Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2008, Page 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2008
Sport DV
Antonio Sibierski leikmaður Wigan
hefur neitað tilboði frá Lille. Hann vill
ekki fara frá
Wiganafturtil
heimalandsins.
Sibierski kom til
Englands frá
Lens árið 2003
og lék með
Newcastle og
Manchester City
áður en hann fór
tilWigan.
Sibierski hóf ferilinn með Lille árið 1992
en tilboðið sem Lille kom með nú var
ekki nógu spennandi.„Ég sagði
einfaldlega nei um leiö og þeir höfðu
samband. Fjölskyldu minni líðurvel á
Englandi og ég er mjög ánægður með
hlutina hjá Wigan." Sibierski hefur
skorað fjögur mörk í deildinni, meðal
annars sigurmarkið gegn Derby um
síðustu helgi.
KOMINN TÍMIA AÐ SKORA A NÝ
Dirk Kuyt segir að aðrir leikmenn verði
að fara að skora til að taka byrðina af
■ Gerrard og
Torres. Liverpool
gerðijafntefli við
Middlesbrough
um helgina og
skoraðiTorres
jöfnunarmarkið,
sitt 17. marká
tímabilinu.
Steven Gerrard
hefurskorað 12
mörk en fyrir utan þá tvo félaga stafar
mörkum annarra liða ekki mikil ógn af
Liverpool.„Við erum með marga sterka
leikmenn og þeir verða að gera meira.
Fernando og Stevie eru báðir frábærir
fótboltamenn og hafa verið að standa
sig mjög vel en aðrir þurfa að hjálpa til.
Þegar maður er að spila fyrir Liverpool
veit maður að pressan er mikil en þeim
hefur tekist að skora þrátt fyrir pressuna
og nú þarf restin að fýlgja." Kuyt hefur
skorað sjö mörk en ekki náð að pota
boltanum yfir marklínuna frá 24.
nóvember. Hann, PeterCrouch og
Andryi Voronin skoruðu aðeins eitt
mark í desember en sjálfstraustið hefur
ekkert yfirgefið kappann.„Ég ströggla
núna en sjálfstraustið er enn mikið og
ég veit að bráðum fara hlutirnir að
snúast mér I hag."
TERRY A UNDAN AÆTLUN
Fyrirliði Chelsea, John Terry, er á
batavegi eftir að hafa brotið bein f fæti.
„Ég er kominn af
hækjunum en ég
erenn I
styrktarumbúð-
um til að styðja
við ökklann.
Beinið ergróið
og vonandi
verður hægt að
taka styrktarum-
búðirnaraf
bráðum. Ég er mikið I sundlauginni að
gera æfingar sem og að ganga.
Vonandi verð ég kominn aftur á
æfingar innan þriggja vikna. Ég er
búinn að vera í gifsi núna f þrjár vikur
og fóturinn hefurekki hreyfst neitt
sfðan þá. Það verður gott og gaman að
fara að sprikla á ný." Ekki er langt síðan
breskir fjölmiölar sögðu Terry vera á
eftir áætlun sem hann segir bull og
vitleysu.„Ég held ég sé á undan áætlun
ef eitthvað er. Það er pirrandi að lesa
um svona hluti og maöur skilurekki
alveg hvað er f gangi hjá þeim sem
skrifaði þetta."
VERÐUM AÐ HAFA
TRÚAOKKUR
Joleon Lescott varnarmaðurinn sterki
hjá Everton segir að liðið verði að hafa
■ trú á því að geta
lent í fjórða sæti.
„í upphafi
tfmabilsins
vorum við ekki
alltof bjartsýnir
en núna erum
við enn með eftir
jólogþaðer allt
hægt." Ef Everton
myndi skáka
grönnum sfnum í Liverpool yrði það
mikið afrek.„Við skulum ekki gleyma
okkur alveg en fótboltinn er óútreiknar-
legur. Við þurfum að æfa vel á öllum
æfingum og vinna sem flesta leiki. Ef
við gætum tekið fram úr Liverpool yrði
það massíft afrek en eins og er þá erum
við að einbeita okkur að næsta leik en
hver veit, með réttum úrslitum gæti
okkur tekist að ná fjórða sætinu."
íslenska landsliðið lagði það tékkneska annan leikinn í röð í gærkvöldi. Fimm marka
sigur, 33-28, var það í þetta skiptið og spilamennska liðsins mun betri en í fyrri leiknum.
Hannes Jón Jónsson fór á kostum í seinni hálfleik og skoraði sjö mörk, þar af nokkur
mikilvæg þegar ísland lék manni færri.
Allt reynt VarnarmaðurTékka reynir
að stöðva Alexander Petterson með
öllum mögulegum ráðum.
TÓMAS ÞOR ÞÓRÐARSON
bladamadur skrifar: tomas@dv.is
ísland lagði Tékkland öðru sinni, 33-
28, þegar þjóðirnar mættust í Laug-
ardalshöll í gærkvöldi og samanlagt
65-58. f íslenska liðið vantaði þá Rol-
and Eradze og Arnór Adason sem eru
meiddir og verða ekki með á Evrópu-
mótinu í Noregi. Þá var Logi Geirsson
borgaralega klæddur í gærkvöldi en
hann tognaði á læri og var ekki með í
leiknum.
Það er óhætt að segja að leikur ís-
lenska liðsins í fyrri hálfleik var ekki
líkur þeim í gær og er það vel. Eins og
vaninn virðist vera í Laugardalshöll
hikstaði fsland á upphafsmínútunum
og lentí 2-4 undir. Þá komust strák-
amir í gang, settu fjögur mörk í röð og
breyttu stöðunni í 6-4.
Þá kom aftur bakslag í leik fslands
þar sem botninn datt úr sóknarleikn-
um sem hafði verið mjög góður mín-
úturnar á undan. Ekki nægilega stöð-
ugur leikur og Tékkar jöfnuðu í 7-7.
Jaiiesky Garcia fór mikinn í fyrri háif-
leik og setti fjögur mörk á glæsileg-
an hátt og Birkir fvar var í fínu formi í
markinu eftir Noregsför með B-lands-
liðinu. Meðal annars hélt Birkir mark-
inu hreinu í tæpar tíu mínútur og lagði
grunninn að þriggja marka forystu í
hálfleik, 15-12.
Sýning Hannesar Jóns
Eftir að hvort lið skoraði sitt markið
kom góður kafli hjá fslandi sem lagði
grunninn að sigrinum. Guðjón Valur
og Ásgeir Örn voru þá í miðjublokk-
inni hjá íslandi og vömin mjög góð á
þeim tíma. Góðri vörn fylgja hraða-
upphlaup og eftir nokkur slfk var fs-
land komið með sex marka forystu,
19-13.
Tékkneska liðið komst aldrei nær
íslandi en þrjú mörk eftir þetta en fékk
besta tækifæri sitt á að jafna strax þá. fs-
land var þá einum manni færri í langan
tíma en upp reis Hannes Jón Jónsson
sem bjargaði fslandi úr klípunni. Hann
skoraði tvö mörk á þessum kafla, bæði
með hinni víðfrægu yfirhandarfmtu og
annað markið þegar fsland var tveimur
mönnum færri.
Hannes bætti á glæsilega innkomu
sína út síðari hálfleikinn og fór gj örsam-
lega á kostum. Hann skoraði sjö mörk,
sex af þeim með snaggaralegum gegn-
umbrotum sem Tékkamir réðu ekkert
við og eitt mjög faliegt skot að utan.
Síðasta kafla leiksins spilaði Alfreð
Gíslason þeim Vigni Svavarssyni og Ás-
geiri Emi í miðjublokkinni og það tókst
einnig mjög vel. Tékkamir áttu fá svör
við fljótri og hreyfanlegri vörn fslands
sem gerði Hreiðari Levy daginn auð-
veldari í markinu. Hreiðar var þó ekki
sannfærandi annan leikinn í röð og var
það eini dökki bletturinn á leik fslands.
Það vantaði þó einnig upp á sóknarleik
Vignis þótt hann hafi staðið sig mjög
vel í vöminni.
Lokatölur 33-28 og nú er að bíða og
sjá hvaða veganesti þessir tveir sigrar
gefa íslensku strákunum þegar allt fer
á annan endann hér heima á fimmtu-
daginn við upphaf Evrópumótsins.
Var þreyttur eftir langt og strangt
ferðalag
Birkir ívar Guðmundsson mark-
vörður íslands var að vonum þreytt-
ur eftir langt og strangt ferðalag. Hann
fór með B-landsliði fslands til Noregs á
Posten Cup og var ekki kominn í Laug-
ardalshöll fyrr en rétt rúmum klukku-
tíma fyrir leik.
„Ég er frekar þreyttur. Við lenntum
í seinkun í Osló og síðan þurftum að
svífa aðeins yfir því það var hálka á
vellinum. síðan var allt fast á Reykja-
nesbrautinni þannig við mættum
hingað rúmlega hálf sjö. Þannig ég var
bara alveg búinn i hálfleik, þá slökkn-
aði bara á öllu." Birkir viðurkenndi
að þetta hafi ekla verið besti undir-
búningurinn sem hann hefði tekið
fyrir leik. „Hann hefur einhvern tím-
an verið skárri fyrir leild," sagði hann
og glotti. „En þetta gekk allt í lagi. Við
vomm að spila fi'nan bolta. Nú þarf
bara að halda áfram að spila þessa
agresívu vöm, við getum ekki staðið
bara og beðið eftir þeim eins og við
viljum stundum gera. Við höfum ein-
faldlega ekki hæð og kraft í það. Ef við
gemm það og tökum smá frumkvæði
þá hef ég engar áhyggjur af mark-
vörslu eða úrslitum í keppninni."
Búinn að gera sömu hreyfingu
síðanég var lOára
Hannes Jón Jónsson skoraði sjö
mörk í gær og átti flottan og fi'nan leik.
Tékkarnir vissu vart hvað á sig stóð
veðrið þegar Hannes plataði þá hvað
eftir annað. Sumir Tékkana vor enn
að snúast löngu eftir að leik var hætt.
Hannes var eins og Birkir fvar í
Noregi og var kominn rúmum klukku-
tíma fyrir leik. „Þetta er kannski ekld
besti undirbúningur fyrir leik en við
emm búnir að vera í bolta alla helg-
ina og þetta er bara þannig að menn
em graðir og sjúkir í að spila og vera í
kringum þetta þannig maður gleymir
allri ferðaþreytu og þannig.
Þetta henntaði mér vel, Tékkarnir
em stórir og miklir og með Óla sem
dregur alltaf mikið til sín, Guðjón Val
sem getur farið inn úr horninu nánast
hvar sem er og með þessa hrægamma
á línunni þá henntaði mér vel að
hafa mikið pláss og geta farið einn á
einn. Vonandi getur maður nýtt þetta
áfram.
Ég er búinn að gera þessa hreyf-
ingu síðan ég var 10 ára og alltaf var
hlegið að mér og sagt að þetta myndi
aldrei ganga til lengdar. En ef þetta
virkar áffam þá held ég áfram að gera
þessa hreyfingu."
Förum bjartsýnir út
Snorri Steinn Guðjónsson sagð-
ist vera sáttur við leikinn í gær enda
hafi hann verið mun betri en leikur-
inn á sunnudag. „Fyrri hálflleikurinn
f leiknum á sunnudaginn var slakur
og kannski vomm við líka lengi í gang
í þessum leik. En síðan spiluðum við
fínan leik og auðvitað er eitthvað sem
við getum bætt. Það er ekki spurning.
Eg vona bara að við séum á réttri
leið, á leiðinni upp og á fimmtudag-
inn verðum við allir sem einn tilbúnir
í slaginn. En fullt af jákvæðum punkt-
um þó það sé alltaf eitthvað sem megi
laga. Það er þannig bara alltaf í íþrótt-
um.
Núna er bara málið að fara yfir
leikinn og laga þessi litíu atriði sem
Aifreð finnur á vídeói." Snorri Steinn
spilaði lengi vel með Hannesi í Val.
Hann var ekki hrifinn af vamarleik
Tékkana á Hannes enda fær sá síð-
amefndi alltaf á sig mðning þegar
Snorri stendur á móti sínum gamla
félaga.
„Þetta er bara vopn sem við get-
um notað. Vonum bara að Svíam-
ir fái ekki leikinn í hendurnar, en við
erum búnir að missa Arnór út, hann
var að spila vel en Hannes sýndi það í
þessum leik að hann geti leyst skyttu-
stöðuna og homið þannig við fömm
bjartsýnir út.“