Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2008, Blaðsíða 84

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2008, Blaðsíða 84
84 FIMMTUDAGUR 24. APRlL 2008 Helgarblað PV Tónlistarakademía DV segir Hlustaðu á þessa! Rokkland 2007 - ýmsir flytjendur Flight Of the Concords - Flight Of the Concords Hard Candy-Madonna Person Pitch - Panda Bear Seventh Tree - Goldfrapp Enginnsöngur Hljómsveitin Peter, Bjorn anaJohn sem sigraði heiminn flautandi í laginu Young Folks á síðasta ári hyggst nú gefa út breiðsklfu í haust þar sem ekkert verður sungið. Platan, sem hefur hlotið heitið Seaside Rock, er svokölluð instrumental-plata og sagöi Peter Morén, einn úrtríóinu, í viðtali við Billboard:„Sum lögin eru afrísk/brasillsk tónlist, sum lögin eru svona lounge-lög og það má meira að segja finna mjög pönkuð lög á plötunni." Útgáfufyrir- tækið Almost Gold sem gefur sveitina út hefur staöfest að ekkert verði sungið á plötunni en nafnið Seaside Rock hafi hins vegar ekki enn verið meitlað ( stein. Auk þess sem enn sé óljóst hvort platan verði gefin út undir merkjum Almost Gold. afmællsveislu Klaxons og CSS hafa verið ráðin af eiganda knattspyrnufélagsins Chelsea, Roman Abramovich, til að spila (sextán ára afmælisveislu dóttur hans. DagblaðiðThe Sun greindi frá þessu ( gær og sagði að þetta yrði hins vegar tvöföld kvöð fyrir James Righton í Klaxons þar sem hann væri (fyrsta lagi harður stuðningsmaðurTottenham og í öðru lagi hefur hann mikið rætt um að endurútgefaTottenham-lagið Diamond Ligths sem fyrrverandi leikmenn liðsins Glenn Hoddle og Chris Waddle gerðu frægt árið 1987. Þrátt fyrir það mun afmælisveislan fara fram og fregnir herma að Anna Abramovich sé nú þegar byrjuð að státa af stjörnuprýddu afmæli sfnu inni á Facebook. IVýttlagíspilun Trent Reznor í Nine Inch Nails er heldur duglegur við að framleiða tónlist þessa dagana. Einungis tveim mánuðum eftir að hafa gefið út plöturnarGhosts I- IV á netinu hefur Nine Inch Nails sent frá sér splunkunýtt lag öilum að óvörum. Lag þetta kallast Disciphne og fór í spiluná útvarpsstöðvum um miðjan daginn (gær. Lagið var víst klárað (fyrradag og óltkt öllum lögunum á Ghosts l-IV inniheldur þetta lag víst söngröddina hans Reznors mörgum til mikillar gleði. En það sem er einna undarlegast við þetta allt saman er að á heimasíðunni nin.com skrifar Reznor 21. apr(l:„Two Weeks!" sem er einmitt sömu skilaboð og hann sendi tvem vikum áður en Ghosts l-IV komu á netið. Gæti ný plata verið væntanleg? Fjórmenningarnir í Amiinu semja þessa dagana tónlist við tvær kvikmyndir. Ann- ars vegar við mynd eftir kínverska ífikstjórann Kit Hui og hins vegar við breska stórmynd sem skartar Michael Caine í aðalhlutverki. Hljómsveitin Amiina Vinnuraðtónlistfyrir breska stórmynd. Hljómsveitin Amiina, sem hlaut menningar- verðlaun DV fyrr á árinu, hefur í nógu að snúast um þessar mundir en stelpurnar vinna nú í því að semja tónlist fyrir tvær kvikmyndir, auk þess sem þær eru að setja saman tvenna tónleika fyrir Listahátíðina í maí ásamt Kippa Kanínus. „Önnur myndin sem við erum að semja tón- list við er eftir leikstjóra sem heitir Kit Hui og er frá Hong Kong. Hún heyrði bara tónlistina okkar og fannst hún passa við þessa mynd. Myndin er frekar hæg og það er lítið af tónlist í henni, hún bara rétt heyrist svona á völdum stöðum," seg- ir Hildur Ársælsdóttir, ein af fjórum meðlimum Amiinu. „Þetta er í fyrsta skipti sem við erum að vinna tónlist fyrir kvikmyndir og það er ekkert smá skemmtilegt að prófa að semja tónlist sem snýst einhvern veginn um eitthvað annað en þig sjálf- an." Tónlist fyrir breska stórmynd Hin kvikmyndin sem kemur til með að skarta tónlist eftir Amiinu er bresk mynd af stærri gerð- inni sem skartar meðal annars Michael Caine í aðalhlutverki. „Leikstjórinn heitir John Crowley og myndin heitir Is There Anybody Out There? Mér skilst að platan okkar Kurr sem kom út í fyrra hafi á síð- asta ári verið uppáhaldsplata þess sem sér um að velja tónlistina fyrir kvikmyndina. Fyrst ætl- uðu aðstandendur myndarinnar bara að kaupa stök lög af Kurr til að nota í myndinni en þeg- ar þau voru búin að púsla þeim einhvern veg- inn saman við myndina endaði það þannig að það voru bara lög af Kurr í myndinni. Þá ákváðu þau að biðja okkur bara um að sérsemja alla tón- listina fyrir myndina," segir Hildur en í heildina semja stelpurnar tæpan hálftíma af tónlist fyrir myndina. „Þetta er alveg yndisleg mynd og algjört draumaverkefni fyrir okkur að vinna tónlistina fyrir hana." Hildur segir að Amiina eigi að sldla af sér tón- listinni í lok maí og reiknar með því að myndin verði frumsýnd næsta haust. Túra með Sigur Rós í sumar Fjórmenningarnir í Amiinu hafa hins vegar ekki látið sér nægja að stússast í kvikmyndatón- listinni einni saman að undanförnu en þær hafa í samvinnu við tónlistarmanninn BCippa Kanínus sett saman tvenna tónleika sem haldnir verða á Listahátíð í Reykjavík 16. og 17. maí. „Þetta er samstarfsverkefni okkar og Kippa sem við höfum skýrt Amiina, Kippi og vinir í Undralandi. Nafnið er eiginlega þannig komið til að við erum að taka sum gömul lög og breyta þeim og stækka hluti sem hafa alltaf verið hálf- ósýnilegir og setja þá í annað samhengi. Það verða tíu hljóðfæraleikarar að spila með okkur svo við verðum alveg fimmtán saman á sviðinu og þar af leiðandi mun stærri útsetningar á öllu en við erum vanar að vera með," segir Hildur. Spurð um sumarplön Amiinu svarar Hildur: „Við ætlum að eyða mestöllu sumrinu í að spila á strengi með Sigur Rós. Taka okkur smáfrí frá Amiinu og spila svolítið með strákunum sem verður örugglega alveg æðislega skemmtilegt eins og alltaf." krista@dv.is Blíð og seiðandi Goldfrapp í lokfebrúar sendibreska elektró- dúóið Goldfrapp ffá sér sína ijórðu breiðskífú. Platan heitir því und- arlega athyglisverða nafni Seventh Tree og ríkir einhvers konar seið- andi dulúð yfir allri umgjörð plöt- unnar sem og lögunum á Seventh Tree. Seventh Tree er töluvert ffá- brugðin því sem áður hefur heyrst frá Goldfrapp en þó svipar sumum laganna til rólegri laganna á fyrstu breiðskífu sveitarinnar, Felt Mount- ain. Þeim, sem kynntust því Gold- frapp á síðustu plötu sveitarinn- GOLDFRAPP ★★★★★ SEVENTHTREE PLÖTUDÓMUR ar, Supemature sem kom út árið 2005, og byrjuðu að fíla sveitina eftir að hafa heyít lög eins og Ohh la la, gæti bmgðið svolítið við að hlusta á Seventh Tree. Elektróið er enn til staðar, bara aðeins dannaðra sem og greddan sem þó skín ekki jafn- mikið í gegn og áður. Upphafslag plömnnar, Clowns, sendir manni alveg tóninn fyrir framhaldið á plötunni, einstaklega fagurt lag hér á ferð. í þriðja laginu, Happiness, fer svo að færast örlít- ið stuð í leikinn enda ekki við öðm að búast af lagi sem heitir hreinlega hamingja. Lagið A&E er líka svona aðeins poppaðra en önnur lög plöt- unnar. Það má eiginlega segja að platan sé svolítið römmuð inn í ról- egheitunum með hinu undurljúfa Clowns sem upphafslagi og hinu hæga og fagra Monster Love sem lokalagi. En öll lögin á milli em hins vegar heldur poppaðri en alltaf með þessu bh'ða yfirbragði sem einkenn- ir Seventh Tree. Seventh Tree er einstaklega ljúf og falleg plata og sýna Alison Gold- frapp og Will Gregory hér og sanna að þau em sko hvergi stöðnuð í tónlistarsköpun sinni og getur Ali- son Goldffapp auðveldlega fært sig úr brjálæðislega popp-rokkaða el- ektró-gírnum sem hún hefúr verið í hingað til og yfir í þennan blíða gír sem við heyrum hljóma á Seventh Tree. Ég fékk alveg þó nokkur gæsa- húðarmóment og varð alls ekki fyrir vonbrigðum með Goldffapp í þetta skiptið, Seventh Tree er með því besta sem ég hef heyrt á árinu og ég hef eignast nokkur uppáhaldslög á ■ plötunni. Krista Hall
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.