Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2008, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2008, Qupperneq 33
PV Sport FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 33 bongóblíða einu sinni sem oftar í Hólminum og leikur um kvöldið og ég ákvað bara að vera með. Mér finnst mjög gaman að spila fótbolta í góðu veðri en hins vegar jafnleiðinlegt þegar það er kalt í veðri. Það voru komin einhver 12 ár síðan ég fór síðast á fótboltaæfingu og það gekk bara furðu vel. Við gerðum jafntefli, 1-1, og ég var ánægður með mína ffammistöðu," segir Hlynur og hlær. f annað skipti sem nafn Hlyns dúkkaði upp í umræðunni og ekki tengt körfubolta var þegar Ólafur Stefánsson vildi fá hann í vörnina hjá ís- lenska landsliðinu í handbolta. Hlynur kann þó ekki mikið fyrir sér í þjóðaríþrótt íslands en gæti vel hugsað sér að prófa einn daginn. „Ég spurði Óla mjög oft þegar hann hringdi hvort hann væri að grínast. Hann hringdi í mig á þriðjudegi og sagðist æda að endurtaka leikinn á guðlegum tíma þannig að ég vissi að þetta væri ekki eitthvað spaug. Síðan var þetta magnað sím- tal. Hann fór að tala um gríska goðaffæði og fór djúpt í málin. Mér finnst sjálfum mjög gaman að pæla í hlutunum en hann pælir í ótrúlegustu hlut- um. Það var ótrúlega gaman að tala við hann. Hann hugsar miklu dýpra en næsti maður. Hann sér ekki bara handboltaleik, hann sér h'fið allt öðruvísi og er pottþéttur náungi. Ég kann ekkert fyrir mér í handbolta, ekki neitt en ég hefði alveg getað hugsað mér að prófa. Ég hef enga fordóma gagnvart því. Ef það hefði hitt betur á og þetta væri sumarsport hefði ég alveg verið til. Ólafur fékk mig til að hugsa aðeins, því í grískri goðafræði er maður sem heitir Sifisus og ég er búinn að lesa aðeins um hann. Tilgangurinn með því að segja mér aðeins frá honum er að hann var dæmdur til að velta upp steini upp fjallshLíð alla sína ævi. Hann bytjaði niðri og velti honum upp þangað til hann komst ekki hærra og byrjaði þá aftur. Þannig lýsti Ólafur að líf flestra fsíendinga væri. Að taka ekki neina áhættu og mæta bara í vinnuna og rúlla sínum steini. Hann spurði bara hvort ég vildi vera eins og hann. Þessi maður sem tekur enga sénsa og veltir bara sínum steini allt sitt h'f. Ég þekkti ekki þetta alveg en hann lýsti íslendingum svona sem er nokkuð rétt. Það fara bara allir í vinnuna, með sitt öryggi og fá greitt fyrir. Taka ekki neina sénsa í staðinn fyrir að gefa bara sldt í allt og fara bara í handbolta. En þetta var merldlegt símtal." Dúllerí hentar ekki Hlynur Bæringsson er sá leikmaður sem trúlega flestir óska að spila með en ekki á móti. Hann segir sjálfur að hann sé ósérhlífinnleikmaður. „Stundum er maður aðeins of æstur en ég held að það geri mig góðan. Ef ég næ að verða nógu æstur, þótt það fylgi því ýmsir gallar, fylgir því ákveðið keppnisskap enda er ég alveg ótrúlega lélegur ef ég næ ekki skapinu upp. Ef ég ætla að vera í einhverju dúlleríi get ég yfirleitt ekki neitt. En það sem einkennir mig er keppnisskap og ósérhlífrti. Vonandi ber framtíðin einhvem titil fyrir Snæ- fell í skauti sér. Hvort sem það er íslandsmeistara- titiUinn eða bikarmeistaratitilUnn. Bikarinn er nú nær og svo veit maður ekkert. Eins og ég segi þá vona ég að maður komist út en ég græt það ekkert þótt það gerist ekki og ég verð bara hér á landi. Það er ekki svo slæmt." benni@dv.ls Hvemig liðið æfði og fleira í kringum það var ekki nógu gott. Við vomm tveir íslendingar, það var mikið af Könum, einhverjir fjórir eða firnm og einn Ástrah í fiðinu þannig að það var töluð enska því hollenska er ákaflega erfitt mál og eitthvað sem maður grípur ekki einn tveir og bingó." Hlynur vildi vera áfram úti í atvinnumennsku en ekkert nógu gott og grípandi tilboð kom upp á borðið. Því kom hann aftur heim og fór aftur tii Snæfells. „Mér gekk ágætlega í Hollandi. Komst í stjörnuleikinn þarna úti. Það komu eitt eða tvö tilboð upp á borðið en þau voru ekki nógu spennandi bæði peningalega séð og svo heilluðu löndin ekkert rosalega. Það kom fyrirspum frá reka landsfið. Það er dýrt að reka landslið og það var dýrt fyrir mig að leggja þetta á mig. En þetta er allt að breytast til bamaðar núna og meiri memaður fyrir því að gera þetta vel. Ég kem aldrei til með að biðja um krónu fyrir að vera að þessu en ég vildi ekki tapa á því að vera í landsliðinu. Vildi koma út á sléttu. Ég var að fara að eignast dóttur og var að kaupa mér hús og þá bara leyfði þetta ekki að fara úr vinnu á hádegi. Þetta var svo svakalega mikið. Við erum að tala um 9 tíma prógramm á dag. Keyra til Keflavíkur frá Stykkishólmi, fara á æfingu, fá sér að borða og keyra aftur heim í Hólminn. Maður var að fara af stað um eitt- tvö-leytið og koma heim um miðnætti. Ég gerði þetta tvö sumur í röð, fjórum sinnum í viku. En tankurinn var bara búinn þegar maður átti að gera þetta síðasta sumar. Ég var bara kominn með svo mikla leið á þessum rúnti að það var ótrúlegt." Kínaævintýrið stendur upp úr 1 ágúst 2005 fór Hlynur ásamt Islenska landsliðinu í körfubolta til Kína að etja þar kappi við Yao Ming og félaga. Hlynur segir að það hafi verið ótrúleg lífsreynsla. „Þetta var eitthvað það skemmtilegasta sem ég hef upplifað á mínum körfuboltaferh. Þetta er ekki land sem ég skrepp til einn tveir og þrír. Maður skreppur ekkert til Kína eins og maður skreppur til Kaupmannahafnar. Það var frábært að fá að upplifa þetta. Ég er mjög forvitinn varðandi svona, að fá að skoða ný lönd og upplifa eitthvað nýtt. Það var líka frábært að sjá allt í kringum Yao Ming. Það eru tugir þúsunda sem elta hann hvert fótmál og hann er með lögregluvemd og lífverði í kringum sig. Við fórum til Sjanghæ og Peking og þar var allt rosalega stórt og mikið. Mjög vestrænar borgir en kannski í götu aðeins ofar var maður kominn einhver ár aftur í tíman. Þar var fólk í einhverjum kofum og það var þvílík eymd sem þar blasti við manni. Ég mæh eindregið með því að fara svona langt í burtu og skoða. Við áttum ekki séns í fyrri leiknum. Ég man að ég átti erfitt með andardrátt ég var einhverra hluta vegna svo þreyttur. Það var svo heitt inni í höliinni. En við stóðum okkur nokkuð vel í seinni leiknum. Við vomm yfir í hálfleik að mig minnir en það var of mikill getumunur á liðunum til að við gætum unnið þá. Það var samt ekki leikurinn sem stendur upp úr í minningunni heldur bara það að hafa farið til Kína. Körfúboltinn hefur gefið mér margt. Éghef búið í Hollandi, Bandaríkjunum þegar ég var yngri og ferðast víða. Þótt maður hafi ekki orðið ríkur á þessu stendur upp úr hellingur af minningum." Gaman að tala við Óla Stef Síðasta sumar dúkkaði nafn Hlyns upp, ekki vegnakörfuboltansheldurvegnafótboltans.Hann stóð þá í marki Snæfells gegn GG í þriðju deildinni. Snæfell fékk mikið af mörkum á sig í fótboltanum síðasta sumar en fékk aðeins eitt mark á sig með Hlyn milh stanganna. „Þjálfari Snæfells var búinn að spyrja mig lengi hvort ég vildi ekki vera með. Ég var með Fram í fótboltanum í gamla daga og aðeins með Val einhverja leiki. Ég vildi aldrei vera með þar sem ég þorði ekki taka áhættuna á því að snúa mig eða eitthvað þannig. Svo var bara Sviss og Hollandi en ég var ekki spenntur fyrir Sviss því deildin þar er ekki betri en í Hollandi. Ég vildi taka skref upp á við. Þetta var líka á þannig tíma að liðin leyfðu eins marga Kana og þeim þóknaðist. Liðin voru að taka inn Kana beint úr háskólanum sem voru sáttir við súpu og brauð í laun. Það lækkaði launin svo mikið vegna offramboðs leikmanna sem voru tilbúnir að koma svo ódýrt. Menn sem voru ekki búnir að klára neina menntun eða neitt. En ég hefði verið vel tílbúinn að vera áfram útí og ég ætla mér að fara aftur út. Ég var með umboðsmann en er ekki lengur. Mér finnst að ég þurfi að gera þetta almennilega einu sinni. Fara í betra kerfi en þetta var. Ég vil ekki hugsa tíl baka og segja; þetta var eina árið mitt útí. Það er ekkert eitt land sem ég horfi til frekar en annars, flestöll lönd heilla mig. Bara að það sé góður körfubolti og gott lið. Ég er með það mikið sjálfstraust að ég tel mig hafa getuna tíl að spila í fi'nni deild. Ég held ég getí alveg verið þessi göslari. Spilað vöm, barið aðeins frá mér og rifið niður einhver fráköst. Landið sjálft kannski skiptír ekki höfuðmáli. Þó svo að sum lönd heilli meira en önnur en maður labbar ekki inn í sterkustu deildimar. Ég get því miður ekki hringt í Jón og beðið hann um að mæla með mér," segir Hlynur ogglottir.Hlynurogkonahanseignuðustsittfyrsta bam ekki alls fyrir löngu og segir Hlynur að hann vilji vera búinn að klára atvinnumannadrauminn áður en prinsessan þeirra verði orðin sex ára. „Mér bauðst í sumar að fara tíl Ástralíu að spila í sumardeild þar í landi. Það hefði ekki verið neitt mál, maður hefði bara teldð fjölskylduna með sér. Það er líka gaman fyrir konuna að sjá og upplifa eitthvað nýtt. Maður á ekki að láta það stoppa sig sérstaklega ekki meðan bömin em það h'tíl að þau skilja ekkert. Maður selur bara eða leigir eignimar á meðan." Hefði ekki verið vinsælt að ganga í raðir Keflavíkur Hlynur er ein skærasta stjarna körfuboltans hér á landi og eðli málsins samkvæmt er hann orðaður við félagaskiptí eftir hvert tímabil. Flest ef ekki öll liðin í Iceland Express-deild karla væru tíl í að hafa einn Hlyn Bæringsson í sínu liði. Einn orðrómur sem hefúr lengi loðað við Hlyn er félagaskiptí yfir í Keflavík. „Það er kannski ekki alveg rétt að ég hafi verið nálægt því að ganga tíl liðs við Keflavík. Ég talaði bara við þá og það er allt í lagi að segja frá því en ég á marga góða vini í Keflavík. Fólk heldur oft að við leikmenn tölumst ekkert við en ég veit ekki hversu nálægt ég var að ganga í raðir þeirra. Ég hef alltaf haft á stefnuskránni að spila með Magnúsi Gunnarssyni, leikmanni Keflavíkur, en ég gat ekki farið 2005 eins og um var rætt. Það hefði ekki verið vinsælt." Hlynur var mildð í umræðunni þegar hann gaf ekki kost á sér í landsliðið vegna vinnutaps og mikils kostnaðar. Skapaðist mikil umræða í kjölfarið um kosmaðinn við að vera í landsliðinu, ekld aðeins í körfubolta heldur einnig í öðrum íþróttagreinum nema fótboltanum. „Eg held að það sé bara KSÍ sem fær svona mikinn pening frá FIFA og Evrópusambandinu. Hin sérsamböndin fá ekki mikla peninga og hafa varla efni á því að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.