhrifum
vímuefna.
Einn hraðakstur
á klukkustund
89 ökumenn mega eiga von
á að fá sektarmiða eftir að brot
þeirra voru mynduð í Hval-
fjarðargöngunum í síðustu
viku. Vöktuð voru 5.700 öku-
tæki ffá þriðjudegi til föstu-
dags eða á tæplega 88 klukku-
stundum. Því ók að meðaltaii
tæplega einn bíll of hratt á
hverri klukkustund. Meðal-
hraði hinna brotlegu var tæp-
lega 85 kílómetrar á klukku-
stund en hámarkshraði er 70.
Sá sem hraðast ók mældist á
hundrað kílómetra hraða en
tíu ökumenn óku á yflr 90. Sá
sem hraðast ók má eiga von á
því að þurfa borga 40 þúsund
krónur í sekt.
Heilbrigðisnám
á Bifröst
Kennsla í nýju meistaranámi
í stjórnun heilbrigðisþjónustu
hefst við Háskólann á Bifföst á
föstudaginn. Námið er ætlað
þeim sem vilja öðlast þekkingu
á rekstri heilbrigðisþjónustu og
fjallar bæði um opinberar stofn-
anir og einkarekna þjónustu.
Kennarar verða bæði inn-
lendir og erlendir sérfræðing-
ar í heilbrigðis- og rekstrarmál-
um. Til þess að tryggja að námið
standist alþjóðlegar kröfur og
samanburð er námið sett upp í
samstarfi við erlenda háskóla.
Háhraði
í dreifbýli
Síminn hefur fengið til-
raunaleyfi fyrir langdrægt
3G-farsímakerfi og opnast
því möguleikar á háhraða-
sambandi í dreifðari byggð-
um. Helstu kostir þessa kerfis
umfram hefðbundin langdræg
GSM-kerfi eru þeir að drægni
þess er allt að 50 prósent meiri
og mögulegur gagnahraði í
þessu nýja 3G-kerfi er allt að
þúsundfaldur á við það sem
býðst í langdrægum GSM-
kerfúm. Síminn vinnur þessa
dagana að uppsetningu á bún-
aðinum á Suðurlandi og áætlar
að hefja tilraunir í þessari viku.
Fyrirtækið Tveir heimar sem hefur séð um matinn á Litla-Hrauni hefur sagt upp
samningi sínum við fangelsið. Ástæðan er sú að fangar eru farnir að sjá um elda-
mennskuna. Ingi Þór Jónsson segir að það hafi ekki verið auðvelt að segja samningn-
um upp þar sem samstarfið hafi verið gott. Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður
Litla-Hrauns, segir að ekki hafi verið ákveðið hvort samið verði við annað fyrirtæki.
HÆTTA AÐ ELDA
Hugmyndir eru uppi
um að fækka göngum
í fangelsinu enn frekar.
hafi verið tekin ákvörðun um hvað
verður gert þegar samningur fang-
elsisins við Tvo heima rennur út
eða hvort farið verði í útboð á veit-
ingarekstrinum.
Virkja einstaklingana
íris Eik Ólafsdóttir, félagsráð-
gjafi í fangelsinu við Lkla-Hraun,
segir að eitt af markmiðunum
með að láta fangana sjá um elda-
mennsku sé að virkja einstakling-
ana. „Þetta á að koma föngunum
vel þegar út er komið. Á þeim gangi
sem nú þegar er farinn af stað sjá
fangarnir alveg um eldamennsk-
una sjálfir, þeir sjá um innkaup
og sjá um eldamennskuna. Þegar
næsti gangur fer af stað um mán-
aðamótin munu fangarnir fá þjálf-
un í matreiðslu, að halda bókhald
og hafa skipulag í innkaupum." fris
segist ekki geta sagt til um hvaða
matur sé vinsælastur meðal fanga
á Litla-Hrauni. „Þeir sjá alveg um
þetta sjálfir," segir Iris.
EINAR ÞÓR SIGURÐSSON
bladamadur skrlfar:
„Við höfum sagt upp samningi okk-
ar við Litla-Hraun," segir Ingi Þór
Jónsson, einn eigenda fýrirtækis-
ins Tveir heimar sem undanfarin
sjö ár hefur þjónustað mötuneyt-
ið að Litla-Hrauni. f haust tóku
fangelsisyfirvöld á Litla-Hrauni þá
ákvörðun að láta fangana á einum
ganga fangelsisins sjá um elda-
mennsku fýrir sig sjálfa. Þetta fyr-
irkomulag hefur gengið það vel að
fyrirhugað er að láta fanga á fleiri
göngum fangelsisins sjá um elda-
mennsku. Þetta þýðir að forsend-
ur samningsins sem Tveir heim-
ar gerðu við Litla-Hraun fyrir sjö
árum eru brostnar. Uppsögnin tek-
urgildi 1. apríl næstkomandi.
Brostnar forsendur
„Þetta samstarf okkar hefur
gengið mjög vel og það var
því ekki auðvelt að segja
þessum samningi upp,"
segir Ingi Þór. Hann
segir að ekki sé út-
séð með það hvort
fyrirtækið sækist eftir
verkinu aftur. Það geti
þó vel verið leiti fang-
elsið eftir áframhald-
andi samstarfi við Tvo
heima. „Þessi samn-
ingur sem gerður var
fýrir sjö árum hljóð-
aði upp á sjö ganga og
alla fanga fangelsisins
í mat. Núna er búið
að skerða um einn
gang og ef
það á að fara að skerða um fleiri
ganga eru forsendur samningsins
brostnar," segir Ingi Þór og bæt-
ir við: „Þetta eru hugmyndir sem
varpað hefur verið fram. Við vitum
ekki hvaða fyrirkomulag verður á
þessu eða hvort þeir hyggist bjóða
þetta út yfir höfuð. Þetta er í skoð-
un hjá okkur þessa dagana."
Vegna þeirrar skerðingar sem
varð í haust þurfti að segja tveimur
starfsmönnum fyrirtækisins upp.
Haldi fyrirtækið áfram starfsemi
sinni sé ljóst að nauðsynlegt sé að
segja fleiri starfsmönnum
upp. Núna starfa fjórir
starfsmenn á veg
um fyrirtækisins
í fangelsinu en
tveimur var sagt
upp í haust.
Fleiri gangar
Margrét Frímannsdóttir, nýr
forstöðumaður fangelsisins að
Lida-Hrauni, segir að reynsla fang-
elsisins af að láta fangana sjá um
eldamennsku sé mjög góð. Þess
vegna hafi verið ákveðið að bæta
við öðrum gangi og því munu
fangar á tveimur göngum af sjö
sjá um eldamennskuna. í kjölfarið
verði einnig farið að undirbúa fleiri
ganga.
Margrét segist ekki geta sagt
til um hvað verði gert
þegar samning-
ur fangelsisins
og Tveggja
heima renn-
urút. ítölu-
vertlangan
tíma áður
en Tveir
heimar
komu með
veitinga-
rekstur í
fangelsið
hafi mat-
urinn ver-
ið eldaður í
eldhúsi Lida-
Hrauns. Mar-
grét segir
að ekki
I II II
Litla-Hraun Tveir lieimai hefur seð um
matseld á Litla-Hrauni undanfarin sjö ár
Fyrirtækið hefur nú sagt upp samningi
sínum við fangelsið.
■ ■ ■ ■ ■! ar
ALFREÐ GÍSLASON, LANDSLIÐSÞJÁLFARIÍSLANDS í HANDBOLTA DEBET OG KREDIT
+
„Hans helstu kostireru tvímcelalaust dugn-
aður og ósérhlífni. Það er tveir afþeim
þáttum sem hafa komið honum þang-
að sem hann er í dag. Hann hefur
einnigþá eiginleika aðgeta smitað út
frá sér og rifið menn með sér. Alfreð er líka
mikill húmoristi og dettur ýmislegt í hugsem
léttir mönnum lífið. Hann er hugmyndaríkur
og hefur í raun ótal kosti," segir Erlingur Kristj-
ánsson, fyrrverandi samherji Alfreðs hjá KA.
■ „Alfreð er virkilega duglegur og ákveðinn og mjögfœr
ísínufagi. Hann á auðvelt með að rifa menn upp efilla
gengur. Hann er einnig mikill húmoristi og eins og hann
getur verið þungur og alvarlegur, þá getur hann veriðjafn
léttur og skemmtilegur," segir Júlíus Jónasson, landsliðs-
þjálfari kvenna í handbolta ogfyrrverandi samherji Al-
freðs í landsliðinu.
■ „Hann er mjögjylginn sér og hann nærþeim markmið-
um sem hann setur sér," segir Sigurður Valur Sveinsson,
stórskytta ogfyrrverandifélagi Alfreðs úr landsliðinu.
„Hann er pcttþéttur náungi og mjög traustur. Hann er
algjör nagli en það er stutt í húmorinn. Það hefur meðal
annars gert hann að góðum þjálfara," segir Sigurður.
„Alfreð er mikill skapmaður og stundum
missa menn úl úr sér eittlwað sem þeirsjá eft-
ir. Hfþað er eittlwað sem liann þolir illa, þá
erþað efmenn eru ekki að standa sig. Þá ket-
ur hann menn heyra það og
blœs út. Þegar hann var liérá
latuli lók hann að sér mikið af
verkefnum ogslundttm ofmikið. l-.n hann er
duglegur og vill gera hlutina Itundrað prósent,"
segir Erlingur.
„Hann á það til að vera skapstór ogget-
ttr virkilega látið menn heyra það. Ilann er
nokkuð þrjóskur sem getur verið neikvœtt og
jákvœlt. Hann á það til að vera Jrekur sem
gelur stundum unniðá móti honum. Kostirnir
eru samt tvimælalausl Jleiri en gallarnir," segir
Júlíus.
„Ilann lufurekki marga galla. Ilann lek-
ur lífinu stundum ofalvarlega sem er einn af
Játum göllum hans. Þeirsem Itafa þjálfun að at-
vinntt verða stundum að vera skapstórir. Ilann
er vissulega slundum þrjóskur en þrált fyrir
það þekkir Itann stit mörk." segir Sigurður.