Málfregnir - 01.11.1991, Blaðsíða 26

Málfregnir - 01.11.1991, Blaðsíða 26
vörusýningum og í minjagripaverslun- um. Ákvæði frumvarpsins ná til auglýs- inga hér á landi og því ekki til auglýs- inga í erlendum sjónvarps- eða hljóð- varpssendingum né auglýsinga í erlend- um blöðum, tímaritum og öðrum prentgögnum sem berast til íslands nema þeim sé beint sérstaklega að ís- landi og unnt sé að koma fram ábyrgð á hendur þeim sem stendur að baki dreifingunni. Verði frumvarpið að lögum verður aðalreglan sem sé sú, eins og fyrr greinir, að allar íslenskar auglýsingar og þær erlendar auglýsingar, sem sér- staklega er beint að íslandi, skuli vera á lýtalausri íslensku. Við verðum að trúa því að þarna verði byggður varn- argarður sem eitthvert hald verður í. Lokaorð Eg hef nú nefnt nokkur nýleg dæmi um ýmsar aðstæður sem íslenskt mál hefur staðið frammi fyrir á síðustu misserum og reynt að sýna hvernig viðbrögðum hefur verið háttað. Of snemmt er um að segja hvar vinnast sigrar og hvar verður undan að láta. Eins og nú horfir má segja að þótt íslensk málrækt gæti þurft að láta hlut sinn að nokkru leyti fyrir alþjóðlegri fjölmiðlun sé e.t.v. að vænta betri niðurstöðu af öðrum vígstöðvum sem hér hefur verið greint frá. Einkum eru miklar vonir bundnar við íðorðastarf og þýðingar á ýmsum sviðum. Á þessari stundu er okkur óhætt að vera tiltölulega bjartsýn á að við vinnum fleiri orrustur en við töpum. En stríðinu er alls ekki lokið.. Mannanafnanefnd tekin til starfa frh. af bls. 2 mannanafnanefnd og rökstuddi það vandlega (sjá Málfregnir 8, bls. 16—17). Endurskoðun mannanafnalaganna frá 1925 var mikið nauðsynjamál, en mjög var það misráðið að tengja hana ekki á neinn hátt við þá miklu skipulagsbreyt- ingu sem orðið hefir síðan 1925 með stofnun íslenskrar málnefndar 1964 og lagasetningu um starfsemi hennar 1984 ásamt lagabreytingu um stækkun nefnd- arinnar 1989. Engin skýring hefir fengist á því hvers vegna sjónarmið fslenskrar mál- nefndar voru virt að vettugi á Alþingi. í umræðum þingsins er ekki á þau minnst og þá ekki heldur í dagblöðum né hljóðmiðlum. Reyndar var fjarska lítill almennur áhugi á þessu máli meðan það lá fyrir Alþingi í frum- varpsformi. Helst voru fjölmiðlar að reka upp hljóð þegar allt var um seinan og frumvarpið orðið að lögum. Hér er ekki við Mannanafnanefnd að sakast. Hennar bíða nú vandasöm verk- efni, og henni mun ekki veita af árnað- aróskum. Hún er því boðin velkomin til starfa og henni óskað góðs gengis. — fíJ 26

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.