Málfregnir - 01.12.2004, Qupperneq 31

Málfregnir - 01.12.2004, Qupperneq 31
109 Hafa verður í huga að samtengingar geta ient annars staðar en mitt á milli þeirra setninga sem þær tengja (t.d. fremst í málsgrein) en samt sem áður er ekki höfð komma á mótum setninganna. Eins og áðan kom fram fellur fundurinn í dag niður. Þegar ísraelsmenn sáu að þeir voru í hættu því að þrengt var að hernum földu þeir sig. Þegar veðrið er gott líður mér vel. Þegar veðrið er gott, sólin skín glatt, fuglarnir kvaka, sauðfé dreifir sér um hagana og ég ligg marflatur i grasinu liður mér vel. Þegar veðrið er gott og sólin skín glatt og fuglarnir kvaka og sauðfé dreifir sér um hagana og ég ligg marflatur í grasinu líður mér vel. Skýringartengingin að má falla brott án þess að setja skuli kommu i hennar stað i dæmum á borð við: Hann veit að hún kemur. / Hann veit hún kemur. Skilyrðistengingin efmá falla brott án þess að setja skuli kommu i hennar stað (þá verður umsögn í skilyrðissetningu i viðtengingarhætti): Þeir róa í kvöld ef veðrið skánar. / Þeir róa í kvöld skáni veðrið. Ef veðrið skánar róa þeir i kvöld. / Skáni veðrið róa þeir í kvöld. Sú meginregla gildir að afmarka skal með kommum þær setningar sem fleyga aðrar setningar. Setningar skal, ef þær fleyga aðrar setningar, afmarka með kommum. • Hundurinn, sem skotinn var, var svartur. • Bíllinn þinn, sem stendur fyrir framan húsið, er glæsilegur. • í þeim samdrætti, sem nú gengur yfir, er fráleitt að auka launakostnað fyrirtækjanna. • Með þeim breytingum yrði höfuðverkefni Alþingis á haustþingi, hvað varðar Qármál ríkisins, að vinna að fjárlögum samkvæmt fyrirliggjandi tekjuramma. • Lagt er til að útgerðir þeirra báta, sem nú stunda veiðar með krókaleyfi, geti fengið aflahlutdeild í einstökum tegundum. • Eitt stærsta verkefnið i þeirri endurskipulagningu, sem átt hefur sér stað, er að gera stjórnsýsluna gegnsærri og skilvirkari jafnframt því að nálgast þarfir og óskir almennings. • Sérfræðingar á ýmsum sviðum, er tengjast opinberum innkaupum, kynntu nýjungar á fjölsóttri innkauparáðstefnu. • Sá elsti, sem tók þátt í Reykjavíkurmaraþoni, fæddist 1928 og sá yngsti 1993. • Ökutæki, sem skráð er hér á landi, skal færa til almennrar skoðunar árlega. • Ljóst er að þær reglur, sem nú eru í gildi, leiöa til kostnaðar fyrir eigendur ökutækja. • Lagt er til að skjöl viðvíkjandi lánum, er sjóðurinn tekur, skuli undanþegin stimpilgjöldum. • Húsið, sem stendur þarna, er nýtt. • Margar af allra bestu viðskiptahugmyndum, sem komið hafa fram, hafa einmitt orðið til á þann hátt að málum hefur einfaldlega verið snúið á hvolf eða á rönguna. • Á morgun, áður en þú kemur heim úr skólanum, verð ég búinn að mála herbergið. • Þó er ekki heimilt, nema Alþingi gefi samþykki, að selja prestssetur eða réttindi sem þeim tengjast sem prestssetrasjóður tekur við þegar lög þessi öðlast gildi. • Gert er ráð fyrir að læknir, sem kemst að þvi í starfi sínu að einstaklingur, sem smitast hefur af smitsjúkdómi sem er tilkynningaskyldur, hefur ekki hirt um að leita til læknis, skuli þegar í stað vekja athygli héraðslæknis eða sóttvarnalæknis á þvi. • Mikilvægt er, þrátt fyrir það sem að framan er sagt, að gæta þess að þaö barnastarf, sem fram fer á vegum sveitarfélaganna, sé ekki of dýrt fyrir foreldra. 31

x

Málfregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.