Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2008, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2008, Side 29
DV Fólkið ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2008 29 ÁRNIVILHJÁLMSSON, SÖNGVARI FM BELFAST FLUTTI OG SIGRAÐ Árnl Vilhjálmsson var settur í akstursbann og andmælti með tilvísun í meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Vinur Árna, Bergur Ebbi Benediktsson, söngvari Sprengjuhallarinn- ar, var honum innan handar í réttarsalnum en Bergur er lærður lögfræðingur. Árni vann málið. „Þetta var fellt úr gildi, við unnum," segir Ami Vilhjálmsson, söngvari hljómsveitarinnar FM Belfast, en DV greindi frá því 4. febrúar að Arni hefði talað máli sínu sjálfur í héraðsdómi vegna umferðarlagabrots. Arni naut þó aðstoðar félaga síns, Bergs Ebba Benediktssonar, söngvara Sprengjuhallarinnar. Bergur er lögfræðimenntaður maður, en hefur ekki orðið sér úti um málflutningsréttindi ennþá. Þannig var mál með vexti að 2. ágúst síðastliðinn gómaði lögregla Arna fyrir að aka gegn rauðu ljósi og stöðvaði hann. Þar sem Arni var enn með svokallað bráðabirgðaökuleyfi komst lögregla að þeirri niðurstöðu að hann skyldi sæta ökubanni. í því felst að Árni þarf að sitja sérstakt námskeið og taka bílprófið á nýjan leik. Það sem gerði málið sérstakt er að akstursbannið átti að taka gildi tveimur vikum efdr að Ámi fengi fúllnaðarskírteini. f málflutningnum vísaði Arni meðal annars í meðalhófsreglu stjórnsýslulaga þar sem sagt er að stjórnvald megi ekki taka íþyngjandi ákvörðun ef hægt sé að ná markmiðinu með vægara móti. „Svo ég held mínu fullnaðarskírteini. Þarf bara að fara niður í Borgartún ogsækjaþað," segir Árni. „ Mér líður stórkostlega vel. Ég reiknaði ekki með því að þetta myndi fara svona. Undirbjó mig undir að þetta myndi fara á hinn veginn og bjóst við að þurfa að taka strætó og leigubíl til þess að komast leiðar minnar." Bergur Ebbi útskrifaðist sem lögfræðingur árið 2007 og hefur síðan þá unnið hjá Útfhltningsráði. „Að sjálfsögðu var akstursbanninu aflétt enda var Ami beittur ranglæti af stjóm- völdum. Auk þess erum við Ámi sigurvegarar í lífinu og látum ekki sjá okkur í dómsal nema til að vinna," segir Bergur af mikilli hógværð um málið. Tónlistarmenn hafa löngum lotið í lægra haldi gegn lagabókstafnum, eins og segir í laginu I Fought the Law, sem flutt hefur verið af ýmsum tónlistarmönnum í gegnum tíðina. Ljóst er að þeir félagar geta því lagt drög að nýju lagi, til mótvægis við það gamla. don@dv.is sm Árni Vilhjálmsson, söngvari hljómsveitarinnar Fm Belfast Flutti eigið mál fyrir héraðsdómi og vann. s’V ’• %__f OPNAÐUR ÁNÝÍWIA r lokað síðasta haust, eftír i íbúum. Staðurinn mun verða opnaður á ný í mars á nýjum stað en nákvæm staðsetn- ing hefur enn ekki verið gefm upp né heldur nákvæm dag- setning. Jolene Bar komst fljótt á kortið í Kaupmannahöfn og var valinn einn af heitustu stöðum borgarinnar í byens bedste net- kosningu árið 2007. Tónlistarmaðurinn Mugison var á sunnudaginn útnefndur „Sómi Súðavíkur". I viðurkenningarskjali sem sveitarstjóri Súðavíkur, Ómar Már Jónsson, veittí tónlistarmann- inum kemur fram að popparinn hafi með dugnaði sínum og sköpunar- gleði verið öðrum í sveitarfélaginu fyrirmynd. 1 viðtali við heimasíðuna bb.is segir Mugison: „Þetta er mesti heiður sem mér hefur hlotnast í við- urkenningarformi. Þetta var helvíti töff. Rúsínan í pylsuendanum var verðlaunin sem ég fékk en bær- inn minn ætlar að föndra fyrir mig sautján þúsund eintök af plötunni minni." Bergur Ebbi Benediktsson Var Árna innan handar í dómsalnum og segir ekki annað hafa komið til greina en sigur. ERPURMEÐ ROMMKLÚBB Rapparinn Erpur Eyvindarson hefúr löngum verið þekktur fyrir aðdáun sína á rommi. Nú hefur Erpur stofnað klúbb í kringum ástríðu sína og heitir sá The Maradona Social Club. Aðgangur í klúbbinn er nokkuð takmarkaður, en þeim sem vilja kynna sér um hvað hann snýst og jafnvel sækja um inngöngu er bent á að fara á Hótel Keili í Keflavík 21. febrúar. Þar verður sérstök rommkynning, Tómas R. Einarsson tekur nokkur lög og að sjálfsögðu verða meðlimir klúbbsins á staðnum. ÓLAFUR F. MAGNÚSSON HEFUR SETT 339 FERMETRA GLÆSIHÓS SITT í FOSSVOGINUM Á SÖLU: Ólafur F. Magnússon Borgarstjórinn flytur sig um set. Vogaland 5 339 fermetra villa borgarstjórans er komin á sölu. SELURVILLUNA Ólafúr F. Magnússon, borgarstjóri Reykjavíkur, hefur sett heimili sitt, Voga- land 5, á sölu. Húsið er einbýli í Fossvog- inum og er 339 fermetra villa. Brunabóta- mat á húsinu, sem er á tveimur hæðum, er 42.650.000 krónur en fasteignamatið er 56.950.000 krónur. Þrátt fýrir samdrátt á fasteignamarkaði undanfarnar vikur má búast við því að hús borgarstjórans rjúki út enda á besta stað í borginni og sérlega glæsilegt. í lýsingu Re/Max á húsinu segir að það sé einkar fjölskylduvænt og með stórum garði og heitum potti. „Komið er inn í rúmgóða, flísalagða forstofu með tveim tvöföldum fataskápum. Úr anddyri er komið inn f rúmgott hol þaðan sem gengið er upp á efri hæð hússins," segir meðal annars í lýsingunni en í húsinu eru ein átta herbergi. Þar af tengjast hjónaherberginu „fataherbergi og stórt sérbaðherbergi með hvítum innréttingum og baðkari". Glæsilýsing hússins heldur svo áfram og endar á orðunum: „Sjón er sögu ríkari." Blaðamaður DV heimsótti Ólaf á sunnu- daginn og var þá stöðugur straumur fólks í Vogalandið sem vildi berja villuna augum. Ekki liggur ljóst fyrir hvers vegna Ólafur er að flytja eða hvort hann sé búinn að finna sitt nýja heimili. asgeir@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.