Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2008, Side 15
DV Sport
FIMMTUDAGUR 3. APRlL 2008 15
Fimmtudagur 3. apríi 2008
LIVERPOOL ER I GOÐRI STOÐU I MEISTARADEILDINNI EFTIR 1-1 JAFNTEFLI GEGN ARSENAL í GÆR. BLS. 16
„Myndi hjálpa ef frumkvæöið kæmi frá KSÍ,“ segir Þóra Helgadóttir:
Ekkert útilokað hjá Þóru
Markvarðamál íslenska kvennalandsliðsins
í knattspymu eru í uppnámi eftir að Guðbjörg
Gunnarsdóttir, markvörður Vals, sleit hásin í
Lengjubikarleik gegn KR í íyrradag. Guðbjörg
hefur verið ásamt Þóru B. Helgadóttur besti
markvörður fslands og tók landsliðssæti þeirrar
síðarnefridu þegar Þóra lagði landsliðsskóna á
hilluna vegna persónulegra ástæðna i fyrra.
Landsliðið á fyrir hendi í sumar og haust þrjá
leiki sem skera úr um það hvort íslenska lands-
liðið komist á úrslitamót Evrópukeppninn-
ar. „Þetta er svo sannarlega gífurlega mikilvæg
verkefni sem eru fram undan. Það fyrsta sem ég
hugsaði þegar ég heyrði fréttimar var samt ekk-
ert hvort ég ætti að koma aftur heldur hversu
svekkjandi þetta er fyrir Guggu [Guðbjörgu] og
landsliðið," sagði Þóra þegar DV hafði samband
við hana í gær.
Þóra leikur í atvinnumennsku með belgíska
liðinu Anderlecht og sinnir mikilvægu starfi
með. Vegna þessa hætti hún með landsliðinu í
fyrra og bar við persónulegum aðstæðum. Nú
situr Sigurður Ragnar uppi með tvo líklega kosti.
Söndm Sigurðardóttur, óreyndan markvörður
Stjömunnar, og fyrrverandi landsliðsmarkvörð-
inn Maríu Björg Ágústsdóttur sem er nýkomin
aftur í boltann eftir tveggja ára fjarveru.
„Ég get engan veginn stokkið aftur í lands-
liðið strax, ég er svona að velta þessu fyrir mér
eins og staðan er núna. Svo veit ég heldur ekkert
hvort ég er velkomin aftur í landsliðið. Eitt er
allavega víst að ég hætti ekki vegna áhugaleys-
is enda hefur landsliðið verið stór partur af lífi
mínu undanfarin ár. Ég er vel tilbúin að ræða
við knattspymtiforystuna en það myndi hjálpa
ef frumkvæðið kæmi frá henni," sagði Þóra við
DV í gær. tomas@dv.is
Þóra B. Helgadóttir
Útilokar ekki endur-
komu í landsliðið.