Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2008, Blaðsíða 80

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2008, Blaðsíða 80
80 FIMMTUDAGUR 24. APRfL 2008 Tíska DV Umsjón: Krista Hall Netfang: krista@dv.is KRÓKÓDÍLATASKA UPPSELD Hollywood-stjömurnar slefa þessa dagana vegna nýju töskulínunnar frá Gucci. Um er að ræða línuna Gucci Crocodile Hysteria og var hún framleidd í takmörk- uðu upplagi. Taskan seldist upp á fyrsta degi og eðli málsins samkvæmt er ekki von á fleirum.Taskan er úr krókódílaskinni og fóðruð með geitaskinni. Þetta var þó ekki eina taskann sem vakti athygli en nýja töskulínan er í heild sinni það fer- skasta sem komið hefurfrá Gucci í þó nokkurn tíma. Hönnun eftirComme des Garijons Næsta * stjörnuhönnuð H&M. PERSONAN FYRIRSÆTUBÖRN Reglulega skjótast nýjar ungstjörnur upp á himin- inn í fyrirsætubransanum. Mikla athygli vekur að þessa dagana eru margar eftirsóttustu fyrirsætn- anna afkvæmi frægra söngvara eða leikara. DAISYLOWE Daisy Lowe er ein heitasta fyrirsætan meðal ungu módelanna í dag. Hún er jafnt íðilfögur sem og algjör rokkari í senn en hún er dóttir rokkarans Gavin Rossdale, eiginmanns Gwen Steffani. Móðir Daisy er svo Pearl Lowe sem var einna frægust fyrir framlag sitt innan indí- tónlistarsenunnar á tíunda áratugnum. Sarah Leon, umboðsmaður Daisy hjá Select Model Management-umboðsskrif- stofunni, segist ekki hafa haft jafnáhuga- vert módel á sínum snærum síðan Sienna Miller var upp á sitt besta og að útgeislun hennar sé gríðarlega mikil. Comme des Gar?ons er jap- anskt tískumerki og er Rei Kawa- kubo aðalhönnuður fyrirtækisins sem og eini eigandi þess. Hundruð Comme- verslana er að finna um heim allan. Fyrirtækið var stofnað í Japan árið 1973 og hefur hönnun- in ávallt vakið mikla athygli enda er Rei talin feta ótroðnar slóðir þegar kemur að frumleigheitum flíkanna. ALEXANDRAOG THEODORA RICHARDS SysturnarTheodora og Alexandra Richards eru tvíburadætur gítarleikara Rolling Stones, Keith Richards. Sextán ára tóku þær undir með Elizabeth Jagger, dóttur Micks Jagger, og sátu fyrir í auglýsingaherferð fyrir Tommy Hilfiger. Síðan þá hafa þær veriö iðnar við fyrirsætustörfin. Saman sýndu þær nýlega fyrir breska fatahönnuðinn Eley Kishimoto auk þess sem Theodora hefur nýlokið við tökur á nýjum Burberry-auglýsingum. LEAHWOOD Enn eitt Rolling Stones-afkvæmið sem hefur látið að sér kveða innan fyrirsætuheimsins er Leah Wood, dóttir Ronnie Wood. Hún hefur meðal annars setið fyrir hjá Alexander McQueen, Vivienne Westwood og Burberry. Sögusagnir herma hins vegar að hún hafi verið of lágvaxin fyrir módelstörfin og hafi nú snúið sér að tónlistarsköpun I staðinn. SAMBRANSON Sam Branson virðist vera einn af þessum gaurum sem eru með allan pakkann. Ekki nóg með það að hafa verið enn eitt afkvæmi fræga fólksins til að sitja fyrir hjá Burberry, heldur hefur hann stigið á sýningarpallana fyrir Ozwald Boateng, er afburða- námsmaður í háskóla og á einn ríkasta pabba I heiminum. Sam er nefnilega sonurforstjóra útgáfurisans Virgin, Richards Branson. DAKOTA JOHNSON Dakota Johnson er átján ára dóttir þeirra Melanie Griffith og Dons Johnson og stígur brátt sín fýrstu skref á sýningarpöllunum. Hún hefur þokkafullt útlit móður sinnar og fangaði nýlega athygli IMG-módelskrif- stofunnar. Næsta verkefni Dakota er að birtast á forsíðu bandarlska Vogue. Þrátt fyrir alla athyglina virðist Dakota enn vera með fæturna á jörðinni:„Ég er mjög spennt yfir þessu öllu saman en ég verð samt að fara aftur til Kalifornfu til að klára lokaárið mitt I menntaskól- anum," segir hin fagra Dakota. RILEYKEOUGH Dannielle Riley Keough, betur þekkt sem Riley Keough er dóttir þeirra Lisu Marie Presley og leikarans og tónlistarmannsins Danny Keough. Auk þess sem hún er elsta barnabarn Elvis Presley heitins. Einungis fjórtán ára steig hún fyrst á sýningarpallinn fyrir Dolce & Gabbana í Mílanó og fimmtán ára var hún komin á samning hjá hinni virtu módelskrifstofu IMG. (dag er hún orðin átján ára og hefur (trekað verið á sfðum hins ítalska Vogue og Elle-tímaritsins. Comme des Gar^ons kemur til með að vera stjörnuhönnuður fatakeðjunnar H&M í ár: Nú hefur verið tilkynnt hver kemur til með að vera stjörnu- hönnuður H&M í ár. í fyrra var það Roberto Cavalli sem hannaði línu sem seldist upp á svipstundu í verslunum H&M en auk þess hafa Karl Lagerfeld, Stella McCartn- ey og Viktor&Rolf öll hannað fyr- ir verslunarkeðjuna. í ár er það Comme des Gargons sem mun sjá um hönnunina. Aðalhönnuður Comme, Rei Kawakubo, mun að öllum líkindum hanna kvenlínu, karlalínu og barnafatalínu auk ilmvatns fyrir bæði kynin. Áætiað er að lína Comme líti dagsins ljós í verslunum H&M um allan heim í byrjun nóvember. Frumleigheit Allsráðandi í hönnun Rei Kawakubo, aðalhönnuðar tískumerkisins Nafn? „Magnús Guðmundsson." Starf? „Leikari og hárgreiðslumaður." Stíllinn þinn? „Ég mundi lýsa mínum stíl sem afslöppuð- um og þægilegum, eða þannig sé ég hann allavega." Allir ættu að...? „Hafa augun með nýrri búð sem er að opna á Hverfisgötunni núna í næsta mánuði. Hún heitir Moods of Norway. Ég hef séð línurnar frá þeim og fötin eru frekar flott." Hvað er ómissandi? „Tölvan, síminn, hákarl, lakkrís, salmíak, gallabuxur, hettupeysur, skyrtur, jakkafata- jakkar, fjölskylda og vinir. Þetta er svona það fyrsta sem mér dettur í hug." Hvað keyptir þú þér síðast? „Mustang-gallabuxur, keypti mér meira að segja tvennar, einfaldlega elska þær!" Hvert fórst þú síðast í ferðalag og í hvaða tilgangi? „Ég er í því núna að ferðast um landið með Stoppleikhúsinu og sýna. En um daginn skellti ég mér til Akureyrar að hitta og sjá vini mína sem eru að sýna þar hjá Leikfé- lagi Akureyrar." Uppáhaldsflíkin þín í fataskápnum? „Held ég verði að segja Skunk Funk-hettu- peysurnar mínar, ég er mikið fyrir hettu- peysur og þeir gera brilliant peysur." Hvenær hefur þú það best? „Mér líður alltaf best þegar það er nóg að gera, helst bæði í leiklistinni og hárgreiðsl- unni. Ég fæ bara einhvern veginn aukaorku og það lifnar yfir mér." Ertu með einhver áform fyrir næstu daga? „Já, ég ætla að halda matarboð fyrir nokkra góða vini um helgina og sækja leikhúsin þar sem ég hefverið óduglegur við það síð- ustu vikur." Lumar þú á góðu tískuheilræði? „Það sem hefur gagnast mér best er bara að vera ég sjálfur. Maður á að klæða sig í föt sem láta manni líða vel, það sést alltaf á manni ef maður er eitthvað að rembast og reyna. Þegar þér líður vel líður fólki vel í kringum þig."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.