Málfregnir - 01.11.1991, Síða 27
Ritfregnir
eftir Ara Pál Kristinsson og Baldur Jónsson
Áætlun um tilhögun íðoröastarfsemi.
Tillögur. Eftir Sigrúnu Helgadóttur og
Kristján Árnason. íslensk málnefnd.
Menntamálaráðuneytið. Reykjavík 1991.
36 bls. Fjölrit.
Þetta rit er skýrsla sem stjórn íslenskrar
málnefndar lét taka saman að beiðni
menntamálaráðuneytisins snemma á
þessu ári. Þar er m.a. að finna glöggt
yfirlit yfir þá íðorðastarfsemi sem hér er
stunduð nú, markmið hennar og síðan
tillögur um verkefni og hvernig að þeim
skuli staðið. — BJ
Drög að leiðbeiningarriti fyrir orða-
nefndir og aðra þá sem áhuga hafa á vali
og skráningu íðorða. Fjölritað sem
handrit. íslensk málstöð 1991. 79 bls.
Oft hefir verið um það rætt á undan-
förnum árum að taka þyrfti saman leið-
beiningar handa orðanefndum, bæði um
orðmyndun og önnur vinnubrögð.
Þörfin hefir verið augljós en skilyrði
hefir skort til að bæta úr henni þar til nú.
Menntamálaráðuneytið og íslensk mál-
nefnd efndu í sameiningu til málþings 9.
mars sl. með orðanefndum og öðrum sem
hafa áhuga á íðorðastarfsemi, og í tilefni
af því fékk sú hugmynd nýjan byr að
efna þyrfti til rits af þessu tagi. Ari Páll
Kristinsson, Sigrún Helgadóttir og Sig-
urður Jónsson frá Arnarvatni tóku ritið
saman, og var því útbýtt á fyrrnefndu
þingi 9. mars.
Fyrsti hluti ritsins er almennur inn-
gangur að íðorðafræði og aðferðum
hennar. Annar hluti fjallar um orð-
myndun í íslensku, og þriðji hluti er lýs-
ing á gagnagrunni fyrir skrásetningu á
íðorðum ásamt dæmum úr frágengnu
orðasafni og stuttri lýsingu á forritum til
úrvinnslu.
Enn er þetta ófullburða verk, en hefir
þegar komið í góðar þarfir. — BJ
Það er leikur að skrifa. Eftir Ólaf M.
Jóhannesson. Iðnú. Reykjavík 1991. 196
bls.
Höfundur bókarinnar, Ólafur M. Jó-
hannesson, hefur fengist við íslensku-
kennslu og greinaskrif. Hann er líklega
þekktastur fyrir pistla sína í Morgun-
blaðinu, „ljósvakarýni", en þar fjallar
hann raunar oft um íslenskt mál og með-
ferð þess í fjölmiðlum.
Bókin Pað er leikur að skrifa er öðrum
þræði samin með þarfir framhaldsskóla-
nema í huga en jafnframt nýtist hún
hverjum þeim sem leggja vill fyrir sig rit-
gerða- eða greinaskrif.
Á síðustu árum hafa komið fram
nokkrar nýtilegar bækur um ritun og
frágang. Þær sem helst hafa verið í
notkun í framhaldsskólum eru Handbók
um ritun og frágang, Fram á ritvöllinn,
Ritgerður og Ritgerðabókin. Nú bætist
Pað er leikur að skrifa \ þeirra hóp.
Verður ekki annað sagt en að kennarar
hafi úr ýmsu efni að moða á þessu sviði,
og eru það mikil og góð umskipti frá
fyrri árum.
í þremur fyrstu köflum Pað er leikur
27