Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2008, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2008, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 5. JÚNf 2008 Sport DV EKKI BARA STÓRSTJÖRNURTIL BARCELONA Nýjum stjóra Barcelona, Pep Guardiola, viröist ekki umhugað um að fá til sín stærstu stjörnur i Evrópu og svo virðist sem hann sé að hugsa til framtíðar. Fyrir stuttu kom til liðsins Samuel Keita frá Sevilla og i gær festi félagið kaup a Martin Cáceres sem er 21 árs leikmaður Villarreal. Kaupverðið verður á endanum 16,5 milljónir evra eða tæpir tveir milljarðar islenskra króna. „Eg hélt að ég myndi fara til Real Madrid. En þegar Barcelona kom inn i myndina, kom aldrei neitt annað til greina, enda er félagið það þesta á Spáni," segir Cáceres. MOLAR MOYES VANN MÁL GEGN ROONEY David Moyes stjóri Everton vann mál sem hann höfðaði gegn Wayne Rooney fyrir skrif hans í bókinni Líf mitt hingað til (My life so far). Þar segir Roon- ey að Moyes hafi brugðist trausti sínu en því vildi stjóri Everton ekki gangast við. Hann höfð- aði þvf mál á hendur útgáfu- fyrirtæki Roon- eys og fékk greiddar„umtalsverðar“ bætur án þess að fram komi hve háar þær eru. Jafnframt fékk Moyes form- lega afsökunarbeiðni frá Rooney sjáif- um.„Ég er ánægður að geta gleymt þessu og einbeitt mér að öðrum hlut- um sem skipta meira máli," segir Moy- es. Peningunum sem honum voru dæmdir ánafnaði Moyes sjóði fyrir fyrrverandi leikmanna Everton. ETO'O í FANGELSI? Samuel Eto'o leikmaður Barcelona gæti átt yfir höfði sér fangelsisdóm verði hann fundinn sekur um líkams- árás sem hann er sakaður um. Honum er gefið að sök að hafa ráðist á blaða- mann í Kamer- ún í liðinni viku sem honum þótti sækja heldurhartað sér.Yfirvöld rannsaka atvikið og þegar hefur fjöldi vitna gefið sig fram til þess að bera vitni gegn sóknarmanninum eld- fljóta. Blaðamaðurinn Phillippe Boney var margsinnis sleginn í andlitið full- yrða aðrir fjölmiðlamenn og brákaðist biaðamaðurinn á höfði auk þess sem miklir áverkar sáust á honum. HUGHES BYRJAÐUR AÐ LÍTA f KRINGUM SIG Mark Hughes nýr stjóri Manchester City er þegar búinn að setja á blað nöfri þeirra leikmanna sem hann vill tryggja sér fyrir næstu leiktfð. Gerry Cook stjórnarformaður félagsins búinn að láta okkurfá lista yfir þá leikmenn sem hann telur að geti fieytt félaginu í röð bestu liða landsins. Þetta er frábært tækifæri fyrir hann hjá mest spenn- andi félagi Evrópu eins og staðan er í dag. Hughes deilir sýn okkarThaksin Shinawatra eiganda félagsins og við viljum verða meðal stærstu félaga Evrópu," segir Cook. MOURINHO SETUR FIMM Á SÖLUUSTA Samkvæmt La Gazzetta dello Sport sem yfirleitt er með puttann á púls- inum erufimm leikmenn InterMilan komnir á sölulista í kjölfar þess að Jose Mour- inhotókvið. Þeirra á meðal eru Hernan Crespo og Dej- an Stankovic, en þeir léku nokkuð stórt hlutverkf liði Inter sem vann meistaratitilinn f á liðnu tfmabili. Meðal hinna leik- mannanna ber að nefna David Suazo en hann náði sér aldrei á strik eftir að hann kom frá Cagliari í fyrra. Eins mun Adriano hinn brasilíski verða settur á sölulista ef nokkuð fæst fyrir hann annað en króna með gati. BIKARÆVINTY m ; • 1 * w Jí;.> - l r “ jjw ^ *Krr - ^ ':i: A. Gríðarlegur fögnuður Leikmenn KB voru að vonum 1 anægðir með sigurinn. Þriöju deildar liðið KB úr Breiðholti varð á þriðjudag fyrsta liðið í Qögur ár til þess að slá út félag sem er tveimur deildum ofar úr bikarkeppni KSÍ. Liðið lagði Njarðvík sem er í 1. deild að velli. KB mætir KR í 32 liða úrslitum keppninnar og Elvar Geir Magnús- son, forseti félagsins, er himinlifandi með það. VIÐAR GUÐJONSSON skrifar: vidatv£dv.is Bikarkeppni hefur yfir sér sjarma hins óvænta. Á hverju ári keppa „litlu" liðin við þau „stóru" og inn á milli koma upp óvænt úrslit. Á þriðjudag varð sá fáheyrði at- burður að þriðju deildar liðið KB úr Breiðholti iagði Njarðvík, sem leik- ur í 1. deild, að velh með 2-0 sigri á útivelli. Þetta var í fyrsta skipti í fjögur ár sem lið úr neðstu deildarkeppninni leggur lið í 1. deild en þá vann Reyn- ir Sandgerði í 1-0 sigri á Þór frá Ak- ureyn. Elvar Geir Magnússon er forseti KB og hann er að sjálfsögðu stolt- ur af árangrinum. „Við vorum vel undirbúnir og fórum yfir taktík fyr- ir leikinn í fyrsta skipti síðan félag- ið var stofiiað," segir Elvar. Félagið var stofnað 17. janúar árið 2007. f því eru að mestu leyti Breiðhyiting- ar sem tengdir eru Leikni Reykjavík sem leikur í 1. deild og er þar einu sæti neðar en Njarðvík. Þess má geta að KB var á undan „stóra bróður" til þess að vinna lið í 1. deild en Leiknir hefur þar leikið fjóra leiki án sigurs. „Tjölduðu" inni í vítateig „Ég þakka sterkum varnarleik Porto meinað um þátttöku í Meistaradeildinni vegna mútumáls. AC Milan gæti spilað: PORTO HENT ÚR MEISTARADEILDINNI Portúgölsku meisturunum úr Porto er meinað að taka þátt í Meistaradeild Evrópu á næstu leik- tíð vegna mútuhneykslis sem kom upp þar í landi. Félagið var sakfellt af dómstól í Portúgal fyrir að hafa haft áhrif á tvo leiki á leiktímabilinu 2003-2004. Bannið er til eins árs en forráðamenn félagsins hafa þeg- ar gefið það út að þeir muni áfrýja dómnum. Ákveðið var að útiloka Porto frá þátttöku á þeim forsendum að atferðir félagsins brytu í bága við fyrstu reglu UEFA-sambandsins. Þar er sérstaklega tekið fram að fé- lög í Meistaradeildinni megi ekki á nokkurn hátt hafa áhrif á úrslit leikja innan sem utan landstein- anna. Forráðamenn félagsins von- ast til þess að áfrýjunin muni hafa sömu áhrif og árið 2006, þegar AC Milan var í fyrstu bannað að taka þátt í keppninni vegna spillingar. Því banni var hins vegar aflétt. Bú- ist er við því að Benfica sem endaði í fjórða sæti í portúgölsku deildinni muni fá sætið. Að öðru, þá eru miklar líkur á því að AC Milan, sem mistókst að tryggja sér þátttökurétt í Meistara- deildinni, muni leika í henni þrátt fyrir allt. Búlgarska liðið CSKA Sofia á í stökustu fjárhagsvand- ræðum og af þeim sökum stendur til að vísa því úr keppninni. Reglur UEFA segja að ef slíkar aðstæður koma upp, beri að veita því liði sem er efst á styrkleikalista evrópska knattspyrnusambandsins, án þess að hafa þegar tryggt sér Meistara- deildarsæti, sæti í keppninni. vidar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.