Málfregnir - 01.11.1991, Side 14
Lög um mannanöfin
(nr. 37/1991)
I. KAFLI
Eiginnöfn
1. gr.
Hverju barni skal gefa eiginnafn, þó
ekki fleiri en þrjú.
Þeir sem fara meö forsjá barns hafa
bæði rétt og skyldu til að gefa því eigin-
nafn eftir því sem greinir í lögum þessum.
2. gr.
Eiginnafn skal vera íslenskt eða hafa
unnið sér hefð í íslensku máli. Það má
ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi.
Eiginnafn má ekki heldur vera þannig að
það geti orðið nafnbera til ama.
Hvorki má gefa stúlku karlmannsnafn
né dreng kvenmannsnafn.
Óheimilt er að gefa barni ættarnafn sem
eiginnafn nema hefð sé fyrir því nafni.
3. gr.
Mannanafnanefnd skv. 17. gr. skal til við-
miðunar við nafngjafir semja skrá um þau
eiginnöfn sem heimil teljast skv. 2. gr. og
er hún nefnd mannanafnaskrá í lögum
þessum. Hagstofa íslands gefur skrána út,
kynnir hana og gerir aðgengilega almenn-
ingi og sendir hana öllum sóknarprestum
og forstöðumönnum skráðra trúfélaga.
Skrána skal endurskoða eftir því sem þörf
er á en hún skal gefin út í heild eigi
sjaldnar en á þriggja ára fresti.
4. gr.
Barn getur öðlast nafn við skírn í þjóð-
kirkjunni eða í skráðu trúfélagi eða með
tilkynningu um nafngjöf til Hagstofu
íslands, Þjóðskrár, prests eða forstöðu-
manns skráðs trúfélags.
Skylt er að gefa barni nafn innan sex
mánaða frá fæðingu þess.
5. gr.
Eigi að gefa barni nafn við skírn sem
prestur þjóðkirkjunnar, forstöðumaður
eða prestur skráðs trúfélags á að annast
skal forsjármaður þess skýra þeim, um
leið og skírnar er óskað, frá nafni því
eða nöfnum sem barnið á að hljóta. Sé
nafn, sem barn á að hljóta, ekki á
mannanafnaskrá skal prestur eða for-
stöðumaður trúfélags ekki samþykkja
það að svo stöddu né gefa það við skírn
heldur skal málið borið undir manna-
nafnanefnd.
Hafi barn verið skírt skemmri skírn
má, þegar skírn er lýst eða hún tilkynnt
skv. 1. mgr. 4. gr., gefa barni nýtt nafn í
stað þess sem því var áður gefið eða
annað nafn til viðbótar áður gefnu nafni.
Berist Þjóðskrá tilkynning um eigin-
nafn, sem er ekki á mannanafnaskrá,
skal það ekki skráð að svo stöddu heldur
skal málinu skotið til mannanafnanefnd-
ar.
6. gr.
Mannanafnanefnd kveður upp úrskurði í
þeim málum sem til hennar er vísað skv.
5. gr. Urskurðir skulu kveðnir upp svo
fljótt sem við verður komið og ekki síðar
en innan tveggja vikna frá því mál barst
nefndinni. Ef felldur er synjunarúr-
skurður skal forsjármaður barns velja
14