Málfregnir - 01.12.2004, Page 28
Ekki er settur punktur á eftir skammstöfunum í metrakerfinu né skammstöfuðum heitum
frumefna og ýmsum öðrum skammstöfuöum heitum og mælieiningum í efna- og eðlisfræði.
cm (sentimetri) • H (vetni) • hl (hektólitri) • Hz (herts) • kg (kíló) • I (lítri) • M (mega) •
m (metri) • MHz (megaherts) • mm (millimetri) • Na (natrium) • Pa (paskal) • V (volt)
• W (vatt)
Ekki er hafður punktur í skammstöfunum sem eru ritaðar með upphafsstöfum nema þegar
mannanöfn eru skammstöfuð að hluta til.
Hl (Háskóli íslands) • ÍR (Iþróttafélag Reykjavíkur) • MA (Menntaskólinn á Akureyri) •
BSRB (Bandalag starfsmanna ríkis og bæja) • KR (Knattspyrnufélag Reykjavikur) • DO
(Davið Oddsson) • SPRON (Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis) • NATO (North Atlantic
Treaty Organization)
Áslaug G. Bjarnadóttir • Jón B. Jónsson • Þórir Kr. Þórðarson
Þegar málsgrein endar á skammstöfun eða raðtölu á ekki að bæta við öðrum punkti.
Hann greiddi henni 100 kr.
Þetta geröist einhvern tima i febrúar, annaðhvort 21. eða 22.
Elisabet I. var dóttir Hinriks VIII.
Hún keypti mat fyrir 100 kr.: mjólk og jógúrt.
Hún fékk 100 kr.; peningurinn fór i mat.
Var Elisabet I. dóttir Hinriks VIII.?
A Notaður er punktur til að greina að þúsund í tölum (þó aldrei í ártölum). Þá er settur punktur
| IIII framan við þriðja tölusæti frá hægri og siðan á þriggja sæta fresti.
Kílóið kostar 1.995,- kr.
14.000 manns rituðu nafn sitt á undirskriftarlistann.
íbúar Danmerkur eru fleiri en 5 milljónir (5.387.174 árið 2003).
Sólin er aö meöaltali 149.500.000 km frá jörðu.
Einnig tíðkast að taka tölustafina i heiltöluhlutanum saman þrjá og þrjá, talið frá hægri, og
hafa autt bil á milli.
Sólin er aö meðaltali 149 500 000 km frá iörðu.
XVI. ÚRFELLINGARPUNKTAR
101
Úrfellingarpunktar... eru notaðir til þess að sýna að texti hafi verið felldur brott eða til að
tákna hik, eitthvaö sem erólokið, óljóst eða gefið i skyn. Á undan og eftir úrfellingarpunktum
eru stafbil ef næst fyrir framan þá kemur heilt orð. Stafbil er ekki haft aftan við
úrfellingarpunkta ef á eftir þeim fara önnur greinarmerki.
28