Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2008, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2008, Blaðsíða 37
DV Helgarblað FIMMTUDAGUR 24. APRlL 2008 37 • • BJARNI SKÚLI KETILSSON „Veðravítið á Bolungarvík varð til þess að ég ákvað að snúa mér alfarið að myndlistinni," segir myndlista- og skólalista- maðurinn Bjarni Skúli Ketilsson. Hann býr og starfar i Hollandi, en er staddur hér á landi til þess að opna sýningu sína„Enn mun reimt á Kili" í Listasafni Skagafjarðar. hafa margir af fremstu listmálurum heims einmitt komið frá Hollandi, hefurðu skoðað það eitthvað sérstaklega? „Það er nú gaman að segja frá því að á Akureyri valdi ég í námsvali að stúdera einn frægasta listmálara heims, hollenska meistarann Van Gogh. Um þetta leyti kynntist ég eiginkonu minni Arianne, sem þá var að vinna við sjúkraþjálfún á Akureyri. Um páskana það árið fórum við til foreldra hennar í Enschede og þar sótti égum í listaakademíunni AKI. Ég komst inn, eftir viðtal og annað slíkt og því lá leiðin til Hollands, nokkuð sem Arianne var eiginlega ekkert með á stefnuskránni. Það var því eiginlega ég sem dró hana aftur til heimalandsins," segir Bjami Skúli hlæjandi. Erró kenndi mér vinnuaga „Það var alltaf ædunin að snúa aftur til fslands, en raunin hefur reyndar orðið önnur. Ég fékk vinnu við leikmyndahönnum hjá þekktum grínleikara sem heitir Herman Finkers, eins konar Ladda Hollendinga, síðan setti ég upp eigin málverkasýningu í Þýskalandi, sem gekkmjögvel og aðra í Hollandi. Ég gerði mér líka fljótlega grein fýrir því að markaðurinn fyrir mig var mun betri í Hollandi, en hér heima, mörgum sinnum stærri og fleiri tækifæri. En þetta er vinna, það þýðir ekkert að vera að bíða efdr því að andinn komi yfir mann, maður verður bara að vinna frá morgni til kvölds. Það kenndi Erró mér, þegar hann hélt fyrirlestur um sín vinnubrögð á Akureyri á sínum tíma. Vinnuaginn er mikilvægur og þetta hefur skilað sér með aganum." Á yfir 1200 útvarps- leikrit og sögur En hvaðan fœrðu hugmyndir, þú þarft óneitanlega að fá þœr eða hvað? „]ú, égslepp ekkertundanþví," segir Bjami Skúli og brosir. „ Alveg frá því að ég keypti mér mitt fyrsta kassettutæki þegar ég var tólf ára, 1978, þá hef ég safnað leikritum úr útvarpi og sögum. Ég vann í bæjarvinnunni, sópaði götur og annað á Akranesi og keypti mér tækið fýrir þau laun. Ég á sem sagt mikið safn af útvarpsleikritum og sögum og þetta nota ég meðan ég er að vinna, þá fer ímyndunaraflið af stað. Ég á um 1.200 útvarpsleikrit og sögur á kassettum og þetta hefur verið mér mikil uppspretta hugmynda. Það má eiginlega segja að ég fái mínar hugmyndir úr fjölmiðlum, daglegu lífi ogþess háttar." Sterkar taugar til sjávarplássa Á heimasíðunni þinni er hcegt að sjá verkin þín og þar sér maður til dœmis háan stromp og báta? Er þetta ekki Sementsverksmiðjan og útgerðin áAkranesi? „Jú, jú, ég hef sterkar taugar til sjávarplássanna sem eiga undir högg að sækja hér á landi og ég vil meina að ég hafi orðið að manni á þeim tíma sem ég dvaldi í Bolungarvflc. Þar var ég í öllu, tónlist, leiklist og myndlist. Þetta var mjög góður skóli. Og þótt ég sé Skagamaður finnst mér eiginlega hvergi fallegra en á Bolungarvík. Hefði ég verið lengur þar en raun ber vitni, árin 1991-1993, hefði ég sennilega ekkert farið þaðan. Það eru hættuleg Qöll þama fyrir vestan, þau toga einhvem veginn í mann." Opnar sýningu í Listasafni Skagafjarðar En þá að núinu. Sýningin sem Bjarni Skúli opnar um næstu helgi í Listasafni Skagafjarðar ber eins og áður sagði yfirskriftína Enn mun reimt á Kili og vísar til þjóðsögunnar af Reynistaðabræðrum, sem árið 1780 urðu úti við flutninga á fjölda kinda og hesta norður yfir Kjöl, nánar tílteldð á Beinhóli. Lflc þeirra fundust ekki fyrr en um sextíu árum síðar í klettaspmngu. Er því margt á huldu í sambandi við þetta dularfulla mál. Fyrir tveimur árum hélt Bjami Skúli sýningu á verkum tengdum þessari sögu í Hafnarborg í Hafnarfirði, en nú hafa bæst við fleiri verk og verkefnið undið upp á sig. Kveikjan að sýningunni var útvarpssaga sem Bjami Skúli heyrði Gísla Halldórsson leikara lesa í Rfldsútvarpinu árið 2001. Dulúðleg stemning Ásamt tuttugu og sex otíumál- verkum á sýningunni verður einnig að finna svokallaða „innsetningu", en Jón Þórisson leikmyndahönnuður og Bjami Skúli hafa í sameiningu hannað sviðsmynd fyrir hana. f tengslum við hana verður málverk, sem er um tuttugu og sjö fermetrar að „Grána" eftir Bjarna Skúla Hryssan Grána, sem Gránunes er skírt eftir, lifði af hörmungar þær sem Reynistaða- bræður lentu I en síðar varð að lóga henni vegna áverka og slæms ástands. IfifiB stærð. Þá verða á sýningunni einnig áhrifahljóð, sem Helgi Kristinsson hefur hannað. Þá verður hljóðdiskur leikinn á sýningunni þar sem Jóhann Sigurðarson leikari les samantekt Jóns Gunnars um sögu Reynistaðabræðra. Sigurvaldi Helgason og Baldur Ketilsson sáu um hljóð og tónlist. „Sýningin verður öll lýst á sérstakan hátt og ljóðin verða tíl dæmis sett í sandblásið gler, svo verða einnig spiluð leikhljóð og frumflutt verður tónverk þar sem reynt er að gefa hlustandanum tilfinningu fyrir því hvemig er að verða útí. Það er eftír Baldur bróður minn sem naut aðstoðar kirkjukórs Akraness og margra annarra þekktra tónlistarmanna. Magnaður textí Jóns Gunnars nýtur sín vel í þessu," segir Bj ami Skúli og geislar af eftirvæntíngu. „Ég vil reyna að skapa dulúðlega stemningu og nota til þess sem flest skynfæri mannslíkamans; heym,sjón og svo framvegis. Unnar Ingvason safnstjóri og sá fjöldi einstaklinga sem hafa komið að vinnslu sýningarinnar fá hér með mínar þakkir," segir Bjami Skúli. Sýningin stendur frá 27. apríl til 18.maí, en sérstök skólasýning verður frá 18.-25. maí. Útvalinn skólalistamaður Þegar Bjarni Skúli fer til Hollands að nýju, tekur við skipulagning á næstu málverkasýningu og annarri vinnu, en segja má að hann sé svokallaður „skólalistamaður". Árið 2005 fékk hann nefnilega inngöngu í sérstakt eins árs nám, sem er fjármagnað af hollenska rfldnu og miðar að því að sérmennta listamenn til þess að hanna listaverkefhi fyrir skóla landsins og gera umhverfi þeirra enn meira aðlaðandi. Aðeins em teknir inn tólf í einu og því mikill heiður að verða fyrir valinu. En það er einnig nokkuð algengt að menn hætti í náminu, því öllum er ekld gefið að vinna með bömum. Bjarna Skúla finnst hins vegar fátt skemmtilegra og kláraði námið með miklum brag. Að náminu loknu tóku við ýmis verkefni í fjölda skóla víðs vegar í Hollandi, þar sem Bjarni Skúli þróar og útfærir hinn listræna hluta skólaumhverfisins. Bjami hefur fengið og fær mikið af verkefnum í gegnum heimasíðu sína, baski.nl og þar geta menn komið á framfæri hugmyndum við hann, sem hann síðan ffamkvæmir. Þá er einnig í burðarliðnum verkefrii í samvinnu við þekkta arldtekta, þar sem tengja á saman þijár skólabyggingar og hið listræna umhverfi verður í raun tengipunkturinn. Um það sér Bjami Skúli sem segir að sér tíði ákaflega vel við störf sín í Hollandi. En hvemig samfélagerHolland? Holland er mjög blandað Finnur þú til dcemis jyrir mikilli spennu milli kynþátta? „Ég verð ekki mikið var við þessa spennu á milli kynþátta, ég held að þetta sé mest í fjölmiðlum. Samt er þetta dátítið viðkvæmt og börnin tala stundum um þetta í skólanum. Ég vil meina að samskipti Hollendinga og annarra kynþátta séu mjög góð, kannski er best að taka dæmi af kaupmönnum hinna mismunandi kynþátta, vilji maður fá besta grænmetið fer maður til Týrkjanna, bestu ótívurnar fær maður hjá Grikkjunum og bestu pitsumar hjá ítölunum. Mér finnst þessi samskipti ganga mjög vel, ég verð allavegana ekki var við annað. Holland er mjög blandað, það búa um sextán milljónir í landinu og þar býr fjöldi útlendinga, þetta er mjög opið land. Annað dæmi sem ég get tekið er af einu hverfanna sem við bjuggum í á sínum tíma. Þar bjó mikið af mústímum og þar vom aðeins vandræði með glæpi og annað slfld. En svo var byggð moska og þá dempaðist stemningin og glæpum fækkaði niður í nánast ekki neitt. Hverfið varð til fyrirmyndar. Ég held að menn verði að reyna að mætast og komast að samkomulagi, samfélagið eigum við jú saman og þess vegna verða menn að sýna hver öðrum virðingu," segir Bjarni Skúli Ketilsson myndlistarmaður að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.