Málfregnir - 01.12.2004, Side 30
105
Komma er sett til að afmarka beina ræðu en ef beinni ræðu lýkur með punkti,
upphrópunarmerki eða spurningarmerki er kommunni sleppt.
„Þetta skil ég vel," sagði Anna.
„Nú er timinn,“ sagði hann, „til að skipta um rafhlöðu."
„Þetta er ömurlegt!" hrópaði Anna.
„Eruð þið búin aö skipta um rafhlöðu?" spurði hann.
106
Kommur eru notaöar við ritun tugabrota og til að aðgreina krónur og aura i fjárhæðum.
Kílóið kostar 29,95 kr.
Einn deilt meö fjórum er 0,25.
Pí er u.þ.b. 3,14.
107
Komma er höfð til að afmarka innskot og ýmiss konar viðbætur sem eru ekki tengdar með
samtengingum. Athuga þó lið 110.
Hvannadalshnjúkur, hæsti tindur íslands, er 2.119 metra hár.
Skólastjórinn, hann Páll, var veikur í gær.
Hann hefur, sennilega í ógáti, fellt niður skálina.
Tveir starfsmenn, Ásta og Gunnar, ætla til útlanda í sumar.
Þær eru farnar heim, stúlkurnar.
Réttu mér bolla, þennan hvíta.
Var hann ekki bakari, hann Jón?
Hann hljóp út, sárreiður og æstur.
Loksins komumst við heim, ánægð með daginn.
Athuga þurfti hverja ögn sem þær fengu, blessaðar skepnurnar.
Járnbrautardraumarnir rættust aldrei, að frátalinni flutningabraut i Reykjavík.
Ég ætla að koma fljótt aftur, á morgun eða hinn daginn.
108
Þegar setningar koma hver á eftir annarri í sömu málsgrein er meginreglan sú að þær eru
annaðhvort aðgreindar með kommum eða tengdar með samtengingum.
Að sumu leyti var mjög gaman, að öðru leyti var mjög leiðinlegt.
Að sumu leyti var mjög gaman en að öðru leyti var mjög leiðinlegt.
Sumir fengu ís, aðrir vildu frekar búðing.
Sumir fengu ís en aðrir vildu frekar búðing.
Sigurður lagði á borðið, bauð gestunum til sætis og settist niður.
Sigurður lagði á borðið og bauð gestunum til sætis og settist niður.
Mér líður vel, veðrið er gott, sólin skín glatt, fuglarnir kvaka, sauðfé dreifir sér um
hagana og ég ligg marflatur í grasinu.
Mér liður vel þegar veðrið er gott.
Mér líöur vel þegar veðriö er gott og sólin skin glatt og fuglarnir kvaka og sauðfé dreifir
sér um hagana og ég ligg marflatur í grasinu.
Hér er komin nútímaleg vara sem höfðar sterkt til ungs fólks sem keppir við tímann.
Þið skuluð fara eftir lögum í þeim löndum sem þið ferðist til og þið ætliö að dveljast i.
30