Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2008, Blaðsíða 92

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2008, Blaðsíða 92
92 FIMMTUDAGUR 24. APRlL 2008 Fólkið DV BALTASAR KORMÁKUR STENDUR í STÓRRÆÐUM: Baltasar Kormákur Hefur upptökur á Run for Her Life í maí £1 P , -ijé ' á Diane Kruger Á hraðri uppleið í Hollywood, og stekkur um borð (lest Baltasars. Dermot Mulroney Hefur marga fjöruna sopið í Hollywood. Upptökur á Hollywood-kvikmyndinni Run for Her Life hefjast í maí. Leikstjóri myndarinnar er Baltasar Kormákur en leiöa má líkum að því að Mýrin hafi fleytt honum svo langt. í kvikmyndinni leika þau Dermot Mulroney og Diane Kruger en sú síðarnefnda er talin upprennandi stjarna í Hollywood. Leikstjórinn Baltasar Kormákur er kominn inn fyrir í Hollywood. Eftir að hafa staðið við þrösk- uldinn ífá árinu 2005 með kvikmyndina A Little Trip to Heaven þurfti ekki Juliu Styles og Forrest Whitaker til þess, heldur Ingvar E. Sigurðsson og Ólafíu Hrönn Skúladóttur. Mýrin fór sigurgöngu um heiminn og setti Baltasar á þann stall sem hann er á í dag. Myndin hefur verið sýnd í Banda- ríkjunum að undanförnu og fær 75 í einkunn á heimasíðunni metacritic.com, sem reiknar með- altal allra dóma sem birtast um myndina. Næst á dagskrá hjá leikstjóranum er spennumyndin Run for Her Life, þar sem Balti stígur sín íyrstu skref í Hollywood-heiminum. í aðalhlutverkum myndarinnar eru Dermot Mulroney og Diane Kruger. Dermot ætti að vera öllum kvikmynda- áhugamönnum kunnugur. Hann hefur leikið í kvikmyndum á borð við Zodiac, My Best Friends Wedding, About Schmidt og einnig fáeinum þátt- um af Friends. Diane Kruger er rísandi stjarna í Hollywood, rétt eins og Baltasar. Hún fór með hlutverk Helenu fögru í myndinni um Tróju, og hefur leikið í ævintýramyndinni National Treas- ure ásamt Nicholas Cage. Þá hefur hún einnig leikið í evrópsku verðlaunamyndunum Good- bye Bafana og Joyeux Noél. Hún er forkunnar- fögur og er sögð eiga framtíðina íyrir sér. Hand- ritshöfundur myndarinnar, Christian Escario, er þó óreyndur, en samkvæmt heimasíðunni imdb. com, er þetta hans fyrsta handrit sem er framleitt, en hingað til hefur hann starfað sem tökumaður. Þá hefur verið fenginn John Claflin til að fara yfir handritið ásamt Baltasar. John er þekktur hand- ritalæknir, en þeir eru fengnir til þess að betrum- bæta handrit og endurskrifa þætti sem leikstjóra og framleiðendur greinir á um. Claflin þessi hef- ur skrifað urmul handrita, meðal annars að róm- antísku gamanmyndinni Fools Gold sem var í bíó fyrir skömmu. í nýlegu viðtali við Baltasar í Fréttablaðinu kom fram að upptökur á myndinni ættu að hefjast innan skamms, eða í seinni hluta maímánaðar. Kvikmyndin gerist í Mexíkó og fjall- ar um úrræðalausan lögfræðing sem hefur brugð- ið á það ráð að fara yfir landamærin í því skyni að kaupa líffæri handa veikri dóttur sinni, ólög- lega. Fljótlega kemst hann á snoðir um viðamikið samsæri, sem felur í sér að ung börn eru myrt, svo hægt sé að selja úr þeim líffærin. Lögfræðingur- inn þarf því að ákveða sig hvort hann vilji bjarga eigin dóttur, eða fjölda saklausra barna. Run for Her Life verður frumsýnd í Bandaríkjunmn árið 2009. dori@dv.is SMÁFUGLAR ÁCANNES Stuttmynd íslenska kvik- myndagerðarmannsins Rúnars Rúnarssonar, Smáfuglar eða 2 Birds, hefur verið valin til að taka þátt í aðalkeppninni á Cannes- verðlaunahátíðinni. Þetta er ein- staklega mikill heiður fyrir Rúnar en einungis tólf myndir voru valdar úr hópi tæplega fimm þús- und mynda en jafnframt er þetta fyrsta íslenska myndin sem kepp- ir á hátíðinni. Smáfuglar var tekin upp í ágúst á síðasta ári í herstöð- inni sem var á Keflavíkurvelli. Myndin er fimmtán mínútna löng, einföld í uppbyggingu. Zik Zak sá um framleiðslu myndar- innar og segja forsvarsmenn fýr- irtækisins myndina eflaust eiga eftir að vekja mikið umtal. „Verk- efnið er djarft og sýnir fram á vilja Rúnars að staðna aldrei og sífellt þróa sinn persónulega stíl." SMEKK- LEYSA HÆTTIR Plötubúðin Smekkleysa hefur verið athvarf framsækinna tónlist- arkaupenda frá því í október 2004. Verslunin var fyrst starfrækt í Kjör- garði, því næst við Klapparstíg 27 og nú síðast við Laugaveg 28. Margt innlent tónlistarfólk hefur komið fram í Smekkleysu í gegnum tíðina auk erlendra kanóna. Nú er hins vegar svo komið að versluninni verður lokað um helgina og verður síðastí opnunardagur Smekkleysu á laugardaginn. Að sjálfsögðu verða góð tilboð á vínylplötum, geisla- diskum og DVD-diskum allt til lok- unar á laugardag. Samkynhneigði ofurbloggarinn Per- „Myndbandið á að vera gamansamt en Friðriki Ómari og Regínu Ósk. Gussi syng- hrifningu sinni á myndbandinu. Perez er ez Hilton bloggar um framlag Islands til þettaeralvörulagogvirkilegasvonasam- ur lagið fyrir vefmyndavél og fýrr en varir einn af fyrstu slúðurbloggurunum svo- Eurovision á heimasíðu sinni perezhilt- kynhneigt," segir Perez um myndbandið er hann mættur á sviðið með tvíeykinu. kölluðu í Bandaríkjunum. Hann hefur á on.com Perez hrífst af laginu og spyr les- sem hann setur í flokkinn Gay Gay Gay á Ekki er langt síðan Perez bloggaði um undanförnum árum náð ótrúlegum vin- endur sína hvað sé „samkynhneigðara en síðunni sinni. Myndbandið sýnir Draupni Pál Óskar og myndbandið hans við lagið sældum og er orðinn fastagestur á rauða samkynhneigð", jú framlag íslands til Eur- Rúnar Draupnisson í hlutverki Gussa sem Allt fýrir ástina. Perez setti það myndband dreglinum og í samkvæmum fræga fólks- ovision. er aðdáandi Eurobandsins með þeim einnig í flokkinn Gay Gay Gay og lýsti yfir ins. Ofurbloggarinn Perez Hilton tjáir sig um framlag íslands til Eurovision: „SAMKYNHNEIGÐARA EN SAMKYNHNEIGÐ' Perez Hilton og hundurinn hans Teddy Segir framlag (slands vera samkynhneigðara en samkynhneigðin sjálf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.