Málfregnir - 01.12.2004, Síða 22

Málfregnir - 01.12.2004, Síða 22
Atviksorð eða forliður og lýsingarháttur sagnar getur orðið að lýsingarorði sem er ritað í einu lagi, skv. meginreglunni í lið 69. áðurgreindur • áðurnefndur • eftirágreiddur • eftirfarandi • eftirfylgjandi • eftirkomandi • eftirlifandi • framanritaður • framansagður • framkominn • framúrskarandi • fullunninn • fyrirframákveðinn • fyrrgreindur • fyrrnefndur • fyrrtalinn • heittelskaður • innilokaður • niðursokkinn • núgildandi • næstkomandi • næstliðinn • ofandottinn • ofangreindur • ofan- nefndur • ofantalinn • óviökomandi • samansaumaður • síðastliðinn • skjótafgreiddur • sundurgrafinn • svofelldur • svohljóðandi • svokallaður • svolítill • svonefndur • tilsettur • undanfarandi • undanfarinn • uppáfallandi • uppáklæddur • uppiliggjandi • uppistandandi • uppstoppaður • utanaðkomandi • utanaðsteðjandi • utanáliggjandi • úrsérgenginn • útaf- liggjandi • útúrdrukkinn • yfirstandandi • þágildandi Ýmis dæmi eru þó um að slíkt verði ekki ein heild. áður afskrifað • vel greiddur • vel syndur • þar að lútandi • þar af leiðandi • þar til hæfur Mismunandi merking og áhersla getur kallað á mismunandi rithátt i sumum tilvikum. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson er svo nefnt því að viö vildum heiðra minningu hins þekkta fiskifræðings og frumkvöðuls í hafrannsóknum. - í skipinu er svonefndur fellikjölur sem hægt er að slaka nokkra metra niður úr botni skipsins. Jón var svo heitt elskaöur af sinni heittelskuðu eiginkonu að hún gat ekki án hans verið. Að jafnaði eru orðasambönd með töluorðum rituð i aðskildum orðum. eins hreyfils flugvél • eitt hundrað þrjátíu og sjö • fimm þúsund króna seðill • fyrsta mai ganga • nítjándu aldar skáld • sautjánda júní hátíðarhöld • tólf spora kerfi • tuttugu og tveir • tveggja flokka fyrirkomulag • tvö þúsund þrjú hundruð fimmtiu og níu • sjötugasti og annar • tvö þúsund fjögur hundruð sextugasti og fyrsti Einstaka sinnum renna þó töluorð og nafnorð í eignarfalli í eina heild með eftirfarandi nafnorði. Slíkur ritháttur verður að styðjast við hefð. átjánbarnafaðir • fimmaurabrandari • fjórðapartsnóta • sjöviknafasta • þúsundþjalasmiður 75 76 Samkvæmt hefð eru heiti íslenskra fornsagna rituð í aöskildum orðum. Bárðar saga • Brennu-Njáls saga • Egils saga Skalla-Grímssonar • Ögmundar þáttur dytts í dæmum á borð við þau sem hér fara á eftir er um að ræða orðasambönd fremur en samsett orð og þvi eru þau rituö i tveimur orðum. alls konar • alls kostar • alls kyns • alls staðar • annars staðar • annars vegar • einhverju sinni • einhvern tima(nn) • einhvern veginn • einhvers konar • einhvers staðar • eins konar • einu sinni • eitt sinn • engan veginn • hins vegar • hverju sinni • hvers konar • hvers kyns • hvers vegna • lítils háttar • margs konar • margs kyns • meiri háttar • mikils háttar • minni háttar • nokkru sinni • nokkurn tíma(nn) • nokkurn veginn • nokkurs konar • nokkurs staðar • sams konar • sums staðar • tvenns konar • ýmiss konar • þess háttar • þess kyns • þess vegna Sambönd með konareöa kyns má þó rita sem eina heild en fremur er mælt með rithætti í tveimur orðum alls kyns allskyns eins konar einskonar 22

x

Málfregnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.