Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2008, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2008, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 24. APRlL 2008 Helgarblað DV ist. „Það var héma á Laugardals- velli og ég var á undan í tækiingu. Svo kom varnarmaður Nantes mjög seint og tæklar mig. Ég stóð akkúr- at í fótinn þegar hann kom á mig og ég var heppinn að brotna ekki. Fór upp á spítala og var settur í hækjur en Ian Ross þjálfari vildi að ég spilaði seinni leikinn en eftir 10 mínútur var ég farinn út af. Það var alveg ferlega svekkjandi því tækhngin var mjög gróf. í dag hefði viðkomandi farið í langt bann en hann fékk ekki einu sinni tiltal eða neitt." Heimir segir að hann haf! verið tiltölulega heppinn með meiðsli á sínum ferli. Þó hafi hann meiðst á ögurstund. „Ég held að það hafi verið 1981. Tímabilið var búið og ísland átti leik við Tékka. Ég var valinn í landsliðið og ég var bú- inn að vera hálfhaltrandi og ég ákvað því að láta skoða á mér fótinn til að fá úr því skorið hvort ég gæti tekið þátt í þessum landsleik. Þá kom í ljós að ég var brotinn. Var búinn að vera brot- inn í nokkra daga þannig að því mið- ur gat ég ekki spilað þennan lands- leik og á ekki nema þrjá landsleiki." Þar skoraði Heimir eitt mark, gegn Færeyjum fyrsta ágúst 1982. „Auðvit- að vildi maður fá fleiri tækifæri með landshðinu á þessum tíma, maður hafði mikinn metnað en málið var bara að við áttum svo frábæra leik- menn á þessum tíma. Pétur Péturs, Arnór Guðjohnsen, Lárus, Atíi Eð- valdsson og Gummi Þorbjörns voru frábærir þarna. Þannig að maður varð að sætta sig við það að íslend- ingar áttu frábæra leikmenn á þess- um tíma, sérstaklega framheija." Fékk bjórkassa fyrir mörkin 16 En eftir tímabilið 1985, þá að- eins 24 ára gamall þurfti Heimir á nýja áskorun. Úr varð að hann fór tíl ÍR sem var þá í þriðju deild og tók hann við þjálfun liðsins. „Svo hættí ég þama í Val, var í rauninni búinn að prófa þetta allt. Atvinnumennsk- v una, var búinn að komast í landsUð- ið og íslandsmeistari nokkrum sinn- um, þannig að ég ákvað að fara að þjálfa ÍR. Auðviðað er hægt að vera vitur eftir á því ég var ekkert slappur í skrokknum þannig lagað séð en mig vantaði nýja áskorun. En við unnum okkur upp í aðra deild þar sem ég varð markahæst- ur. Skoraði 16 mörk. Ég var búinn að veðja við strákana í liðinu að ég myndi skora 16 mörk og fyrir síðasta leikinn á móti KS var ég búinn að skora 13. í hálfleik var KS síðan yfir 2-1 eða 3-1. En ég skoraði þrennu í síðari hálfleik og við unnum 6-3 þannig ég fékk bjórkassann minn," segir Heimir og skeUir upp úr. Hjá ÍR var Heimir í tvö tímabil og fór þá aftur í Val þar sem Hörður Hilmarsson var þjálfari. „Það lið var bókstaflega með landsliðsmenn eða atvinnumenn í hverri stöðu og það er í raun synd að það hafi ekki komið meira út úr því Uði." Dvölin var þó stutt á Hlíðarenda og Heimir hélt áfram að þjálfa. „Ég þjálfaði Reyni Sandgerði í handbolta og Njarðvík líka. Það var ógeðslega gaman, mér fannst virkilega gaman að þjálfa. Kynntíst mörgum strákum og maður var bara einhvem veginn íþróttaálfur." Einn af sex Handboltaferill Heimis var styttri en fótboltaferillinn. Samt náði hann þeim merka áfanga að verða íslands- meistari 1982 bæði í handbolta og fótbolta með Víkingi. „Það voru kannski hin mistökin sem ég gerði á ferlinum. Ég gat aldrei hætt í hand- boltanum fyrr en alltof seint. Ég var í handbolta þangað til ég var orðinn 23 ára. Það þýddi að ég missti aUtaf af undirbúningstímabUinu í fótbolt- anum og öfugt. Þegar ég var síðan í fótboltanum missti ég af undirbún- ingstímabUinu í handboltanum. En ég var viðloðandi meistaraflokk- inn með Bogdan og á einn lands- leik í handbolta. Er þar í flokki með Hemma Gunn og Ásgeiri Elíassyni," segir Heimir og glottir. Sex íslend- ' ingar eiga bæði landslefld í hand- bolta og fótbolta og er Heimir einn af þeim. „En það er ekkert ægilegt affek því þegar ég var í U-21 árs landslið- inu þá fengum við skráðan A-lands- leik þegar við spiluðum við Noreg. Það var pínu svindl en engu að síður - er það skráður A-landsleikur." Lýsti leik með sjálfum sér og fékk eiginhandaráritun hjá Lakers Og íþróttaáhuginn var svo sann- arlega mikfll. 1986 var sett á lagg- irnar sjónvarpsstöð sem bar og ber nafnið Stöð 2. Heimir var fenginn til að sjá um íþróttirnar þar á bæ og spilaði það inn í að hætta að spila í efstu deild. Hann afrekaði samt að lýsa leik með sjálfum sér þegar hann var leikmaður Vals. „Það var svolítið erfitt að réttlæta það að vera íþrótta- fréttamaður Stöðvar 2 og spila í efstu deild. Einu sinni kom það samt fyr- ir að þá spiluðum við á mótí Víkingi, mínum gömlu félögum, í hörkuleik. Við fengum þar alveg sæg af dauða- færum og ég áttí þau flest. En skor- aði þó eina markið. Svo var Adolf Ingi sem var með mér veikur, hann átti að klippa og klára pakkann en ég þurftí eftir leikinn að gera það sjálf- ur. Lýsa leik með sjálfum mér. Ég man að ég sat og hugsaði með sjálf- um mér hvort ég ættí að þykjast ekki þekkja mig eða að taka þetta á léttu nótunum. Sem varð úr og það hlýtur að vera einstakt." Heimir fór að sýna íslendingum nýjar íþróttir í þætti sínum á Stöð 2. íþróttir sem fáir vissu að væru til eins og NFL og fleiri. NBA varð einn- ig fyrirferðarmikið á þessum tíma og fóru Heimir og Einar Bollason körfu- boltaséní mikið til Amerflai að hitta goðin. Á skrifstofu íslands í bítið er einmitt stór mynd af okkar manni með körfuboltagoðinu Michael lor- dan. „Þetta var svohtíð nýtt á þess- um tíma. Fara út, gera þætti og fá viðtöl við þessa kappa. Stjórnunin á NBA-deildinni er til mikillar fyrir- myndar og þar er öllum fjölmiðlum gert jafnhátt undir höfði. Ef menn eru með sýningarréttinn á NBA þá standa þér ákveðnar leiðir opnar að leikmönnum. Ég hef hitt margt frægt fólk um ævina en aldrei haft neina þörf að fá eiginhandaráritun. Fyrr en ég var í klefanum hjá Los Angel- es Lakers. Allt í einu áttaði ég mig á því að hverjir væru þarna inni. Þarna voru Magic Johnson, Kareem Ab- dul Jabbar, Pat Riley, Byron Scott og lames Worthy og náttúrlega fleiri. Ég tók leikskrá, sneri henni við og bað alla um að skrifa. Ég á allt Lakers- liðið innrammað heima. Það er eina skiptið sem ég hef beðið einhverja um áritun. lordan var líka ffábær þegar við hittum hann. Við hittum hann tvisvar sinnum en ég bað hann ekki um árit- un. Hann var ofsalega indæll náungi. Magic hafði það orð á sér að gefa lít- ið af sér en hann var voðalega indæll við okkur." Hróður Heimis barst alla leið til Ameríku því þeir félagar fengu viðtal við labbar sem þótti mikið mál í þá daga. Jabbar hafði verið lengi í sjálfskipuðu íjölmiðlabanni en vildi endilega tala við Heimi. „Hann gaf ekki viðtöl á þessum tíma. Búinn að vera lengi í bartni. En þegar h'ann heyrði að við værum þarna þá vildi hann endilega tala við okkur. Hann hafði nefnflega svo mikinn áhuga á íslendingasögunum, víkingasögun- um og því. Hann kom til okkar og sagði að fyrst við værum frá íslandi þá vfldi hann endilega tala við okkur. Það kom okkur mjög á óvart. Hann var frábær og greinilega klár kall." Undir stjóm Heimis var farið í beinar útsendingar frá viðburðum. Sýnt var beint frá NBA-deildinni, golfið komst á laggimar sem og am- eríski fótboltínn. Engin íslensk orð vom til yfir þessi nýju hugtök og því settust Heimir og félagar niður og bjuggu tfl orð sem í dag flestir nota. „Maður var iþessu frá degi til dags, vaknaði snemma og fór í vinnuna, fór á æfingu klukkan sex, fór á völl- inn klukkan átta og fór og klipptí og settí þættí í loftið um kvöldið þannig að maður var kominn heim um hálf- tólf. Ég man þegar ég hitti Hemma Gunn einu sinni eftir leik með spólu í hendinni á leiðinni upp á Stöð 2 og hann sagði við mig að ég þyrfti að passa mig á því að ofkeyra mig ekki. Ég svaraði því tíl að mér þætti þetta algjört draumastarf og ég skildi ekki hvað hann ættí við. Ég hafði unun af því að lifa og hrærast í íþróttum. En svo gerðist það bara." Fékk 10 þúsund punda styrk fyrir hugmynd Heimir kippti sér úr heimi fjöl- miðlanna 1995 og flutti tíl Englands þar sem hann var til 2003. En þó svo hann hafi fengið nóg af ijölmiðlum sleit hann sig ekki alfarið frá þeim. Hann lýstí nokkrum leikjum fyrir Stöð 3 og eitt sinn kom hann fram í morg- unsjónvarpi BBC í Englandi. Heim- ir bentí Stöð 3 á að rétturinn á ensku knattspyrnunni á virkum dögum væri á lausu hér á landi og því fór stöðin að senda út enska boltann fyrir tilstilli Heimis. „Ég fór og rak fyrirtæki ásamt öðr- um, konan fór í nám og við bara sett- umst að í Englandi. Englendingar eru frábærir sérstaklega þar sem ég bjó í Jórvflcurskíri." Eitt sinn þegar Heimir var við elda- mennsku í Englandi fékk hann góða hugmynd. Hugmynd sem hann vann verðlaun fyrir. „Ég var að elda og opn- aði kryddskápinn og ég vissi ekkert hvemig ætti að nota öll þessi krydd. Ég vissi ekkert hvaða krydd færu vel með fyrr en of seint. Ef þetta væri vont þá var maturinn ónýtur. Þannig að ég hugsaði að með allri þessari nútíma- tækni að búa til einhvers konar filmu sem væri eins og ostsneið og inni í henni væru fyrirfram ákveðnar bragð- tegundir. Svo áttí að leggja þetta ofan á matinn og filman bráðnaði ofan á matinn. Kryddið sæti þá bara eftír. Ég fór eitthvað að skoða þetta og það var háskóli þama rétt hjá sem sér- hæfði sig í uppfyndingum á matvæl- um. Fór með þetta til þeirra og þeir komust að því að þetta væri hægt. Þeir gerðu smá prófun og þetta svínvirk- aði. Ég fékk síðan 10 þúsund punda styrk til að gera nokkur sýnishom. Svo fór ég á sýningu í Tomorrow's World sem BBC heldur einu sinni á ári. Þar tók ég þátt og þar var ég vahnn til að koma í viðtal í morgunsjónvarpi BBC, einn af þremur á sýningunni. Svo var Channel 4 einnig með þátt þama og þeir völdu mína uppfinningu þá bestu á sýningunni. Svo hitti ég Gumma Þorbjöms, gamla félaga minn úr Val, sem var í viðskiptaferð í London. Hann sagði við mig að hann hefði verið í sturtu, komið fram og séð Heimi Karlsson í sjónvarpinu. Spurði mig hvort ég væri alls staðar. Þá var ég í viðtali við BBC. En svo braiin maður á aurum og gat ekki klárað þetta en ég var kom- inn með einkaleyfi alls staðar nema í Bandaríkjunum." Var vart hugað líf Heimir hélt af landi brott ekki alls rÍL!"Wi Lunkinn og leikinn Heimir á fleygiferð með Víkingi 1982. fyrir löngu tfl að leika sér í golfi. Lflct og margir íslendingar hefur hann tekið ástfóstri við íþróttina og eins og margur íslendingurinn hefði hann viljað byrja fyrr. „Eg fiktaði aðeins við golfið í gamla daga. En svo þegar ég kom heim frá Englandi þá datt ég al- gjörlega inn í þetta. Þetta er bara svo skemmtilegt." í golfinu bryddaði Heimir upp á nýjung. Tryggingar golfara höfðu verið í lamasessi hér á landi í langan tíma en með drifkrafti Heimis stend- ur það nú tíl bóta hjá Sjóvá. Golfið er eina íþróttin sem Heimir stundar nú vegna vefldnda sem hann lentí í. „Ég var bara heppinn að drepast ekki. Það réðst á mig baktería sem eyðilagði í mér liðina í vinstri fætín- um. Ég er ekki með neina hði í rist- inni, þar er bara klumpur. Ég get ekki hlaupið eða neitt. Golfið er því fínt. Ég er samt ahtaf að drepast eftír golfhringi. Sveinbjörn Brandsson og Stefán Karlsson læknar tóku mynd af mér og þetta er ótrúleg mynd. Ég á myndirnar ennþá heima. Hægri fóturinn er í lagi með öhum liðamótum og öllu, ökklinn reynd- ar skaðaðist aðeins en vinstri fótur- inn hann er bara klumpur. Það eru engir hðir. Bakterían át burtu aha hði og beinin uxu saman. Þeir áttu ekki tíl orð þegar þeir skoðuðu myndim- ar því þeir sögðu að þegar þeir sjá eitthvað svona þá er það bara í bók- um og sjúklingurinn löngu dauður. Ég var því beðinn af sérfræðingum útí að koma á læknaráðstefnu til að segja frá minni reynslu því ég er svo einangrað tílfelh. Bakterían eyðilagði alla hði, fór í öxlina, brjóstliðina, lifr- ina og ég var bara á leiðinni í gröfina. En þetta vom læknamistök, það vom fjórir læknar sem sögðu að ég væri bara með flensu. En ég var að drep- ast hægt og bítandi. Svo var mér hent inn á spítala þegar þvagið var orðið svart á litinn. Þeir dældu í mig sýklalyfjum upp á von og óvon. Það stendur meira að segja í sjúkraskýrslunni að það væri ekki búist við að ég myndi lifa af nóttina." Ætlaði aldrei aftur í fjölmiðla Eftír langt hlé frá fjölmiðlum hér á landi kom Heimir heim 2003 og fór að stjóma 4-4-2 ásamt góð- vini sínum Guðna Bergssyni. „Við Guðni vomm í sambandi í Englandi og Guðni hringir í mig 2003 og segir að hann sé að flytja heim til íslands, loksins. Spyr hvort ég sé eitthvað á leiðinni líka. Við vorum eitthvað far- in að ræða það á heimihnu, því dæt- ur okkar vom komnar á þann aldur að það var bara spuming hvort þær yrðu enskar eða íslenskar. En hann var svo ákafur að fá mig með í þenn- an þátt og það varð úr. Guðni vildi hafa mig með og the rest is history." Heimir Jónasson, þáverandi dagskrárstjóri Stöðvar 2, fékk síðan Heimi tíl að leysa af í morgunsjón- varpinu sem þá var og hét. Skömmu síðar hætti síðan einn af umsjón- armönnunum og aftur var Heimir kominn í hringiðu fjölmiðlanna þar sem hann unir sínum hag vel. „Þeg- ar ég fór út þá var ég ákveðinn í því að fara aldrei aftur í fjölmiðla. Alcfrei aftur. En þetta er eins og þetta sé skrifað fyrir mann." benni@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.