Málfregnir - 01.12.2003, Page 14

Málfregnir - 01.12.2003, Page 14
Orðabankinn Árið 1999 var samið við íslenska málstöð um að setja líforðasafnið í orðabankann þar sem það hefur verið síðan. Árið 2000 fengum við aftur styrk frá Málræktarsjóði til að betrumbæta safnið enn frekar með því að semja skilgreiningar við flettumar. Ári seinna fengum við einnig góðan styrk frá Norrænu málráði og hef ég unnið að því síðan að bæta inn flettum og semja skilgreiningar við allar flettur safns- ins. Vinnan við þetta getur farið fram nán- ast hvar sem er í heiminum þar sem hún er unnin á Netinu, nánar tiltekið í vinnsluhluta orðabankans. Ég er þó ekki mikill heims- homaflakkari og kýs helst að vinna þetta í innsta herbergi íslenskrar málstöðvar þar sem ég er ætíð velkomin og fæ þá aðstoð og þau ráð sem ég þarfnast til að halda ótrauð áfram. Ekki skemmir heldur fyrir skemmti- legur félagsskapur og óvenjugott kaffi! Vinnslan Ég ætla nú að lýsa í stuttu máli hvemig ég vinn þetta. • Til viðmiðunar nota ég svipaða bók á ensku með góðar skilgreiningar á hug- tökum í faginu og fyrir valinu varð 11. útgáfa af Henderson 's Dictionary of Bio- logical Terms sem í eru yfir 23.000 flett- ur með skilgreiningum. • Finni ég þar hugtak sem ekki er í Líf- orðasafninu en ætti að vera þar að minu mati bæti ég því inn í safnið. • Næst leita ég að íslenskri þýðingu. Fyrst leita ég í orðabankanum sjálfum enda nokkuð mörg líffræðitengd söfn þar eins og áður sagði. • Ef hugtakið er ekki þar leita ég í þeim handbókum sem til em á þessu sviði. • Til að semja skilgreiningu við flettu á ís- lensku styðst ég oft við skilgreininguna í bók Hendersons en leita jafnframt í aðr- ar heimildir, einkum á Netinu sem má með réttu segja að sé hafsjór fróðleiks eins og alþjóð veit. • Finni ég enga þýðingu fyrir hugtak sem ég vil bæta í safhið geri ég tillögu um nýyrði eða í versta falli laga ég enska hugtakið að íslensku. • Ég er nokkuð djörf að búa til nýyrði sem byggjast á inntaki skilgreininganna því að áður en þau fara í birtingarhluta orða- bankans prenta ég handritið út og læt það í hreinsunareld til mér fróðari manna um íslenskt mál og líffræði en þar ber hæst forstöðumann Islenskrar málstöðvar og að sjálfsögðu meðhöfund minn. • í kjölfar endurbóta og leiðréttinga, sem ég geri eftir meðferð í hreinsunareldin- um, bið ég ritstjóra orðabankans að setja líforðasafnið, eins og það er þá orðið í vinnsluhlutanum, í birtingarhluta orða- bankans. • í byrjun þessa mánaðar vom 8.702 flett- ur í líforðasafninu í birtingarhluta orða- bankans en 10.208 í vinnsluhlutanum sem ber vott um talsverðan vöxt í safn- inu um þessar mundir. Þróun málsins Þróun málsins hefur verið geysilega hröð síðustu áratugi, ekki síst í ffæðamáli, og er enn. Þýðingar, sem þóttu góðar og gildar fyrir fáeinum áratugum, geta jafnvel talist fráleitar nú. Dæmi þessa má finna í líforðasafhinu. Fyrir nokkm barst athugasemd frá notanda orðabankans sem hafði rekist á sérkennilega þýðingu í Líforðasafninu og benti á að ef til vill væri vert að lagfæra hana. Ritstjóri orðabankans sendi okkur höfundum þessa ábendingu og urðum við að viðurkenna að notandinn hefði þó nokkuð til síns máls. Umrætt hugtak er ejaculatory duct. Ef því er flett upp í Líforðasafninu birtist þýðing sem nú á dögum hefur allt aðra merkingu en hér á við. Við rannsóknir á uppruna þýðingarinnar í kjölfar ábendingar notandans bárust böndin strax að tveimur tímamótaverkum á þessu sviði, Islenskum lœknisfræðiheitum og Alþjóðlegum og ís- lenskum lijfœraheitum. Uppfletting í þessum 14

x

Málfregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.