Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2008, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2008, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2008 Umræða DV ÚTGÁFUFÉLA6: Dagblaðið-Vísir útgéfufélag ehf. 5TJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Elln Ragnarsdóttir RITSTJÓRAR: Jón Trausti Reynisson, jomrausti@dv.is og ReynirTraustason, rt@dv.is FULLTRÚI RITSTJÓRA: Janus Sigurjónsson, janus@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór Guðmundsson, brynjolfur@dv.is AUGLÝSINGASTJÓRI: Asmundur Helgason, asi@birtingur.is DREIFINGARSTJÓRI: Jóhannes Bachmann,joib@birtingur.is DV Á NETINU: DV.IS AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010, ÁSKRIFTARSlMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 70 40. Umbrot: OV. Prentvlnnsla: Landsprent. Dreifing: Arvakur. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins á stafraenu formi og f gagnabönkum án endurgjalds. Oll viðtöl blaðsins eru hljóörituð. SANDKORN ■ Kostulegt stríð er í gangi milli Pórhalls (iunnarssonar, dag- skrárstjóra Sjónvarpsins, og Árna Snæv- arr sem gerði heim- ildamynd um Evrópu- samband- ið. Myndin er styrkt af Samtökum iðnaðarins * en Þórhallur mun að sögn Árna hafa ljáð máls á að kaupa hana til sýninga í Ríkissjónvarpinu. Þórhallur hvarf síðar frá því. Árni er ósáttur við skýringarnar því Þórhallur óttist aðeins Sjálf- stæðisflokkinn. Þórhallur hefur brugðist ókvæða við og krafist afsökunarbeiðni sem Árni þver- neitar að veita. ■ Þórhallur Gunnarsson hefur reyndar staðið í miklu stríði við vefmiðilinn Vísi í vetur en þess var krafist að upplýsingar yrðu veittar um laun hans. Á endan- um birti Vísir undarlega ff étt um að hann hefði hærri laun en Sigrún Stefánsdóttir, dagskrár- stjóri Útvarpsins. Svo var að sjá sem vísismenn hefðu samið við RÚV um að láta ekki meira uppi. Nú hefur Séð og heyrt tekið ómakið af Vísi og afhjúp- að leyndarmálið. Blaðið segir ff á því á forsíðu að Þórhallur sé með 800 þúsund krónur á mánuði. ■ Jónas Kristjánsson er ómyrk- ur í máli á vef sínum varðandi milljón króna bætur sem Ás- geiri Þór Davíðssyni á Gold- finger voru dæmdar Stefáns- syni. Veitingamaðurinn fékk fébæturnar að mestu vegna þess að í grein í tímaritinu fsafold var notað orð- ið mansal. Jónas lýsir dómnum sem meginskandal. „... og dóm- arar Héraðsdóms eru meginsk- andall. Hatrið á tjáningarfrelsi er nokkurra ára gamalt í kerfinu. ' Áðurvartekiðvægarásannleik- anum," segir Jónas. ■ Menn eru á því að senn dragi til tíðinda í forystu- og fylgis- kreppu Sjálfstæðisflokksins. Mikill þrýstingur er á Vilhjálm Þ. Vilhjáímsson, leiðtoga borg- arstjórnarflokksins, að gefa frá sér leiðtogastólinn til Hönnu Biriiu Kristjánsdóttur, sem sök- um þokka , jjá: oggáfna H nýtur yfir- •! burðafylgis 1 |i WM'é kjósenda. I Svo slæmt | erástandiðí | borginni að ; haft er eftir L.' Hæi.lH BirgiGuð- nutndssyni, stjórnmálafræðingi á Akureyri, að nú tali Akureyr- ingar um að fara til Krýsuvíkur þegar leiðin liggur í höfúðborg- ina. WLEIÐARI Fyrirbyggjandi árás JÓNTRAUSTIREYNISSON RITSTJÓRISKRIFAR. Víða um heim eru luetluleg villiilýr, sem engu ad siður mti ekki drepa. Víð drepum dýr í tonnatali á hverjum degi og veigrum okkur ekki við það. Hins vegar vilja sumir að ísbirnir njóti sérstöðu. Ástæðan er skiljanleg, þeir eru taldir í útrýmingarhættu. Ekki varð séð af myndböndum sem sýndu dráp ísbjarnarins í Skagafirði að hann væri að valda hættuástandi á þeirri stundu. Spurðir hvort ísbjörninn hefði gert sig lík- legan til árásar sögðu veiðimennirnir jú, hann hefði þefað upp í loftið. Víða um heim eru hættuleg villidýr, sem engu að síður má ekki drepa. Nema í sjálfs- vöm. Það verður að teljast hæpið að ís- bjarnardrápið við Þverárfjall hafi verið í sjálfsvörn, nema ef vera skyldi í nýstárlegri túlkun George W. Bush Bandaríkjaforseta. Þetta var fýrirbyggjandi árás á ísbjörninn. Sagan af ísbjarnarhúninum Knúti ættí að vera okkur Iærdómur. Heimsbyggðin féll í stafi, því hann þóttí svo ógurlega sætur. Svo óx hann úr grasi og ofbauð öllum. Öllum fannst þá Knútur vera Ijótur, þótt hann væri ennþá sami ísbjörninn. Hann var orðinn klikkaður og þeir sem elskuðu hann mest óttuðust hann. Vinsæld- ir hans hafa hrapað meira en Milli Vanilli á sínum tíma og er hann nú fastur í þýskum dýragarði. Saga þessi leiðir í ljós hræsnina sem er viðloðandi dýraverndun. Þau eru valin eftir útlitsstöðlum. Eitt sinn náði kýr að flýja vísan dauðann í sláturhúsi á Flateyri við Önundarfjörð. Hún tók sig tíi og syntí þvert yfir fjörðinn, aftur á heimabæ sinn. Bóndinn á bænum ákvað að þyrma lífi hennar, vegna þeirrar þrekraunar sem hún hafði lagt að baki. ísbjörninn fýrir norðan hafði lagt mikið á sig við að koma til íslands, en var dæmdur óæskilegur. Hlust- andi á Rás 2 hringdi meira að segja inn og sagði að hann hefði ekki Ieyfi til að vera á landinu. Kannski gleymdi hann að stoppa í Grímsey. Auðvitað eru ísbirnir taldir hættulegir, ólíkt beljum, en fleiri dýr eru hættuleg í heimin- um án þess að við útrýmum þeim í fyrir- byggjandi árás. Munurinn á okkur og öðrum þjóðum er að við erum algerlega óviðbúin. Rétt hefði verið að vera viðbúinn og svæfa ís- björninn. FRÆNDIHUNDSINS DREPINN Svarthöfði er mikill dýravinur þótt hann eigi það til að borða lömb, nautgripi og kjúklinga. Hvalir, ísbirnir, hrefnur og selir eru í sérstöku uppáhaldi þar sem kem- ur að því að horfa en ekki éta. Þá eru auðvitað hundar fremstir allra dýra sökum vitsmuna og fegurðar. Svarthöfði hefur myndað skörp skil á milli þeirra dýra sem hann klapp- ar og þeirra sem hann étur. Þannig myndi aldrei hvarfla að honum að leggja sér til munns kjöt af hund- um eða ísbjörnum en björninn er frændi hundsins. Fátt skilur að ísbjörn og púðluhund ann að en stærðin. Og Svart- höfði fordæmir dráp þeirra dýra sem hann hefur dálæti á. Þess vegna skar það í hjarta- stað að sjá bandóða menn með byssur skjóta saklausan hvítabjörn sem álpast hafði upp á strönd fs- lands. Bjössi hafði að öllum lík- indum sofnað á borgarísjaka við Grænland og áður en hann vissi af hafði jakinn tekið á rás í áttina til íslands þar sem vondir kallar með riffla þrá það heitast að drepa sér til gamans. Auðvitað er það þannig að ekki er allt eins og sýnist í lífinu. Bjössi litli, sem var aðeins tveggja ára, var í stöðugum lífsháska á heimaslóðum vegna _ þess að þar borða menn kjötið af honum. Sérstakiega þykja lærin vera gómsæt. En það er líka inn- an við mannsaldur síðan Grænlendingar borðuðu hunda. Og til að því sé haldið til haga gæða Kín- verjar sér á hundum enn í dag og þykir ekki merki- legra en þegar við drep- um litlu fallegu lömbin okkar og breytum þeim í kótilettur eða brennum andlit þeirra og innbyrð- um úr þeim augun, tunguna og kinnarnar. Bjössi litli sem rak til móts við dauðann á Grænlands- sundi hafði sjálfsagt ekki hug- mynd um það sem var að baki eða hvað beið hans handan fjarskans. Frænda hundsins rak að feigðarósi. Norðlendingar hafa stundum tekið aðkomudýrum vel. Minnisstætt er þegar ungur maður lá undir þeim grun að hafa drepið hundinn Lúkas með því að troða honum ofan í íþróttatösku og nota hann sem fótbolta þar til yfir lauk. Seinna kom á daginn að þetta var rangt. Lúkas sást í grennd við Akureyri og var fangaður í stað þess að vera skotinn á færi. Það sýndi manngæsku. Svarthöfði fékk martröð í fyrrinótt eftir að hafa séð skytturnar af Norðurlandi raða sér upp eins og aftökusveit. Haft var samband við umhverfis- ráðherra sem gaf skotleyf- ið og axlaði ábyrgð á þeim harmleik sem þar með hófst. Síðan var hleypt af en ekki vildi betur til en svo að fyrsta skotið fór í fótinn á bangsanum. Síðan tókst að bana honum og stoltir veiði- menn vöppuðu í kringum bangs- ann og einn glennti upp á honum ginið fyrir myndatöku í háðungar- skyni. Og kjötið átti að brenna eftir tilgangslaust drápið sem var þó réttlætt með því að Bjössi ógnaði tilvist íbúa á Norðurlandi. Réttlæt- ingin er siálfsagt fundin í Nonna- bókinni A Skipalóni þar sem Nonni og vinnumenn börðust hetjulega við nokkra brjálaða ísbirni. Margir hlutu skaða af en á endanum tókst að drepa dýrin ógurlegu. Hið góða sigraði hið illa. Niðurstaðan er sú að við erum dráp- gjörn þjóð. Þjóð sem teloir þannig á móti aðkomudýr- um á að skammast sín. Það sem skilur á milli siðvæðingar og villi- mennsku er að gera greinar- mun á því hvaða dýr við drepum og láta ógert að slátra sér til gamans. Drápið á Bjössa litla kallar á mikla umræðu og skilgreiningu á þeim ógnaratburði sem átti sér stað. SVARTHÖFÐI DÓMSTÓLL GÖTUNIVAR VAR NAUÐSYNLEGT AÐ SKJÓTA ÍSBJÖRNINN? „Nei, ég er vanur þv( frá mínum heimaslóðum að láta (sbirni (friði. Mér finnst þetta hreinlega eins og að skjóta fólk. (sbirnir eru líka í útrýmingar- hættu." Oleksandr Khyzhnyak, 50 ára ræstitæknir „Það var kannski ekki rétt en það eina sem mögulegt var í stöðunni. Ég held að þaö hafi getað stafað hætta af honum og hann ráðist á fólk." Védís Erna Eyjólfsdóttir, 20 ára þjónustustúlka „Nei, alls ekki. Það var örugglega hætta af honum þarna en mér finnst að það hefði átt að fanga hann og setja hann í Húsdýragarðinn." Klara Guðnadóttir, 20 ára móttökustjóri „Ég get ekki sagt að ég sé hlynntur ísbjarnadrápum. Ég held að engum hafi stafað hætta af þessum isbirni. Það hefði átt að loka veginum, ná honum í búr og setja hann á Sædýrasafnið." Tryggvi Ólafsson, 27 ára grafískur hönnuður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.