Málfregnir - 01.11.1991, Page 12

Málfregnir - 01.11.1991, Page 12
hand-, úti-, inni- o.s.frv. Svo undarlega vill til að þessi orð eru notuð í afar tak- mörkuðum mæli í samsetningum, eins og bíllugt, gaslugt, fjóslugt og tjaldlugt. Orðið lugt (eða lukt) er tökuorð, líklega úr lágþýsku luchte (eða dönsku lygte), sbr. Leuchte í þýsku. 4. Nefndarskipan í upphafi voru kjörnir 3 menn í Orða- nefnd RVFÍ vorið 1941. Helst svo til árs- ins 1948 að Guðmundur Marteinsson ber upp þá tillögu á aðalfundi RVFÍ að Jakobi Gíslasyni verði bætt við. Hann rökstuddi tillögu sína með því „hve mikinn áhuga Jakob hefði sýnt á smíði nýyrða“. Víst er að Jakob hefur staðið mjög nærri starfi nefndarinnar fyrstu ár hennar, þó að dráttur hafi orðið á að hann tæki formlega sæti í henni. Árið 1959 bættist enn við maður í nefndina, Eðvarð Ámason. Hann er ýmist nefndur ritari nefndarinnar eða framkvæmdastjóri. Um skeið var hann út- gáfustjóri Raftœkni- og Ijósorðasafns (I) en síðast er hann kosinn í nefndina 1968, rúmum tveimur árum fyrir andlát sitt. Á aðalfundi RVFÍ 1962 baðst Gunn- laugur Briem undan endurkosningu í nefndina. Jakob Gíslason verður for- maður en Jón A. Skúlason er kosinn í nefndina. Pað urðu því ekki miklar breytingar á mannaskipan hennar. Árið 1969, 28 árum eftir stofnun, var „bylting- arkennt“ í sögu nefndarinnar að því leyti að þá bættust þrír ungir verkfræðingar í nefndina, Bergur Jónsson, Sigurður Briem og Jón D. Þorsteinsson, en Eð- varð Árnason var hættur störfum í nefnd- inni og var ekki endurkjörinn. Kosnir nefndarmenn voru þar með orðnir sjö. Bergur og Sigurður starfa enn í nefndinni. Árið 1974 varð mesta breyting á nefnd- inni í sögu liennar. Alls hættu fjórir nefndarmenn störfum, Guðmundur Mar- teinsson, Jón D. Þorsteinsson, Jón A. Skúlason og Steingrímur Jónsson. Af öldungum nefndarinnar var formaðurinn, Jakob Gíslason, þá einn eftir. Samtímis hófu fimm nýir verkfræðingar störf með nefndinni, og eru tveir þeirra enn starf- andi, Gísli Júlíusson og ívar Þorsteins- son. Kosnir nefndarmenn voru nú níu. Næsta ár, 1975, bætist svo við enn einn þeirra áhugasömu félaga sem starfa í nefndinni, Jón Þóroddur Jónsson. Á næstu árum og allt til þessa hafa breytingar orðið nærri árlega í nefnd- inni. Nefndarmenn hafa ýmist látið af störfum eða nýir bæst við, enda taka nefndarstörfin mikinn tíma af tóm- stundum manna. Nefndarmenn úr hópi rafmagnsverkfræðinga eru kosnir á aðal- fundi RVFI sem er haldinn að vori. Fjöldi þeirra hefur verið frá sjö til níu. Að auki hefur nefndin um margra ára skeið haft málfræðilegan ráðunaut frá íslenskri málnefnd á fundum sínum, og hafa nokkrir málfræðingar gegnt því starfi. Undanfarin 10 ár hefur Hreinn Jónasson rafmagnstæknifræðingur einnig verið í nefndinni. Yfirleitt eru fundir haldnir í hverri viku, allt árið um kring, og hafa komist upp í 42 á ári, enda þótt stundum hafi reynst erfitt að halda viku- lega fundi á sumrin á undanförnum árum. Fundirnir standa allt að 3 klukku- stundir, utan venjulegs vinnutíma. Sá nefndarmanna, sem starfað hefur lengst í nefndinni, er Jakob Gíslason. Hann starfaði sem kjörinn nefndar- maður frá 1948 til dauðadags, í árs- byrjun 1987, eða 39 ár og sennilega lengur í raun. Hann var einn sérfræði- legra ráðunauta Orðanefndar Verk- fræðingafélagsins, eins og fram hefur komið, og átti því nálægt 60 ára starf- sferil að baki við íslenska nýyrðagerð á 12

x

Málfregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.