Málfregnir - 01.11.1991, Blaðsíða 30

Málfregnir - 01.11.1991, Blaðsíða 30
heimi og tímabært að gera tilraun til að tengja þessa heima saman. — BJ Mannanafnaskrá. Hagstofa íslands. Þjóðskrá. Reykjavík 1991. 52 bls. [Fjölrit] Mannanafnalögin nýju, nr. 37/1991, öðluðust gildi 1. nóvember sl. Sam- kvæmt þeim hefir Mannanafnanefnd verið stofnuð og er tekin til starfa. Fyrsta verk hennar var að semja þessa skrá um þau eiginnöfn sem heimil teljast sam- kvæmt lögunum. Um þörfina fyrir slíka skrá hefir nú verið talað áratugum saman, og má því segja að hennar hafi verið beðið með eftirvæntingu. Sam- kvæmt mannanafnalögunum frá 1925 átti heimspekideild Háskóla íslands að taka saman skrá yfir ólögmæt manna- nöfn, en af því varð aldrei, enda hægara um að tala en í að komast. Verkefni Mannanafnanefndar er að vísu ekki auð- velt en þó stórum vitlegra en sá kross sem lagður var á heimspekideild og hún fékk aldrei undir risið. Þau nöfn eru heimil sem íslensk eru eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli, segir í formálsorðum nefndarinnar. „Þau skulu ekki brjóta í bága við íslenskt málkerfi og mega ekki vera þannig að þau geti orðið nafnbera til ama“, segir þar enn fremur. Þetta er boðskapur lag- anna sem nefndinni ber að túlka. Nefndin leggur áherslu á að þessi fyrsta útgáfa sé ekki tæmandi upptalning, enda gert ráð fyrir því í lögunum að hún verði endur- skoðuð eftir þörfum og gefin út aftur eigi sjaldnar en á þriggja ára fresti. Forsjár- mönnum barna, prestum og forstöðu- mönnum skráðra trúfélaga er bent á að snúa sér til Mannanafnanefndar ef fyrir- hugað nafn er ekki að finna á skránni. Nefndin úrskurðar þá hvort nafnið skuli heimilað og tekið á skrána í næstu út- gáfu. Mér telst svo til að á þessari fyrstu mannanafnaskrá séu alls 1743 eiginnöfn, 886 stúlknanöfn og 857 drengjanöfn. Þá eru t.d. nöfnin Friðrika og Friðrikka talin vera tilbrigði af einu og sama nafni. Slíkar tvímyndir eru nokkrar á skránni: Anika, Annika\ Elenóra, Elinóra; Elfa, Elva; Adolf, Adólf; Auðun, Auðunn o.fl. Mismunandi greinimörk má við hafa til að skilja á milli nafna og nafn- brigða, en ekki er ljóst í fljótu bragði hver þau eru hér. Hvers vegna teljast t.d. Elenóra og Elinóra vera tilbrigði af sama nafni, en Emelía og Emilía tvö nöfn? Það er annars tvennt sem vakti helst athygli mína við að fletta þessari nafna- skrá. Annað er það hve rýr nafnaforði okkar virðist vera. Hitt er það hve mikið er hlutfallslega um erlend nöfn og and- kannaleg. Auðvitað vantar ýmislegt á skrána, en eigi að síður má gera ráð fyrir að þarna séu þegar komin flestöll nýti- legustu nöfnin sem ísiendingum eru til- tæk og lögin leyfa, og þá er úrvalið býsna lítið eins og ég hefi áður gefið í skyn („Kvenmannsnafnið Berglind og beyg- ing þess“. Málfregnir 3,1 1989, bls. 3). Fyrir 12 árum kom út í Svíþjóð bók með sænskum skírnarnöfnum (Förnamns- boken eftir Sture Allén og Staffan Wáhlin). Þar er að finna rösklega 10.000 nöfn karla og kvenna, og er þó sleppt öllum nöfnum sem höfðu færri nafnbera en 10. Mér er ljóst að þessi samanburður er ekki alls kostar sanngjarn, m.a. vegna þess að Svíar eru 34 sinnum tleiri en við. Þó megum við vel hugsa til þess að auðga nafnaforða okkar að góðum íslenskum nöfnum. En þegar öllu er á botninn hvolft er e.t.v. enn ineiri ástæða til að hvetja til betri nýtingar á þeim góðu nöfnum sem við eigum. Hún er fjarri því að vera nógu góð. Það er t.d. eftirtektar- vert að enginn maður skuli vera á þjóðskrá með því ágæta nafni Hrólfur Sveinssotú — BJ 30

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.