Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2008, Side 18
18 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008
Umræða DV
ÚTGÁFUFÉLAG: Dagblaöiö-Vísir útgáfufélag ehf.
STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Elíri Ragnarsdóttir
RITSTJÓRAR:
JónTrausti Reynisson og ReynirTraustason
FULLTRÚI RITSTJÓRA: Janus Sigurjónsson
FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór Guðmundsson
AUGLÝSINGASTJÓRI: Ásmundur Helgason
Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til afi birta aðsent efni blaösins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Oll vifitöl blaðsins eru hljóörituö.
AÐALNÚMER 512 7000, RITSTJÓRN 512 7010,
ÁSKRIFTARSlMI 512 7080, AUGLÝSINGAR 512 70 40.
SANDKORN
■ Mikið er talað um stöðu Vil-
hjálms Þ. Vilhjálmssonar,
formanns borgarráðs, nú þegar
makalaus
REI-skýrsl-
an hefur
verið birt.
Kastljósið
fór mikinn
í málinu
þegar borið
var saman
þaðsemVil-
hjálmur sagði í aðdraganda REI-
málsins þar sem hann komst
stöðugt í þversögn við sjálfan
sig. Mikið er spáð í það hver
hafi lekið skýrslunni til Kast-
ljóss og vilja andstæðingar Gísla
Marteins Baldurssonar halda
því fram að hann hafi verið að
verki. Bent er á sterk tengsl Gísla
Marteins við Ríkisútvarpið og að
hann hafi ódrepandi áhuga á því
að verða leiðtogi.
■ Hermt er að Geir H. Haarde,
formaður Sjálfstæðisflokksins,
sé orðinn þreyttur á ástandinu
í borgarstjómarflokki sínum
og þá sérstaklega ífammistöðu
Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar
sem stefnir hraðbyri í að verða
borgarstjóri með flekkaðan feril
eftir REI-málið. Uppi em hávær-
ar raddir um
að Vilhjálm-
ur verðiað
víkja. Sumir
telja eðliiegt
að Hanna
Birna Krist-
jánsdóttir
taki þá við af
honum og
leiði flokkinn. En jafnframt em
uppi þau sjónarmið að nauð-
synlegt sé að inn komi nýr mað-
ur og leiði flokkinn í borginni.
■ Helga Vala Helgadóttir, lög-
fræðinemi og fýrrverandi bæj-
arstjórafrú í Bolungarvík, tók
það óstinnt upp að sagt var frá
því í Sandkornum að hún hefði
„snúið baki við Bolungarvík"
og flutt suður. „Bolvíkingar og
bærinn sjálfur eiga ekkert nema
gott skilið - og ég sneri ekki baki
við þeim eða honum," blogg-
aði Helga Vala. Sandkorn var
ekki að halda öðm fr am en því
að hún væri flutt. Túlkun Helgu
Völu bendir til þess að hún hugi
enn að framboði í Norðvestur-
kjördæmi þar sem hún bauð sig
fram síðast en hreppti þó ekki
þingsæti.
■ Ekki hefur farið mikið fyrir
sjónvarpsstöðinni iNN, sem
þó er til. Dagskrá hennar er
undirlögð af spjallþáttum, ekki
ólíkt Nýju
Fréttastöð-
inni(NFS)
heitinni.
Kolfinna
Baldvins-
dóttír, Ólína
Þorvarð-
ardóttir og
Ingvi Ilrafn
Jónsson eru á meðal þeirra
sem stýra eigin sjónvarpsþætti
á stöðinni. Nú hefur bæst við
liðsauki, pólitíska litaspjaldið
Krlstinn H. Gunnarsson. Enn
hefur ekki verið ákveðið nafn á
þætti hans, en aðdáendur hans
em sammála um að viðurnefnið
liggi beint við: Sleggjan.
ofsóknir og meira ofbeldi. „Ég ætlaði ekki að kæra
hann en ákvað svo að hann ætti ekki að komast
upp með þetta," sagði hún. Með því sýnir hún þann
kjark sem ætti að vera öðrum hvatning til þess að
láta aldrei ofbeldi ganga yfir sig.
Móðirin á Suðurnesjum sem hefur risið gegn
L hrottanum er sönn hetja. Allir þeir sem eru of-
sóttir af illmennum eiga að taka hana sér til
fyrirmyndar. Með því að sigrast á óttanum
er hægt að vinna stríðið gegn handrulck-
K, urum og öðrum ofbeldismönnum. Sam-
félagið allt verður að fara að fordæmi
Jóhönnu og standa gegn ófögnuðin-
gfe. um. Jóhanna er hetjan sem þorði
gk að rísa upp gegn hrottanum og
Síg allt rétthugsandi fólk verður að
B styðja hana svo olbeldismenn
B nái ekki að skaða hana meira
J§ en oröið er. Við eruni öil í stríði
B við vesalingana sem berja og
■ skaða samborgara sína. Og
B sameinuð munum viö sigra.
Islenskt samfélag hefur undanfarin ár
einkennst af glæpamannadekri og
tilhneigingu til að hlífa illmennum
við að vera sýnilegir. Fjöldi dæma
er um að fólk hefur hopað undan ofbeldi . ^
handrukkara og annarra og ekki þorað
að koma yfir þá lögum. Eitt átakanleg-
asta dæmið var lögreglumaðurinn á Suð-
urnesjum sem var nefbrotinn af hrottan-
um Jóni Trausta Lútherssyni en hvarf frá því
að kæra af ótta við frekari aðgerðir ofbeldis-
mannsins. En það eru sem betur fer ekki allir
jafnkjarklitlir þegar ofbeldismenn eiga í hlut.
Jóhanna Gunnarsdóttir er þriggja barna móð-
ir á Suðurnesjum sem var svo óheppin þar sem
hún var að skemmta sér að verða fyrir tilefnis-
lausri árás Jóns Trausta. Jóhanna lýsti árásinni
í DV í gær þannig að ofbeldismaðurinn hefði Á
sparkað margsinnis í hana með þeim af- Æ
leiðingum að hún fékk skurð á höfuð og jfl
rifbeinsbrotnaði. Lagt var að Jóhönnu að Æ
kæra ekki þar sem slíkt gæti kostað hana Æ
LEIÐARI
lólwiiiia er lictjaii sem þorði ad rísa »/</<
REYNIR TRAUSTASON RITSTJÓRI SKRIFAR.
ÞETTA ERll FAGMENN
SVARTHÖFÐI
Fagmennska. Já, það er eitt-
hvað sem við eigum öll að
stefna að. Best ef við erum
komin á það stig nú þegar. Fag-
menn eru fyrirmyndarfólk. Sjá-
um bara hvers þeir eru megnug-
ir. Fangelsin eru yfirfull. Að hluta
til vegna þess að afbrotamönnum
hefur fjölgað og dómar þyngst,
en einnig að hluta vegna þess að
framtíðarfangelsið sem nú kall-
ast Hólmsheiðarfangelsi hefur
verið 47 ár á teikniborðinu. En
þetta vandamál er síður en
svo óyfirstíganlegt fýrir
Fangelsismálastofn-
un. Nú eru settir
tveir fangar saman
f klefa. Venjulega
þætti þetta fráleitt
og vissulega ofbýður
samtökum fanga. En
Fangelsismálastofnun
veit sem er að hún getur
leyst vandann. Þar eru nefnilega
fagmenn að störfum og þar sem
það voru fagmenn sem ákváðu
hverjir ættu að deila klefa þá er
þetta ekkert vandamál.
Þessir fagmenn hljóta að vita
hvernig er best að velja fanga
saman í klefa. Eru það inn-
brotsþjófar saman eða kýnferðis-
brotamenn saman? Eða eru það
kannski brotamenn með ólíka
dóma? Fíkillinn og nauðgarinn?
Þjófurinn og morðinginn? Skuldar-
inn og falsarinn?
Víð höfum góða reynslu
af fagmönnum. Sjáum til
dæmis Breiðavík og hin vist-
heimilin fyrir börn sem ríkið rék
á sínum tíma. Það voru fagmenn
sem ákváðu hverjir færu hvert.
Þarna var að störfum fólk sem
hafði reynslu, þekkingu og mennt-
un til að ákveða hvernig væri best
að beina börnum á rétta braut
ef þau höfðu farið villur vegar.
Þarna var fólk með yfirburðakunn-
áttu sem vissi hvernig var best að
bregðast við erfiðum aðstæðum
barna og fjölskyldna. Þá var best
að senda börnin í sveit,
á vistheimili. Jafnvel
á vistheimili sem var
þannig landfræðilega sett
að ef eitthvað kom upp á
var allt annað en hlaupið að
því að koma fólki undir læknis-
hendur.
Svo er það auðvitað Grímseyj-
arferjan. Þar voru fagmenn
að verki. Þeir skrifuðu langar
og lærðar skýrslur. Fóru í þarfa-
greiningu og ástandsgreiningu og
gerðu loks tillögur að því hvaða
leið skyldi farin. Þeir
sögðu hversu dýrt þetta
yrði og hversu mikið
þyrfti að gera. Síðan fór
auðvitað allt til fjandans.
Afhendingin dróst á langinn,
reikningarnir söfnuðust upp og
nú vill enginn kannast við ferjuna,
allra síst þeir sem eiga að sigla með
henni. En kannski var það bara því
um að kenna að eftir að fagmenn-
irnir skiluðu af sér tóku stjórn-
málamennirnir við. En svo bentu
þeir á fagmennina í ráðuneytinu,
undirmenn sína.
„Kreppan er hugarástand, ég lít á það
þannig að ef einhver kemur í Kastljósið
og segir að það sé að koma kreppa
kemur kreppa. Ef einhver kemur á
sama vettvang og segir að engin
kreppa sé væntanleg kemur engin
kreppa."
Guðný Rósa Hannesdóttir,
38 ára nemi
„Nei, þaö er engln kreppa komin. Og
ég held að hún komi ekki og það sé
bjart fram undan."
Ragnar Torfi Geirsson,
47 ára bankastarfsmaður
„Já, að vissu leyti fyrir nemendur og
ungt fólk. Ég vona bara að ráðamenn
nái að stýra skútunni það vel að við
verðum hennar ekki vör hér á landi
meira en orðið er."
Stefán Friðrik Friðriksson,
25 ára nemi
„Nei, en líklega mun hún láta sjá sig. Ég
vona bara að við sleppum bærilega og
náum mjúkri lendingu."
Sölvi Mar Guðjónsson,
23 ára nemi
DÓMSTÓLL GÓTUNNAR
ER Ivlil l’l'W KOMIN?