Málfregnir - 01.12.2004, Síða 26

Málfregnir - 01.12.2004, Síða 26
Heimilt er að nota bandstrik til að tengja eignarfallsliði, sem auka vægi merkingar, við næsta orölið. afbragðs-afleysingamaður • grundvallar-misskilningur Bandstrik er sett þegar orðum er skipt milli lína. Samsettum og afleiddum orðum er skipt á mótum orðhluta. Ósamsettum orðum og orðliðum er skipt þannig að síðari hlutinn hefjist á sérhljóði viðskeytis, beygingarendingar eða greinis. Síðari hlutinn má þó ekki vera aðeins einn stafur og á sú regla einnig við þegar slík orð eru fyrri liður i samsetningum. (Skiptingarnar *karf-a, 'körf-ubolti, 'rek-a, 'rek-istefna o.s.frv. eru því óheimilar.) borðdúk- borð- bún- dýraverndunarfé- dýraverndunar- ur dúkur aður lag félag dýraverndun- dýravernd- dýra- gatna- arfélag unarfélag verndunarfélag mót manns- sannleik- sann- skipan- skip- ins ur leikur anna ananna skip- un skip- ana strák- lingur Ýmsum tökuorðum má þó skipta þannig að síðari hlutinn heljist á samhljóða. abba- apó- kakka- krókó- dís tek lakki díll XIV. STRIK Strik má nota til að afmarka ýmis innskot eða viðauka. Ræður stíll og merking hvort valin eru strik fremur en kommur eða svigar í hverju tilviki. Ávallt er haft bil framan og aftan við strik. Á íslandi - og hvergi nema á íslandi - er þetta náttúrufyrirbæri að finna. Mér líkaði vel við hann - oftast. XV. PUNKTUR Punktur er settur á eftir málsgreinum og ígildum þeirra nema þar komi komma, semikomma, spurningarmerki, tvípunktur, upphrópunarmerki eða úrfellingarpunktar. Ég geng alltaf í vinnuna. Réttu mér bollann. Jón hafði ekki hugmynd um hvort hún hefði komið. Mörður hét maöur er kallaður var gigja. Hann var sonur Sighvats hins rauða. Hann bjó á Velli á Rangárvöllum. Fyrirtækið sérhæfir sig í að merkja handklæði og peysur. Einnig húfur. Fór í vinnuna. Ekkert sérstakt gerðist. Helgi hringdi eftir kvöldmat.

x

Málfregnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.