Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2008, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2008, Qupperneq 23
DV Menning FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 23 Finnbogi Pétursson „Mér finnst mikilvægt aö hleypa áhorfandanum dálítið á önnur svið en þau sem eru inni í sýningarrýminu. Kjöraðstæður eru þannig að þú náir að fara á milli þessara tveggja heima sem við lifum í, að geta„triggerað" þannig ástand." „Ég lít ekki á mig sem hljóðlistamann." Finnbogi hefur unnið mikið með Einari Erni Benediktssyni Sykurmola og listamanninum Curver sem skipa saman hljómsveitina Ghostigital. Á Listahátíð Reykjavíkur í fyrra settu þeir upp verk fyrir útvarp sem heitir Radium og kom út á geisla- og DVD- diski laust fyrir síðustu jól. í byrjun mars liggur svo leiðin til Brussel þar sem þríeykið kemur ífam á listahátíðinni Iceland On The Edge sem ffam fer að hluta til í listasafn- inu Bozar. Finnbogi samþykkir að það sé ákveðin útrás fólgin í samstarfinu við Ghostigital, enda mikil orkusprengja þar á ferð. „Jú, jú. Einkennisorðið er: Eru ekki allir í stuði?" segir Finnbogi en hann er enginn kettlingur á sviði til- raunakenndrar raftónlistar. „Ég hef alltaf verið að vasast í upptökum. Það kemur upp hug- mynd og þú hleypir henni af stað. Svo er þetta bara spurning um það hvert hún leiðir þig. Ég vinn jöfnum höndum með allt þetta dótarí þó ég sé ekkert að pródúsera einhverja geisladiska með verkunum. Það bara hentar ekki endilega hugmyndinni. Ég vinn líka stundum vídeó en ekki undir formerkjunum vídeólistamað- ur. Ég vinn heldur ekki undir for- merkjunum hljóðlistamaður því ég lít eldd á mig sem hljóðlistamann. Ég lít á mig sem myndlistarmann með mikinn áhuga á hljóði. Þannig lagði ég af stað og þannig vinn ég ennþá. En þetta samstarf mitt við Ghostigital er mjög „smooth" því ég geng bara beint inn í það með mína reynslu, sem er kannski dálítið fal- in á bak við það sem ég hef verið að gera. Við erum strax farnir að plana næsta prójekt sem verður sennilega í sumar," segir Finnbogi. Hann er einnig hluti af Freq_out - eins konar hreyfingu listamanna alls staðar að úr heiminum þar sem ólík öfl mætast í forvitnilegu samstarfi, en ávöxtur þess kom meðal annars út á tveimur geislaplötum hjá breska útgáfúfyrirtækinu Touch árið 2004. Hópurinn hittist einu sinni á ári og hefúr meðal annars komið ffam í Búdapest, París, Chan Maí á Taílandi, í Kaupmannahöfn, Berlín og Ósló. „Þetta eru eins konar vinnubúð- ir sem settar voru á fót árið 2004 í Charlottenburg í Kaupmannahöfn, þar sem fjórtán listamenn, tónskáld, Dj-ar, myndlistar- og tónlistarmenn koma saman. Það er raunverulega verið að taka allar listdeildirnar, búa til einingar, stilla þeim saman og sjá hvað kemur út úr því. Hvað kemur til dæmis út úr því þegar þú setur saman ljóðskáld, óperusöngvara og myndlistarmann?" „Hugmyndir eru banvænir draugar." Fyrir Finnboga, eins og marga listamenn, er starf þeirra þeim jafn- mikilvægt og að draga andann. „Ég hef prófað að hætta að gera myndlist," segir hann. „En þetta er svona eins og dóp, þú þarft ábyggi- lega að fara á endurhæfingarstöð ef þú ætlar að hætta að vera listamað- ur eða rithöfundur því þessir draug- ar leita alltaf á þig aftur og aftur ef þú dregur eitthvað undan. Maður finn- ur þetta með til dæmis hugmynd- ir. Þær eru banvænn draugur. Ef þú sinnir þeim ekki, þá bögga þær þig allt þitt líf. Þær eru alltaf á sveimi og þess vegna held ég að það sé mikil- vægt fyrir alla sem eru að vasast með þetta fyrirbæri sem heitir hugmynd að sinna henni á einhvern hátt. Hlúa að henni, klára hana. Þá ertu laus við hana og hún lætur þig í friði."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.