Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2008, Side 32
32 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008
SportDV
Hlynur Bæringsson körfubolta-
maður hefur spilað meðal þeirra
Hlynur Bæringsson er aðeins 25 ára en hefur
þó tíu ára reynslu að baki í úrvalsdeildinni.
Hann byrjaði 15 ára með Skallagrími að spila í
Úrvalsdeildinni og hefur skorað rúm 14 stíg að
meðaltali á ferlinum.
Hlynur er fæddur á Grundarfirði þar
sem hann sleit barnsskónum. Hann valdi
körfúboltann vegna hæðar sinnar en einnig út
af því að NBA-karfan var gríðarlega vinsæl hér
á landi þegar Hlynur var að alast upp. NBA-
spjöldin tröllriðu þá samfélaginu og var Hlynur
ekkert öðruvísi en margur unglingurinn. Saftiaði
spjöldum og var Charles Barkley hans maður.
Fyrstí körfuboltaleikurinn sem hann sá var
úrslitaeinvígi Phoenix Suns og Chicago Bulls.
„Ég var á móttækilegum aldri þegar NBA-æðið
var héma. Maður svindlaði mikið á fólki þegar
maður var að skipta á myndum. Þetta var mjög
heitt á þessum tíma og svo hentaði körfuboltinn
ágætiega. Þetta var þegar Jordan var að hætta
í fyrsta skiptíð og Barkley var upp á sitt besta.
Margir á mínum aldri byrjuðu á þessum tíma."
Hlynur byrjaði að æfa körfubolta með KR þar
sem Jón Amór Stefánsson, Helgi Magnússon og
Jakob Sigurðsson voru með honum í yngri flokki.
Þjálfarinn var Benedikt Guðmundsson sem gerði
KR að íslandsmeisturum í fyrra.
„Ég byrjaði í KR. Ég fór á þrír-á-þrír-mót
hjá Axel Nikulássyni eitt sumarið og kynntíst
nokkrum strákum í KR. Langaði þá mÚdð að
fara í bæinn og fá að æfa. Spurði mömmu hvort
ég mætti æfa með KR því það var ekki hægt að
æfa körfubolta á Grundarfirði. Hún leyfði það og
ég dvaldi hjá frænku minni. Mig langaði bara að
byrja að æfa.
Jón Arnór, Helgi og fleiri mjög góðir strákar
voru í flokknum og ég man eftir því að ég komst
ekki í hópinn á fyrsta mótinu. Þetta var mjög
góður hópur og þeir töpuðu ekki leik í langan
tíma, fleiri fleiri ár. Ef KR myndi hóa saman
í þetta lið færi það langleiðina með að vinna
Úrvalsdeildina."
Hlynur flutti til Borgamess þar sem körfuboltí
hefur verið stór hluti af bæjarfélaginu í langan
tíma. Hann byrjaði að æfa með Skallagrími og
fékk sénsinn með liðinu aðeins 15 ára. „Það var
gott að vera á Grundarfirði en það sem var betra
við Borgarnes var að þar var körfuboltadeild. Ég
byrja að æfa og árið eftír, þegar ég var í 10. bekk,
byrjaði ég með meistaraflokki.
Byrjaði fljótlega að spila frekar mikið og það
eru margir sem halda að ég sé eldri en ég er út af
því að ég er búinn að spila svo lengi með meist-
araflokki. Fyrsti leikurinn var haustið 1997 og ég
hef spilað alltaf einhverjar mínútur í hverjum
leik."
Hlynur spilaði fyrsta leik sinn gegn Val og
hann man eftir þeim leik. Hann man hins vegar
enn betur eftir viðureign sinni við Keith
Vassell seinna á tímabilinu. „Ég spilaði gegn
nokkrum góðum liðum, því það verður að
viðurkennast að við vorum skítlélegir. Það
var gaman að koma ungur pungur inn og
spila gegn þessum köllum. Ég man eftir að ég
spilaði gegn Vassell sem þá var mjög góður
og það var hörkufjör að kljást við hann. Fyrstí
leikurinn var gegn einhverju skítaliði en ég
man vel eftir viðureigninni við Vassell."
Bílslys kom í veg fyrir að
Hlynur gengi til liðs við KR
Hlynur var í Skallagrími í fimm ár til ársins 2002
þegar hann söðlaði um og gekk í raðir Snæfells.
Mirmstu munaði þó að hann færi í Vesturbæinn
en bílslys kom í veg íyrir það. „Skallagrímur
féll 2002 og þess vegna fór ég í Hólminn. Ég
var ekkert á leið þangað, það var í raun algjör
tilviljun að það gerðist. Ég var orðinn atvinnulaus
í Borgamesi og vissi ekkert hvert ég ætlaði, hvort
ég færi á Suðumesin eða til Reykjavíkur. Ég hékk
bara og gerði ekki neitt og var í raun kominn með
leið á því. Svo ákvað ég bara að fá far í Hólminn,
þekkti nokkra stráka þar og gaf bara skít í allt og
sagði; ég spila með ykkur í vetur. Var í raun ekki
búinn að finna neitt það sem ég vildi gera þannig
að ég fór þangað og leist strax mjög vel á allt.
Reyndar varð bílslys þess valdandi að ég fór
ekki í KR. Þetta vor 2002 lenti ég í bílslysi rétt fyrir
ofan göngin. Ekkert alvarlegt, ég rotaðist en þá
var ég að flytja tíl Reyjavíkur. Var þá búinn að tala
við Inga Þór sem var þá með KR og var á leiðinni
að æfa með þeim. En þá fór ég heim og jafnaði
mig og endaði í Hólminum."
Hlynur skoraði 19,2 stíg að meðaltali síðasta
árið með Skallagrími og 19,2 stíg fyrsta árið með
Snæfelli. Liðið var þá nýkomið upp í deild þeirra
bestu og liðið hélt sér uppi. Fékk 16 stig, jafnmörg
og Hamar, en komst ekki í úrslitakeppnina vegna
innbyrðis viðureignar gegn Hamri. Síðan þá
hefúr Snæfell alltaf verið með gott lið og alltaf
verið í báráttunni um titlana. Þó hefúr liðið ekki
náð að landa neinum stórum titlum.
„Við höfum oft verið nálægt. Við erum búnir
að vera þetta lið sem hefur verið að detta út í
undanúrslitum og úrslitum gegn Keflavflc Við
höfum ekki alveg verið nógu góðir en nokkuð
stöðugir. Svo maður vitni í 300 þúsund manna
höfðatöluna og tekur þetta niður í 1200 manns
eins og býr í Stykkishólmi er í raun merkilegt
hvað við erum búnir að haldast góðir fýrir vestan
því þetta er ekki stórt bæjarfélag.
Það hafa margir komið oglagthöndáplóg,ekki
bara Bandaríkjamenn heldur einnig íslendingar.
Það er gaman að spila fyrir Snæfell því þó þetta
sé títíð samfélag og allt það slæma sem fylgir því
fylgjast nánast allir þama með körfunni. Þetta er
eina íþróttin sem er í bænum og það er svolítið
skemmtilegt að sjá hvað þetta skiptir fólk miklu
máli. Það hafa margir skrautlegir leikmenn
komið og farið frá Snæfelli. Margir sem þoldu illa
1.200 manna bæjarfélag og hurfu á braut."
Hlynur hefur verið lykilmaður Snæfells bæði
innan vallar og utan. Aðrir lykilmenn liðsins
hafa verið Sigurður Þorvaldsson og Magni
Hafsteinsson auk Bandaríkjamannana sem
hafa stoppað mislengi. „Við, ég Siggi og Magni,
erum allir frá litlum stöðum útí á landi. Siggi er
náttúrulega bara sveitamaður. Hann er alinn
upp í Borgarfirði á sveitabæ, Magni kemur frá
Ólafsvík og ég frá Grundarfirði. Við höfúm allir
fundið okkur samastað í Hólminum sem hefur
kannski ekld gerst með þessa Reykvfldnga sem
hafa komið og farið. Menn sækja alltaf í það sem
þeir ólust upp.
Við höfrim unnið títla en ekki þá stærstu. Við
unnum deildartitilinn og fyrirtækjabikarinn og
það hefur alltaf vantað aðeins upp á. Við höfum
ekki alveg verið nógu góðir. Á móti KR í fyrra hittí
Brynjar Bjömsson úr rosa erfiðu þriggja stiga
skoti, flott skot hjá honum. En hin tvö árin á mótí
Keflavík þá voru þeir bara betri en við. Það var
ekkert sem klikkaði þannig lagað, þeir voru bara
með betra lið en við.
Við erum allir orðnir aðeins eldri og okkur
langar öllum að fara að vinna titla. Auðvitað
langar það öllum en því oftar sem maður lenndir
í öðru, þriðja, fjórða sætí þá verður það bara
þreytandi."
Einvígi Snæfells í úrslitakeppninni við KR í
fyrra var skemmtilegt og spennandi. Réðst ekki
fýrr en undir blálokin þegar Brynjar Björnsson
skoraði þriggja stiga körfu. Hlynur viðurkennir að
það sé alltaf erfitt að jafna sig eftir stíkt tap. „Þetta
var erfitt skot og klikkar í meirihluta tílfella. Ef það
hefði geigað hefðum við farið áfram og enginn
hefði getað sagt neitt. En svona er þetta og þetta
er það sem gerir körfuboltann skemmtilegan.
Það er ekki hægt að bóka neitt og það er svo fljótt
að breytast. Þetta var náttúrulega geggjað skot en
við gerðum hrikaleg mistök í þessari sókn, það
er aðallega það sem maður er svekktur yfir. Við
gerðum þau mistök að brjóta ekki og senda þá á
vítalínuna. Við vorum þremur yfir og áttum að
senda þá á tínuna að taka tvö skot.
Þessi sería, það hefði enginn getað sagt neitt
ef Snæfell hefði farið áfram og við gátum ekki
sagt neitt af því KR fór áfram. Allir leildrnir voru
jafnir og þetta var skemmtileg sería."
Stefnir aftur út
Hlynur spilaði eitt ár í Hollandi með Woos
Aris sem hann segist hafa haft gaman af þó
körfuboltinn hafi ekki verið upp á marga fiska.
„Brandon Woods spilaði hér á landi með Njarðvík
og hann fór til Hollands eftir Islandsævintýrið.
Hann mæltí með mér, hans lið var að leita að
mönnum og ég ákvað bara að slá tíl. Ég fékk
ágætan samning og fannst kominn tími tíl að
prófa. Sá vetur var samt körfuboltalega séð alveg
skelfilegur. Það var samt gaman að prófa og
gaman að búa þama. Holland er skemmtílegt
land og fóUdð þar var mjögfínt. En körfuboltalega
DV MYND SIGURÐUR
séð var þetta alveg skelfilegt. Þeir voru með
atvinnumannalið en samt hefði liðið tapað fyrir
mörgum Uðum hér á landi. Strúkturinn þama
úti var alveg skelfilegur. Það var ekkert liðsspU,
það voru margir Kanar þama sem spUuðu
aUir fyrir sjálfan sig og aUir að reyna að fá betri
samning og svo var engin þjálfun. Reynslan var
samt mestmegnis ánægjuleg, að prófa þetta en
körfuboltalega séð voru þetta mikil vonbrigði.
HORFIR TIL FRAMTÍÐAR Hlyn Bæringsson langar að vinna titla með Snæfelli.
bestu í áratug þrátt fyrir að vera
aðeins 25 ára. Hann hefur verið
mikið í umræðunni eftir að Ólafur
Stefánsson fyrirliði handbolta-
landsliðs íslands vildi fá hann í
vörnina í handboltanum. Hlynur
hefur marga fjöruna sopið þrátt
fyrir ungan aldur, búið í Hollandi,
Bandaríkjunum og ferðast viða
um heim. Hann hefur spilað
erlendis eitt tímabil og stefnir að
þvi leynt og ljóst að spila þar aftur.