Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2008, Page 20
20 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008
Umræða DV
By Mikael Wulff 8. Anders Morgenthaler
Þú ert dæmdur til 2 ára dvalar í steininum.
Nýttu tímann til að hugsa þinn gang.
Við hin njótum frelsins á meðan.
HVAÐ BAR HÆST f VIKUNNI?
Fræðsla gegn kynferðisaf-
brotum
„Það sem hafði mest áhrif á mig í fréttum
vikunnar var dómur Héraðsdóms Reykjavíkur
yfir fertugum manni sem dæmdur var í
fjögurra ára fangelsi íyrir kynferðisafbrot
gegn þremur stúlkum. Það er mín bæn að
þessar stúlkur fái núna óendanlega mikið
af kærleika og góða faglega hjálp. Það er
mikilvægt að við höldum vöku okkar og það
sé tryggt að svona alvarlega andlega veikum
mönnum sé hjálpað með veikindi sín, meðan
á fangelsisdvöl stendur. Eitt af því sem stóð
upp úr í mínu starfsumhverfi var að í vikunni
var fræðsla frá Blátt áfram hér í Vídalínskirkju
fyrir foreldra og kennara leikskólabama. Það
var móðir í Garðabænum sem fjármagnaði
verkefiiið. f mínu persónulega lífi bar það
hæst að nýtt tónverk var frumflutt í Norræna
húsinu við ljóð eftir föður minn Bolla
Gústafsson. Það er ungur tónsmiður Anna
Þorvaldsdóttir sem gerði þetta tónverk. Það
var algjörlega ffábært. Systir mín, Gerður
Bolladóttir, söngkona, flutti það ásamt Sophie
Schoonans hörpuleikara og Pamelu de
Sensier þverflautleikara."
Jóna Hrönn Bolladóttir, prestur.
Reykingareru mengun
„Það eru kosningarnar í Bandaríkjunum
sem mér finnst spennandi að fylgjast með.
Sérstaklega hjá demókrötunum. Ég er farin
að hallast meira að Obama því ég held að
hann eigi eftir að standa betur gagnvart
repúblikunum. Hins vegar hefur Hillary
meiri reynslu á alþjóðavísu. Svo finnst mér
ástandið í Kem'a alveg hræðilegt og búið að
vera undanfamar vikur. Vinkona mín býr
þama og er að vinna hjálparstarf fyrir ABC.
Sjálf hef ég verið að styrkja við að koma upp
skólum og fleira í þeim dúr. Það er því alveg
skelfilegt að fylgjastmeð ástandinu þarna.
Hér á landi hefur ekki mikið verið að
gerast síðan nýr borgarstjóri kom til valda.
Reyndar er reykingabannið búið að vera
heitt mál. Mér finnst synd ef við f slendingar
ædum að fara snúa þessu til baka. Það er
bara afturhald. Þó að það sé sérherbergi
fýrir reykingafólk fer alltaf reykur yfir til
hinna. Reykingar eru mengun. f Þýskalandi
og ftalíu þar sem ég hef verið að ferðast em
menn sektaðir háum sektum fýrir að brjóta
reglumar. Hér getum við ekki farið eftir þeim.
Fyrst Þjóðverjar og ftalir geta þetta getum við
þetta líka."
Helga Braga Jónsdóttir, leikkona.
Kosningarnar í
Bandaríkjunum
„Það sem bar hæst fyrr mér þessa vikuna
vom án efa kosningamar í Bandaríkjunum.
Það verður spennandi að sjá hvernig þetta
fer. Kosingarnar núna hafa haft mikið að
segja bæði í Ameríku og á heimsvísu. Fólk
um aflan heim virðist hafa mikinn áhuga
núna fyrir þessa kosningar útaf ástandi
þeirra í utanríkismálum. Stríðið ogýmislegt
fleira spilar svakalega mikið inn í svo þær
virðast þýðingarmiklar. Það er einnig gaman
að sjá konu og minnihlutahópsmann í
ffamboði. Ég bjó þar í 18 ár svo þetta fer alls
ekki framhjá mér.
Hérna heima hefur veðrið að
undanförnu haft sitt að segja, mikið
ofsaveður. Ég er líka alltaf jafnhissa að lesa
fréttir um gróf kynferðisafbrot. Sérstaklega
með barnaníðinga. Manni finnst þetta
alltaf jafnmiklar fréttir, er bara ótrúlegt að
sjá hvað sumt fólk er veikt.
Ég sjálf er að klára ldippa heimilda-
mynd í frístundum mínum svo það er nóg
að gera."
Ragnhildur Mag n úsdótti r,
dagskrárgerðamaður.
Loksins alvöru vetur
„Það var eiginlega tvennt sem stóð
upp úr í vikunni að mínu mati. Annars
vegar það að sjá dætur mínar, fjögurra og
níu ára, í prinsessukjólum á Öskudaginn.
Þetta var frábær dagur og kjólarnir fóru
þeim virkilega vel. Hins vegar fannst
mér verulega gaman að vakna loksins í
almennilegri ófærð og komast að því að
Alfa Romeo-bíllinn minn stenst bestu
jeppum borgarinnar fullkomlega snúning.
Ég er eiginlega orðinn hálfónæmur fyrir
hörðum fréttum þessa dagana. Fréttum af
kosningum f Bandaríkjunum, skýrslum,
dómum og þess háttar hef ég einhverra
hluta vegna afskaplega lítinn áhuga á um
þessar mundir. Ég hef samt trú á að þetta
muni skána með vorinu og ég öðlist áhuga
á nýjan leik."
Þorsteinn J. Vilhjálmsson,
sjónvarpsmaður.
I
Tilboðsdagar!
Ekki láta þetta
framhjá þér fara!
UUarfatnaður í gífurlegu
úrvali, á unga sem aldna!
Ekki láta kuidann
stoppa þig!
Klæddu þig í Janus!
w
anusbúðin
101 Rnijník «. HadiianinEti 95M01.600 „Vkwrtri
K.i>2-7499,Ctt. ^02-7499 & sl 46U4006, fc*. 161-3007
www. j anusbudin.is
Það er engin ástæða til að horfa á heiminn í
svarthvítu. SIBA-ÞAKRENNUKERFI í fjölda lita
A
\s\
BLIKKAS - FUNI
Smiðjuvegi 74 - 200 Kópavogi - Sími 515 8700
www.funi.is - www.blikkas.is