Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2008, Síða 52
60 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008
Helgarblaö PV
TÖLVUH&ÆKNI
Umsjón: Jón Ingi Stefánsson joningi@dv.is
P á 11 Svansson paiii@dv.is
GAMLIR OG GÓÐIR LEIKIRÁIPOD
Apple hefur bætt í leikjaflóruna fyrir iPod-spilarana, en nú má spila skák, kotru og
sjóorrustu I þessum vinsælu spilurum. Skák og kotru er hægt að spila (tvívídd og í
þrívídd, en hægt er að velja um þrjú erfiðleikastig. Sjóorrustan, eða Naval Battle: Mission
Commander, er nútímaútgáfa af klasslska sjóorrustuleiknum. Leikina er hægt að nálgast
á iTunes þar sem þeir kosta fimm dollara, eða um 330 krónur stykkið. Til þess að spila
leikina þarf þriðju kynslóðar iPod nano, iPod classic eða fimmtu kynslóðar iPod.
YAHOO! ÍHUGAR
STÖÐUSÍNA
Yahool sem meðal annars rekur
samnefnda leitarvél á netinu hefur
ekki tekið ákvörðun um hugsanlega
yfirtöku annars tölvurisa, Microsoft, á
fyrirtækinu. Microsoft lagði fram
tilboð í Yahoo! sem hljóðaði upp á 44,6
milljarða bandaríkjadala, en það eru
um 2.907 milljarðar króna, sem gera
um31 dal á hlut.Verði af yfirtökunni
batnar samkeppnisstaða Microsoft
gagnvart Google töluvert, en Micro-
soft hefur lengi þurft að lúta í lægra
haldi fyrir Google í samkeppni leitar-
véla á netinu. Talið er að fulltrúar
Yahool séu ekkert sérlega ánægðir
með tilboðið og þeirra ósk sé heitust
að Google komi með gagntilboð og
leyfi Yahoo! að halda sjálfstæði sínu.
SPIELBERG-LEIKUR
VÆNTANLEGUR
Stórleikstjórinn Steven Spielberg
hefur unnið þrenn óskarsverðlaun um
ævina og ætlar næst að sigra á sviði
tölvuleikjanna. I vændum er leikurinn
Boom Blox, sem mun spilast á Wii, en í
honum eiga leikmenn að byggja raðir
múrsteina og slá þær svo aftur niður.
En eins undarlega og það hljómar eiga
öll mál víst að skýrast þegar leikurinn
kemur út.„Ég er tölvuleikjamaður
sjálfur og ég vildi gera leik sem ég get
spilað með börnunum mínum," segir
Spielberg en hugmyndina að leiknum
fékk hann út frá Wii-fjarstýringunni
ótrúlegu.
JUNOVERÐUR
AÐTÖLVULEIK
Á D.I.C.E.-tölvuleikjaráðstefnunni sem
haldin er í Las Vegas þessa dagana var
tilkynnt að til stæði að gera kvikmynd-
ina Juno að tölvuleik. Juno, sem
kostaði um 500 milljónir króna í
framleiðslu halaði inn tæpum sjö
milljörðum króna í Bandaríkjunum og
er ein af farsælustu kvikmyndum
ársins. Á ráðstefnunni var ekki farið út
í smáatriði varðandi leikinn eða á
hvaða tölvu hann muni spilast. En
kvikmyndin fjallar um unga stúlku
sem verður ólétt og þarf að taka á hon-
um stóra sínum.
Nú er áriö 2008 og nýjar hasarhetjur ryöja sér til rúms. Hér á árum áður voru þaö
menn eins og Mega Man, Mario og Sonic sem réöu öllu. Nú þegar tölvuleikir gefa kvik-
myndum ekkert eftir í söguþræði og hasar er kominn tími á nýja menn. DV tók saman
yfirlit yfir helstu hetjur tölvuleikjaheimsins um þessar mundir.
NATHAN DRAKE
RESIDENT EVIL4
Leon er eitilharður nagli. Hann skaut fyrst upp kollinum (Resident
Evil 2 þegar hann var nýliði (lögreglunni og þurfti að takast á við
heila borg af uppvakningum. í Resident Evil 4 og sex árum síðar
er hann farinn að vinna fyrir leyniþjónustu Bandaríkjanna og
hefur verið sendur til að bjarga dóttur forsetans. Leon skýtur
uppvakninga (augað á milli þess sem hann segir kaldhæðnis-
lega fimmaurabrandara. Granítkjálkinn tekur eitt í ennið áður
en hann gefst upp.
UNCHARTED: DRAKE'S TERRITORY
Nathan Drake er einhvers konar blanda af frænda sínum Indiana Jones og Löru
Croft. Ævintýramaður og gullgrafari sem veigrar sér ekki við að klifra í hæstu
björgum, sveifla sér (köðlum og skjóta þá í ennið sem standa (vegi hans. En á
meðan er hann órakaður, nett dónalegur og fyndinn. Án nokkurs vafa eiga eftir
að koma fleíri leikir með ævintýrum Nathans, svo sitjið spennt.
LEON S. KENNEDY
JOHN SHEPARD
MASS EFFECT
Geimnjósnarinn John Shepard er óKkur öðrum hetjum að því leyti að hann
getur skipt um kyn, vilji leikmaðurinn heldur stýra konu. En sama af hvaða kyni
hann er, Shepard er reyndur hermaður sem man tlmana tvenna í geimnum.
Hann gekk nýlega til liðs við Spectre-leyniþjónustuna og veit hvað þarf að gera
til þess að vernda pöpulinn, sama hvað það kostar. John Shepard er einhvers
konar blanda af Yuri Gagarín, James Bond og Gordon Freeman.
ALTAIR
ASSASSIN'S CREED
Altair er leigumorðingi í Mið-Austurlöndum á sama tíma og krossferðirnar voru,
eða rétt fyrir 1200. Altair merkir sá sem flýgur á arabísku og það er einmitt það
sem okkar maður gerir. Hann læðist (skuggunum, hoppar á milli húsþaka, sker
menn á háls og brosir aldrei. Assasins Creed þótti einn af bestu leikjum síðasta
árs. Ekki hefur verið gefið upp hvort fleiri leikir verði gerðir með Altair í
aðalhlut- verki, en eitt er vlst, að það væri meira en kærkomið.
NERO
DEVILMAYCRY4
Nero er ný persóna (Devil May Cry-leikjunum, en þeir Dante og
Vergil hafa verið í aðalhlutverki áður. Nero er í Reglu sverðsins,
sem berst gegn djöflum og vættum. Hann klæðir sig í frakka
og gallabuxur. Gengur um með grimmasta hólksem sést
hefur og sverð í stfl. Hægri handleggur hans er eins og
handleggur á djöfli og þaðan dregur hann ofurkrafta sína.
Nero er svæsinn djöfull.
Enn eitt áfallið fyrir sænsku skráaskiptisíöuna:
Danir loka
Danskur domstóll hefur komist að þeirri
niðurstoðu að þarlent fjarskiptafyrirtæki,
Tele2, eigi að loka aðgangi viðskiptavina
sinna að sænsku skráaskiptivefsíðunni
Pirate Bay. Úrskurðurinn kemur í kjölfar
beiðni frá Alþjóðasamtökum hljómplötu-
framleiðenda (IFPI).
Tele2 er eitt af stærstu fjarskiptafyrirtækj-
um Danmerkur og hefur um 4% markaðs
hlutdeild meðal danskra netnotenda, sem
telja um tvær milljónir. Hefur fyrirtækið
ákveðið að una urskurði dómstólsins.
Þetta er enn eitt áfallið fyrir The Pirate Bay,
en í siðustu viku voru fjórir aðstandendur
vefsíðunnar ákærðir af sænskum yfirvöld-
á Pirate Bay
um fyrir að stuðla að óiogiegri dreifingu
höfundarréttarvarins efnis.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem danskir
dómstólar úrskurða að Tele2 eigi að loka á
vefsiður, því árið 2006 var fyrirtækinu gert
að loka aðgangi tölvunotenda að rúss-
nesku tónlistarsíðunni AllofMP3.com.
Fyrirtækið fór eftir úrskurðinum, sem hafði
þó ekki tilætluð áhrif þar sem auðvelt
reyndist fyrir tölvunotendur að komast
framhjá læsingunni.
joningi(<Pdv.is
The Pirate Bay Tele2
mun loka á vefsíðuna.