Málfregnir - 01.11.1991, Side 9

Málfregnir - 01.11.1991, Side 9
fyrir ötult starf hefur nefndin ekki undan að fjalla um þá kafla orðasafns IEC sem fengur væri að. Auk nýrra kafla berast nefndinni öðru hverju áður út gefnir kaflar sem endurskoðaðir hafa verið af IEC. Þeir kaflar þarfnast nýrrar um- fjöllunar Orðanefndar. Ljóst er að fastur starfsmaður sem helgaði sig orðanefnd- arstörfum, jafnvel þótt í hlutastarfi væri milli funda, gæti hraðað útgáfumálum mikið og létt áhugamönnunum innan Orðanefndar störf þeirra. Nokkrar orða- nefndir hafa notið krafta launaðs starfs- manns, og vonast Orðanefnd rafmagns- verkfræðinga eftir að komast í þann hóp. Orðanefnd telur það mikinn ávinning að hafa alþjóðlegt raftækniorðasafn að styðjast við og þýða. Starf nefndarinnar verður auðveldara að því leyti að ekki þarf að leita þeirra orða sem fjalla skal um. Alþjóðlega staðlaðar skilgreiningar á íðorðunum eru til, og ekki þarf að eyða tíma í að finna heppilegar skil- greiningar og eiga á hættu að þær séu ekki alls kostar fullnægjandi eða réttar. Hinu er svo ekki að leyna að íðorðum fjölgar hraðar en orðabækur fá skráð. Pað eru því harla mörg orð sem Orða- nefnd telur þörf á að fjalla um en eru ekki komin enn í orðasafn IEC. 3. Orðaleit og nýyrðasmíð Orðanefnd notar allar tiltækar aðferðir í orðaleit sinni. Aðferðirnar eru þó hvorki flóknar né frumlegar og kannski ekki margar: 1. Söfnun íðorða sem þegar eru til í tungunni og þekkt eru yfir hugtök sem nefndin fæst við hverju sinni. 2. Orðrétt þýðing erlends íðorðs. 3. Nýtt íðorð myndað úr gamalkunnum orðum og orðstofnum. 4. Gömul íslensk orð notuð á ný, breytt eða óbreytt. Pó að hugsanlega megi setja öll íðorð í einhvern eða einhverja ofantalinna flokka er uppruni orðanna ekki alltaf svona einfaldur eins og sést best af þeim dæmum sem nefnd eru hér á eftir. Islensk tunga er svo lánsöm að eiga eigin orð um náttúruvísindi, jafnvel allt frá miðöldum. Af eðlilegum ástæðum eru íðorð úr hagnýtum náttúruvísindum og nútímatækni miklu yngri. Þó má rekja þau allt til fyrri hluta 19. aldar ef litið er til rafmagnsfræði og rafmagns- tækni. í Tímariti Verkfrœðingafélags íslands birtust „Nokkur heiti úr raffræð- inni“ árin 1920 og 1923 eftir Orðanefnd Verkfræðingafélagsins með aðstoð Stein- gríms Jónssonar og Guðmundar Hlíð- dal. Þorri þessara orða er notaður enn og mörg þeirra óbreytt. Önnur eru þess virði að þau væru lífguð við. Að sjálf- sögðu hefur Orðanefnd RVFÍ tekið þessi orð í bækur sínar þar sem við á hverju sinni eins og segir um fyrstu aðferð Orðanefndar hér að ofan. Dæmin, sem nefna má, eru fjölmörg og sum fjörgömul: rafmagn (electricity), sími (telephone), bergmál (echo), frum- eind (atom), rafeind (electron). skeyti (telegram), rœsir (starter), rýmd (capa- city), span (induction), rið (period, cycle), riðstraumur (alternating cur- rent), sveiflurás (oscillatory circuit), afriða (rectify), snúður (rotor), vaf (winding), liði (relay), rafstrengur (elec- trical cable), var (fuse), spennir (trans- former), skammhlaup (short circuit), afl (power), orka (energy). Mörg orð breytast í notkun, ýmist vegna almennra breytinga á málinu, breytinga á smekk manna, viðhorfum eða tækninni sjálfri. Sumar breytingar eru þarfar, aðrar eru óæskilegar. Fáir gera greinarmun á raflögn húss og verkn- 9

x

Málfregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.