Málfregnir - 01.11.1991, Síða 13
sviöi raftækni. Tuttugu og tvö ár var
hann formaður Orðanefndar en lét af
starfi í marslok 1984. Við formennsku
tók Bergur Jónsson og gegnir henni enn.
í fjölmörg ár hefur Orkustofnun og
þar áður Raforkumálaskrifstofan séð
nefndinni fyrir góðri fundaraðstöðu, og
ýmsir starfsmenn stofnananna hafa
reynst nefndinni hinar mestu hjálpar-
hellur. Fyrir það er Orðanefnd þakklát.
5. Verkefni, leyst og óleyst
Eins og fram hefur komið, voru viðfangs-
efni Orðanefndar frá upphafi fram til
1950 valin af handahófi og orðum safnað
eftir þörfum og tilviljunum. Árangur
þess starfs er þó óneitanlega frambæri-
legur þar sem eru nærri 2200 orð sem
birtust í bókinni Orðasafn II. Rafmagns-
frœði, út gefinni 1952, eins og áður segir.
Um 1950 beindist athygli Orðanefndar
að orðasafni IEC, International Electro-
technical Vocabulary. Viðfangsefni nefnd-
arinnar hafa síðan nær eingöngu verið í
því orðasafni, þó með hliðarsporuin,
eins og rakið hefur verið. Raftœkni- og
Ijósorðasafn, sem út kom 1965, hefur að
geyma rúm 2100 orð. Þar af eru rúm 500
orð úr orðasafni Alþjóða ljóstækninefnd-
arinnar, CIE. Árið 1973 kom út Raf-
tœkni- og Ijósorðasafn II með rúmum
2100 orðum eins og fyrra bindið. Þessi
orð voru öll úr safni IEC.
Árið 1988 hefst útgáfa nýrrar ritraðar
Orðanefndar RVFI. Pá kemur út Raf-
tœkniorðasafn I - Práðlaus fjarskipti
með nærri 1050 uppflettiorðum. Næsta
ár, 1989, kom út Raftœkniorðasafn 2 -
Ritsími og talsími, með rúmlega 1100
orðum. Raftœkniorðasafn 3 - Vinnsla,
flutningur og dreifing raforku geymir um
620 orð, og í Raftækniorðasafni 4, sem
kemur væntanlega út i haust og fjallar
um aflrafeindatækni og rafeindalampa,
verða um 760 orð.
Þá verða rétt innan við 10.000 upp-
flettiorð komin á prent í 7 bókum Orða-
nefndar rafmagnsverkfræðinga. Rúm-
lega 1500 uppflettiorð til viðbótar hafa
verið þýdd en verða aldrei gefin út, þar
sem þau eru í orðabókarköflum frá IEC
sem lýstir hafa verið úreltir. Þau nýtast
hins vegar við vinnslu þeirra tæplega
2700 uppflettiorða sem nefndin vinnur
við um þessar mundir og eru flest langt
komin í umfjöllun. Þá eru eftir ótalin
tæplega 600 orð sem nefndin hefur þýtt í
safni World Energy Conference (WEC)
en ekki hafa verið gefin út, ógrynni orða
í íslenskum staðli, ÍST/IEC 117, sem
nefndin fjallaði um fyrir Staðladeild Iðn-
tæknistofnunar í nærri V/2 ár fyrir fáein-
um árum og nærri 1600 uppflettiorð sem
nefndin á í fórum sínum en ekki hefur
verið ráðist á enn. Lætur þá nærri að
Orðanefnd hafi ljallað um 15.000 upp-
flettiorð á ferli sínum og gefið 10.000
þeirra út, um 2.500 séu að hljóta endan-
lega meðferð fyrir birtingu og álíka mörg
séu skemmra á veg kominn.
Spyrja má hvað taki svo við. Því verð-
ur ekki svarað með vissu nú en benda má
á að bæði bindi Raftœkni- og Ijósorða-
safns eru þrotin. Orðasafn IEC er sífellt
að vaxa, og Orðanefnd telur sig ýmsa
kafla varða sem enn hefur ekki verið lit-
ið á vegna tímaskorts. IEC endurskoðar
í sífellu eldri kafla orðasafns síns, og
Orðanefnd RVFÍ þyrfti að fylgjast með
þeim breytingum, ekki síst ef til endur-
útgáfu einhverra binda í Raftœkniorða-
safni kæmi. íslenskt raftæknimál er
breytingum undirorpið eins og hin
erlendu, og nýrra orða er þörf með nýrri
tækni. Orðanefnd sér því fram á óþrjót-
andi verkefni.
13