Málfregnir - 01.11.1991, Qupperneq 29
Bögubókin. Eftir Ragnar Inga Aðal-
steinsson. Höfundur gaf út. Reykjavík
1990. 64 bls.
Þetta kver er tekið saman í því skyni að
leiðbeina byrjendum við vísnagerð. Eins
og allir vita hafa margir gaman af að
setja saman vísur, en gengur misjafn-
lega, og býsna oft virðast vísnasmiðir
furðulega ósnortnir af þekkingu á
íslenskum bragreglum, nema helst rími.
Fagna má hverri heiðarlegri tilraun til að
bæta úr því, svo sem þessari bók, sem
höfundur segir í formála að ætlunin hafi
verið að kenna í nokkrum framhalds-
skólum í vetur sem leið.
Hér eru kynnt undirstöðuhugtök og
meginreglur íslenskrar braglistar með
vísnadæmum frá höfundi sjálfum sem er
vel hagmæltur. I ljóðstafakynningu í 7.
kafla þar sem s er til meðferðar fá
lesendur t.d. þessa vísu (bls. 24):
Hér má eyðisveitir sjá
sumum vekja trega.
Sínrastaurar syngja þá
söngva dapurlega.
Efni vísnanna á við nútímann í sveitum
og bæjum og ætti ekki að vera framand-
legt íslenskum unglingum. Margar tengj-
ast bílakstri. Rösklega 30 verkefni eru í
bókinni og langflest „felast í því að raða
saman orðum þannig að úr verði rétt
gerð vísa“, segir höfundur í formála.
Bókin skiptist í 15 kafla, og eru 14 þeirra
helgaðir ferskeytlunni, en í síðasta
kaflanunr eru kynntir nokkrir aðrir brag-
arhættir með dæmum.
Án efa er málþroskandi að læra góðar
vísur og kvæði utanbókar í æsku, og
hefir margur búið vel að því. Leiðbein-
ingar um vísnagerð eru líklegar til að
hvetja til kvæðalesturs, og eru því af
hinu góða.
Bókin endar á hvatningu til lesenda
um að þeir virði eitt af æðstu boðorðum
þeirra sem unna tungumálinu og láti
annaðhvort frá sér fara rétt gerða vísu
eða enga. Þess væri óskandi að Bögu-
bókin gæti orðið til að glæða góða vísna-
gerð og vekja áhuga á vel kveðnum
vísum og kveðskap yfirleitt. Vonandi
gleymist þá ekki að vont málfar getur
spillt rétt kveðinni vísu. — BJ
Sprákideologi og sprákplanlegging i
Noreg. Ritstjórar: Helge Sandóy, Arne
Torp, Kjell Ivar Vannebo og Lars S.
Vikór. Nordisk institutt, Universitetet i
Bergen. 1991. 211 bls.
Ritstjórar þessarar bókar, sem eru mál-
fræðingar í háskólunum í Björgvin og
Ósló, gengust fyrir ráðstefnu í Noregi í
fyrrahaust um það efni sem nefnt er í
bókartitli og við getum líklega einna
helst kallað málstefnu og málstýringu í
Noregi. Bókin er afrakstur ráðstefn-
unnar. Þar eru birtar 11 greinar eftir
jafnmarga höfunda, að stofni til erindi
sem þeir fluttu á ráðstefnunni. Flestir
þeirra eru Norðmenn. En þó að efni
bókarinnar sé í orði kveðnu bundið við
Noreg er margt í umræðu um málstefnu
og málstjórn sem aðra varðar um,
a.nr.k. okkur íslendinga.
Hugmynd þeirra fjórmenninga var að
koma af stað umræðu um sambandið á
milli málpólitískra hugmynda eða mál-
hugsjóna annars vegar og skipulegra
aðgerða til málsamræmingar hins vegar.
Hið síðarnefnda, sem þeir nefna „sprák-
planlegging“ og felur í sér skipulegar
aðgerðir til afskipta af máli samfélagsins,
vilja þeir telja til vísindastarfsemi, en
hafa áhyggjur af því að ekki sé alltaf
hnökralaust samband á milli þeirra hug-
mynda sem settar eru fram um þau efni
og framkvæmd þeirra, vegna þess að for-
sendurnar, meginreglur og hugsjónir,
séu ekki teknar vísindalegum tökum,
ekki kannaðar og greindar vísindalega.
Kenning og framkvæmd séu hvor í sínum
29