Málfregnir - 01.12.2003, Side 25

Málfregnir - 01.12.2003, Side 25
SIGURÐUR KONRÁÐSSON * Um samstarf Islenskrar málnefndar og skóla Greinargerð á norrœna málnefndaþinginu 2003. Þingið fjallaði um málrœkt og skóla. -Ritstj. 1. íslensk málnefnd heldur árlega málrækt- arþing í tengslum við dag íslenskrar tungu 16. nóvember. Árið 1999 bar þingið heitið „íslenskt mál og menntun“ og var haldið 20. nóvember. Málræktarþingið var haldið í samvinnu við Samtök móðurmálskennara og Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Is- lands. Bjöm Bjarnason menntamálaráð- herra ávarpaði þingið en auk hans fluttu er- indi deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu, auk kennara á öllum skólastigum (sjá Mál- fregnir 17-18). Efni þingsins tók nokkurt mið af því að þetta ár vom gefnar út nám- skrár fyrir leikskóla, gmnnskóla og fram- haldsskóla. í lok ráðstefnunnar ræddu fmm- mælendur og þinggestir saman um þetta efni. Umræður voru hreinskiptnar og gagn- legar. Eins og oft vill verða var mest rætt um það sem betur mátti fara við gerð námskráa. Ávinningurinn af þingum sem þessum er sennilega sá helstur að kennarar á mismun- andi skólastigum fá tækifæri til þess að hitt- ast og bera saman bækur sínar. 2. íslensk málnefnd hefur verið aðili að degi íslenskrar tungu ffá upphafi, árið 1996. Nú hefur íslensk málstöð tekið að sér að standa að ffamkvæmd hátíðarhalda í tilefni dagsins fyrir menntamálaráðuneytið. Áhrif dags ís- lenskrar tungu em ótvíræð í samfélaginu. En hvergi eru þau jafn áberandi og í grunn- skólanum. í mörgum skólum er mikill metn- aður lagður í allan undirbúning misjafnlega viðamikillar dagskrár. Mestu skiptir að hér nýtur sköpunargleði og hugkvæmni kennara og nemenda sín í ríkum mæli. Á heimasíðu verkefnisins eru nefnd ýmis dæmi um verk- efni. Nefna mætti sem dæmi ljóðalestur, upplestrarkeppni, ritunarsamkeppni, verð- laun og viðurkenningar, handritasýningar, samkomur af ýmsum toga, tónlistarflutning þar sem einungis væri sungið á íslensku, upplestur úr nýjum eða eldri bókum o.m.fl. 3. Stóra upplestrarkeppnin hefúr skapað sér sess í íslensku skólalífi á síðastliðnum ára- tug. Nú er svo komið að langflestir skólar um land allt taka þátt í henni. Frumkvæðið kom frá kennurum í Kennaraháskóla Islands sem tókst að virkja grunnskóla til starfsins með aðstoð menntamálaráðuneytis, sveitar- félaga og ýmissa stofnana, þar á meðal ís- lenskrar málstöðvar. 4. Islensk málnefhd og málstöð lögðu Mjólkursamsölunni lið í tengslum við svo- kallað Femuflug, samkeppni meðal bama um texta til birtingar á mjólkurumbúðum. 5. í lögum um nr. 2/1990, um íslenska mál- nefnd, segir að hún skuli gefa út stafsetning- arorðabók. Árið 1989 var Réttritunarorða- bók handa grunnskólum gefin út. Hún var miðuð við notkun í grunnskólum og var af- ar vel tekið. Reynslan af notkun hennar hef- ur verið góð. Gallinn var bara sá að bókin var allt of lítil (um 14.500 flettiorð). Nú er unnið að því í Islenskri málstöð að taka saman nýja orðabók og í henni verða um 95.000 orð. 6. í Stefnuskrá Islenskrar málnefndar 2002-2005 (http://www.ismal.hi.is/Stefnu- skra2002-2005.htmn segir að málnefndin telji afar brýnt að leggja rækt við böm og unglinga í málfarslegu efni. Ástæðurnar eru 25

x

Málfregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.