Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2008, Side 42

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2008, Side 42
42 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 Helgarblaö DV Umjón: Kolbrún P. Helgadóttir. Netfang kolbrun@dv.is Skemmtilegur matur Það gengur misvel að gefa börnum að borða. Oft skiptir miklu máli hvernig maturinn er borinn fram. Notaðu hugmyndaflugið og berðu matinn fram á sem skemmtilegastan hátt fyrir barnið þitt. Hægt er að búa til ýmsar myndir á disknum, eins og broskall með grænmeti, ávöxtum, kjötbollum og fleiru og verður diskurinn þar af leiðandi stórskemmtilegur og spennandi fyrir barnið. Einnig er sniðugt að nota piparkökumót til að búa til litlar, sætar samlokur. Gerðu matartímann skemmtilegan fyrir barnið þitt. c. Holltámillimála Mikilvægt er að hafa hollt snakk við höndina þegar börnin fer að langa í eitthvað á milli mála. Bjóddu barninu upp á nokkra góða valkosti sem allir eru (hollari kantinum. Hér eru nokkrar hugmyndir að góðu og hollu snarli. í nýjasta tölublaði Gestgjafans má finna margar skemmti- legar og spennandi uppskriftir sem tileinkaðar eru börnum og unglingum. Það er hægt að gera margt annað en snjóbolta úr snjó. Nýfallinn og hreinn snjór, helst þurr púðursnjór, er eitt af því ferskasta sem maður kemst í - þegar búið er að bragðbæta hann. Best er að fylla glas af nýföllnum snjó og þrýsta létt með hendinni ofan á, ekki pressa snjóinn of þétt í glasið. Hellið síðan um það bil Vi dl af uppáhaldsávaxtasafanum ykkar yfir snjóinn og borðið strax með skeið. Þetta er ferskur og frískandi krakkadrykkur sem minnir á sorbet og er, öllum að óvörum, alveg þrælgóður í þynnku. Ferskir ávextir, skornir niður, eins og epli, perur, vfnber og appelsínur. Ferskt grænmeti, skorið niður, eins og gúrkur, gulrætur, blómkál og rófur. Litlir ostbitar Heilhveitikex Gulrótar- eða bananabrauð með smjöri Glas með nýmjólk eða vatnsþynntur ávaxtasafi Beygla með hreinum rjómaosti, hnetusmjöri eða einhverju öðru sem barninu þykir gott Jógúrt eða kotasæla Ösætt morgunkorn Poppkorn Flottureftirréttur fyrirbömin Bananar, einn á mann. Hýðið er skorið af banananum öðrum megin, langsum, en látið halda sér á botni bátanna. Smyrjið yfirborðið á banönunum með appelsínusafa svo þeir brúnist sfður og skreytið sfðan. Skreyting Hægt að nota flesta ávexti Vínber Niðurskorinn ostur (teninga Rauð papríka Jarðarber Mandarínu- eða appelsfnubátar Segl Stórar ostasneiðar settar a stóra kokkteilpinna. Annað Skrautveifur, litlir skrautfánar og tannstönglar fýrir ávaxtaskreytingu. ------J—' Myndir: Kristinn Magnússon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.