Málfregnir - 01.11.1991, Qupperneq 2

Málfregnir - 01.11.1991, Qupperneq 2
Mannanafhanefhd tekin til starfa Nýju mannanafnalögin (nr. 37/1991), sem rætt var um í síðustu Málfregnum (bls. 2), öðluðust gildi 1. nóvember sl. og eru birt í heild í þessu tölublaði, bls. 14-19. Sam- kvæmt lögunum hefir Mannanafnanefnd verið sett á fót og er tekin til starfa. Verk- efni hennar er að semja skrá um eiginnöfn sem heimil teljast, vera til ráðuneytis um nafngjafir og skera úr álita- og ágreinings- málum sem upp kunna að koma um nafn- gjafir, nafnritun og fleira þess háttar. Úrskurðir Mannanafnanefndar eru fulln- aðarúrskurðir, og skal nefndin árlega birta niðurstöður þeirra. Samkvæmt lögunum hefir Mannanafna- nefnd nú tekið saman Mannanafnaskrá og Hagstofa íslands - Þjóðskrá gefið hana út. Um þessa skrá erfjallað nánara í „Ritfregnum“ á bls. 30. A vegum Mannanafnanefndar og ráðu- neytis dóms- og kirkjumála, sem hún heyrir undir, hefir einnig verið gefinn út bæklingur, sem nefnist Meginreglur um mannanöfn (október 1991). Par er að finna á fáeinum blaðsíðum helstu atriði sem almenning varðar um í nýju lögun- um og framkvæmd þeirra. Dómsmálaráðherra skipar í Manna- nafnanefnd til fjögurra ára, þrjá aðal- menn og þrjá til vara samkvæmt tilnefn- ingum tveggja háskóladeilda. Þessir hafa verið skipaðir í nefndina: Guðrún Kvaran orðabókarritstjóri, formaður, og Svavar Sigmundsson dósent, tilnefnd af heim- spekideild Háskólans, og Björn P. Guð- mundsson prófessor, tilnefndur af laga- deild. Varamenn eru: Gunnlaugur Ing- ólfsson orðabókarritstjóri, Erlendur Jónsson, dósent í heimspeki, og Magnús K. Hannesson, lektor í lögfræði. Skrifstofa Mannanafnanefndar er á Hverfisgötu 6 í Reykjavík, og póstáritun hennar er: Pósthólf 7049, ÍS-127 Reykjavík. Islensk málnefnd var því fylgjandi að þessari nefnd yrði komið á fót til að sinna því sérstaka og vandasama verk- efni sem hún hefir með höndum. Einkum hefir málnefndin lagt áherslu á nauðsyn þess að út yrði gefin skrá yfir lögmæt mannanöfn. Hins vegar vantar mikið á að löggjafinn hafi komið til móts við öll sjónarmið íslenskrar málnefndar sem fram komu í umsögn hennar um laga- frumvarpið og birtust í Málfregnum 8 (bls. 15-25). Sumum er skylt að kenna sig við föður eða móður; aðrir mega ráða hvort þeir gera það eða bera ættarnafn. Þannig er þegnum þjóðfélagsins mismunað. Einn af höfundum frumvarpsins, Ármann Snævarr prófessor, gerði fyrirvara um þetta atriði, og Islensk málnefnd taldi það megingalla frumvarpsins. Ætla mætti að hér væri um að ræða grundvall- aratriði sem varðaði almenn mannrétt- indi. Engin umræða varð þó um það á Alþingi. Par var aðeins drepið á athuga- semd Ármanns Snævarr, en ekki minnst einu orði á umsögn og afstöðu íslenskrar málnefndar. Erfitt er að trúa því að Alþingi skuli standa að svo frumstæðri löggjöf á ofanverðri 20. öld. Einnig er erfitt að skilja hvers vegna íslensk málnefnd var sniðgengin við setningu þessara iaga. Eins og bent var á í síðasta tölublaði Málfregna (sjá bls. 2 og 31) taldi hún eðlilegt að henni yrði gert að tilnefna einn mann af þremur í frh. á bls. 26 2

x

Málfregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.