Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2008, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2008, Page 32
Litlar santlokur + lítit) gosglas 399 kr. 100 kr. 499 kr. FRÉTTASKOT 51 2 70 70 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta. Fyrir fréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðist 25.000 krónur. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðist allt að 50.000 krónur. Alls eru greiddar 100.000 krónurfyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2007 ■ DAGBLAÐIÐ VlSIR STOFNAÐ 1910 * 1.W ’JPA Stefnir FLGroup fyrir vanefndir Kaupfélag Árnesinga hefur stefnt FL Group vegna vanefnda og fór aðalmeðferð málsins fram í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. Kaupfélag- ið, sem hætt hefur störfum, lenti í greiðslustöðvun fyrir nokkrum árum og í kjölfarið var samið við flesta aðila sem það átti í viðskipt- um við. Angi starfseminnar tengdist ferðaþjónustu og námu útistand- andi skuldir Flugleiða við félagið nokkrum milljónum. Kaupfélagið fór í mál við Sparisjóð Mýrarsýslu árið 2005 vegna anga af sama máli en því var vísað frá dómi. DV tekur breytingum Allnokkrar breytingar verða á DV frá og með deginum í dag. Fréttasíðum fjölgar og aftari hluti blaðsins tekur breytingum. Meðal þeirra breytinga má nefna að ný síða helguð fréttum af fólki birtist í íyrsta sinn í dag og sjónvarps- dagskráin tekur breytingum. Einnig hefur göngu sína ný síða þar sem áhersla er lögð á ættfræði og afmælisbörn dagsins. Markmiðið með þessum breytingum er að efla DV enn frekar og halda þannig áfram sókn blaðsins. Vilja að bæjarfull- trúinn víki Bæjarfulltrúinn Gunnar Helga- son mótmælir ásökunum minni- hluta bæjarfulitrúa í Vogunum varð- andi ólöglegt sumarhús sem hann byggði í Breiðagerði 3 nálægt Vogum á Vamsleysuströnd. Sjálfur er Gunn- ar formaður byggingar- og skipu- lagsnefndar en nefndin hafnaði beiðni hans um stöðuleyfi hússins á fundi nú fyrr í febrúar. Bæjarfulltrú- ar minnihlutans hafa krafist þess að Gunnar víki úr starfi sem formað- ur nefndarinnar á meðan unnið er í málinu. Andmælaréttur er ekki lið- inn og málið því í pattstöðu enn sem komið er. ÞarfClapton að framvísa vottorði? Hómópatalyf eru seld í apótekum þrátt fyrir að ekki hafi verið sýnt fram á virkni þeirra: LYFSALARNIR FETA í FÓTSP0R GRÆÐARA 1 Matthías Halldórsson aðstoðarland- læknir segist fullur efasemda vegna þeirrar ákvörðunar sumra apóteka að selja hómópatalyf í apótekum. Mikilla efasemda gætir í vísinda- heiminum um gagnsemi hómópata- lyfja en það kemur ekki í veg fyrir að þau séu seld í apótekum. Eitt þeirra apóteka sem bjóða hómópatalyf til sölu er Skipholtsapótek sem hefur auglýst þessar vörur undanfarið. Ekki mikil trú á gagnseminni Matthías Halldórsson aðstoðar- landlæknir segir vissulega umhugsunarvert að apótek skuli selja hómópatalyf, þó landlæknis- embættið hafi aldrei skipt sér af slíku. „Apótekin selja nú ýmislegt, allt frá lakkrís til fæðubótarefna. Apótekin eru auðvitað partur af heilbrigðis- starfsemi og gerir það mann eilítið hugsi, því þetta myndi flokkast undir starfsemi græðara. Engu að síður tíðkast þetta í apótekum um allan heim að þau selji hómópatalyf." „Það er tilhneiging til að vera umburðarlyndur gagnvart þessu þótt maður hafi kannski ekki mikla trú á að þetta geri gagn. Fólk verður bara sjálft að ráða því. En maður er fullur efasemda með að það sé verið að selja hómópatalyf í apótekum. En það er Lyfjastofnun sem fjallar um lögmæti þeirra sem slíkra" Selja vöru en ekki lækningu Hjá Skipholtsapóteki fengust þær upplýsingar að ágætis sala væri í hómópatalyfjum innan viss hóps. Andri Jónasson lyfjafræðingur hjá Skipholtsapóteki segir ekki óvenjulegt að hómópatalyf finnist í apótekum. „Ég sel bara vörurnar ekki lækninguna, ég býð að vísu upp á þjónustu þar sem hómópati ráðleggur þeim sem vilja einhveija fjóra tíma á viku". SIGUROUR MIKAEL JÓNSSON bladamadur skrifar: mikaekwdv.is Kári Sturluson fór hamförum gegn Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni: Umkringd fuglum Vetrarhörkurnar að undanförnu hafa ekki síður verið slæmarfyrir dýrin en manneskjur. Fuglarnirtóku því þess vegna vel þegar þessi kona fór niður að Tjörn og gaf þeim að borða. DVmyndSiguröur Bloggari bað borgarstjóraefni afsökunar Á bloggi Kára Sturlusonar tón- leikarahaldara um helgina var að finna mjög rætin skrif um Vil- hjálm Þ. Vilhjálmsson. Kári talaði þar um að Vilhjálmur væri alkó- hólisti og furðaði sig á því af hverju Vilhjálmur þyrfti ekki að framvísa heilbrigðisvottorði líkt og kollegi hans, Olafur F. Magnússon, gerði. Hann rakti síðan dæmi um það hvernig Vilhjálmur hefði orðið sér til skammar á fundi borgarstjórnar. Kári er bróðir Oddnýjar Sturludótt- ur, borgarfulltrúa fyxir Samfylking- una. Kári segir að hann vilji lítið tjá sig um umrædda bloggfærslu. Hann segist hafa áttað sig á því skömmu eftir að færslan fór á vef- Kári Sturluson „Ég klppti þessu strax út af vefnum og bað Vilhjálm auðmjúklega afsökunar," segir Kári. inn að skrifin væru meiðandi fyr- ir æru Vilhjálms og ákvað því að taka færsluna út skömmu síðar. DV náði hins vegar afriti af text- anum áður en færslan hvarf. Kári segist hafa sent Vilhjálmi tölvupóst og beðið hann innilega afsökunar. Aðspurður hvort hann hafi fengið einhver viðbrögð frá Vilhjálmi eft- ir umrædda bloggfærslu segir Kári að hann hafi ekki enn fengið svar. „Hann hefur örugglega nóg að gera þessa dagana," segir Kári. Eftir að færslan birtist ákvað Kári að loka bloggsíðu sinni fyr- ir fullt og allt en hann var einn af fjölmörgum bloggurum sem not- ast við Moggabloggið. „Ég ákvað að vera ekkert að fikta við þetta dót meira. Ég ákvað að loka jjessu bara alveg," segir Kári en hann hef- ur staðið í ströngu þessa dagana við að koma tónlistargoðinu Eric Clapton til landsins. einar@dv.is „Ég sel bara vörurnar, ekki lækninguna." Ekki sýnt fram á virkni Rannveig Gunnarsdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, segir í viðtali við DV að ekki sé gerð athugasemd við sölu apóteka á hómópatalyfjum enda séu þau inni í Evrópulöggjöfinni. „Við gefum leyfi fyrir hómópata- lyfjum, en í Evrópu er hefðin fyrir hómópatíu miklu meiri og eldri heldur en hér. Þetta er grein sem er að byrja að þróast hérna heima, og nokkrir hérlendis sem hafa menntað sig á þessu sviði í Bretlandi meðal annars. Hómópatalyfin falla undir Evrópulöggjöfina en það má ekki auglýsa þau sem svo að þau lækni, enda hefur ekki verið sýnt fram á að þau hafi einhver áhrif." Yahoo hafnaði Microsoft Yahoo hafnaði yfirtökutilboði Microsoft á þeim forsendum að það sé of lágt. Stjórn Yahoo vill að minnsta kosti 40 bandaríkja- dollara á hlut en tilboðið hljóðaði upp á 31 dollara, samtals 44,6 milljarða doliara eða rúma 3 þús- und milljarða króna. Jerry Yang, forstjóri Yahoo, hyggst sannfæra hluthafa um að hann geti fengið hærra tilboð eða komið með áætlun um vöxt í net- auglýsingatekjum. Markaðurinn gæti allt að tvöfaldast fyrir 2011 en Yahoo hefur misst markaðs- hlutdeild til Google og síðna eins og Myspace og Facebook. Grensásvegl 51 Reykjavík i Sfmi 588 8585 Opib alla daga 11:00 - 22:00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.