Málfregnir - 01.12.2004, Page 25
Bandstrik má nota í ýmsum lýsingarorðum sem eru samsett af tveimur eða fleiri liðum.
þýsk-franskur • grísk-katólskur • dansk-norsk-sænskur
85
86
87
88
89
Bandstrik má nota i samtengdum fyrirtækjaheitum.
Landflutningar-Samskip • Sjóvá-Almennar
Bandstrik má nota milli tölustafa þegar svo ber undir.
Ég verð erlendis í 3-4 ár.
Hún var formaður 1978-1983.
Námskeiðið verður haldið dagana 3.-6. júlí.
Bandstrik er stundum notað í stað orðliða i orðasamböndum til að komast hjá endurtekningu.
I tösku- og hanskaframleiðsla • töskuframleiðsla og -sala • framsóknar-/sjálfstæðismenn
Bandstrik er notað í samsettum og afleiddum orðum þar sem fyrri liðir eru tölur, tákn eða
skammstafanir af einhverju tagi.
a-liður • fob-verð • 13-menningarnir • KFUM-maður • 1,5%-reglan • x-ás • KR-ingur •
BA-próf • OECD-skýrslan • B-hluti • B-hlutastofnun • 68-kynslóðin • í n-ta veldi
Mælt er með þvi að nota bandstrik í samsettum orðum þar sem erlent sérnafn er fyrri liður ef
ritháttur þess samræmist ekki ritvenju í íslenskum orðum.
Bernoulli-lögmál • Boeing-þota • Chicago-búar • Gaza-svæðiö • Mitsubishi-umboðið •
Nairobi-samkomulag • Washington-fundurinn
Athuga til samanburðar:
Góbíeyðimörkin • Rómarsáttmáli • Jerúsalemsamkomulag • Kaírófundurinn • Ríóferlið
Ef fyrri liður í samsetningu er erlent heiti (eða skammstöfun) í tveimur eða fleiri orðum er
síðari hluti samsetningarinnar tengdur við fyrri hlutann með bandstriki.
fyrri liður samsetning
Boeing 747 Boeing 747-flugvél
Jan Mayen Jan Mayen-svæðið
New York New York-ríki
New York New York-búar
Tel Avív Tel Avív-háskóli
Rocky IV Rocky IV-myndin
Hong Kong Hong Kong-menn
dr. phil. dr. phil.-ritgerð
cand. mag. cand. mag.-próf
Hatton-Rockall Hatton-Rockall-svæðið
F-15 F-15-þota
Heimilt er að nota bandstrik til að tengja forliðina all-, hálf-, jafn- og lang- við næsta orðlið.
all-óhugnanlegur jafn-áferðarfallegur
hálf-utan við sig lang-frambærilegastur
25