Málfregnir - 01.12.2004, Side 32

Málfregnir - 01.12.2004, Side 32
Þó skal aldrei nota kommu til að afmarka tilvísunarsetningar (tengdar með sem eða er) þegar næst framan við þær stendur fornafnið sá (sú, það; þeir, þær, þau) eða atviksorðið þar. Sá sem fæst við erfitt verkefni verður að leggja hart að sér. Þeir sem vilja mega koma í boöið. Það sem birtist á skjánum er ólæsilegt. Hvor þeirra sem er fær samþykki mitt. Hver þeirra sem er fær kaffi. Enginn þeirra sem komu i búðina keypti mjólk. Sá er trúir verður hólpinn. Þar sem þú ert vil ég lika vera. Vegur sá sem lagður var yfir heiðina i fyrra kostaði mikla fjármuni. Þegar önnur fornöfn eöa atviksorð standa næst framan við setningar sem fleyga aðrar setningar er valfrjálst hvort þær eru afmarkaðar með kommum. Ég, sem hef verið leigubílstjóri i 25 ár, hef aldrei séð annað eins. • Ég sem hef verið leigubílstjóri í 25 ár hef aldrei séð annað eins. • Þú, sem aldrei ferð i bíó, hefur auðvitað misst af myndinni. • Þú sem aidrei ferð i bíó hefur auðvitað misst af myndinni. • Þá, þegar allt var um garð gengið, áttaði ég mig á þessu. • Þá þegar allt var um garð gengið áttaði ég mig á þessu. • Loks, þegar allt var um garð gengið, áttaði ég mig á þessu. • Loks þegar allt var um garð gengið áttaði ég mig á þessu. • Seinna, þegar allt var um garð gengið, áttaði ég mig á þessu. • Seinna þegar allt var um garð gengiö áttaði ég mig á þessu. • Oft, þegar veðrið er gott, sit ég úti í garði. • Oft þegar veðrið er gott sit ég úti i garði. • Stundum, þegar veðrið er gott, sit ég úti i garði. • Stundum þegar veðrið er gott sit ég úti í garði. • Alltaf, þegar veðrið er gott, sit ég úti í garði. • Alltaf þegar veðriö er gott sit ég úti í garði. • Nú, þegar allt er um garð gengið, átta ég mig á þessu. • Nú þegar allt er um garð gengið átta ég mig á þessu. • Sérhver, sem þess óskar, getur fengið að sjá þetta. • Sérhver sem þess óskar getur fengið að sjá þetta. • Sumir, sem ég þekki, ætla til Akureyrar i sumar. • Sumir sem ég þekki ætla til Akureyrar í sumar. • Ýmsir, sem hér búa, eru óánægðir. • Ýmsir sem hér búa eru óánægðir. • Nokkrir, sem ég þekki, ætla til Akureyrar i sumar. • Nokkrir sem ég þekki ætla til Akureyrar í sumar. • Nokkuð, sem allir kannast við, kom fyrir mig í gær. • Nokkuð sem allir kannast við kom fyrir mig i gær. • Allir, sem uppfylla tiltekin skilyrði, hafa fengið leyfi til að stunda fiskvinnsiu. • Allir sem uppfylla tiltekin skilyröi hafa fengið leyfi til að stunda fiskvinnslu. • Enginn annar, sem kom i búðina, keypti mjólk. • Enginn annar sem kom í búðina keypti mjólk. • Báðir, sem hlut eiga að deilunni, skulu sýna sáttfýsi. • Báðir sem hlut eiga að deilunni skulu sýna sáttfýsi. • Einhver, sem vildi tala við þig, hringdi áðan. • Einhver sem vildi tala við þig hringdi áðan. • Eitthvaö, sem ég skil ekki, er hér á seyði. • Eitthvað sem ég skil ekki er hér á seyði. • Sá einn, sem trúir, verður hólpinn. • Sá einn sem trúir verður hólpinn. • Enginn, sem kom i búðina, keypti mjólk. • Enginn sem kom i búðina keypti mjólk. • Fáeinir, sem komu, vildu kaffi. • Fáeinir sem komu vildu kaffi. • Ástæða þess, að aðrir, sem teljast til félagsins, mættu ekki, er óljós. • Ástæða þess að aörir sem teljast til félagsins mættu ekki er óljós. • Það, að þeir mættu ekki, kom á óvart. • Það að þeir mættu ekki kom á óvart. • Hvenær, sem er, máttu hringja í mig. • Hvenær sem er máttu hringja i mig. • Hvernig, sem á stendur, máttu hringja i mig. • Hvernig sem á stendur máttu hringja i mig. • Þessi, sem kom um daginn, er bróðir minn. • Þessi sem kom um daginn er bróðir minn. • Hinir, sem eru að glíma við þetta, þekkja vandann lika. • Hinir sem eru að glíma við þetta þekkja vandann líka. • Hver, sem vill, getur fengið að sjá þetta. • Hver sem vill getur fengið að sjá þetta. • Hann fól hverjum, sem þess óskaði, prestsþjónustu á hendur. • Hann fól hverjum sem þess óskaði prestsþjónustu á hendur. • Hver, sem er, fær kaffi. • Hver sem er fær kaffi. • Þangað, sem þú ferð, vil ég lika fara. • Þangað sem þú ferð vil ég líka fara. • Hvar, sem þú ert, vil ég líka vera. • Hvar sem þú ert vil ég líka vera. • Hvert, sem þú ferð, vil ég líka fara. • Hvert sem þú ferð vil ég líka fara. • Hvaðan, sem þú kemur, skal ég taka á móti þér. • Hvaðan sem þú kemur skal ég taka á móti þér. 32

x

Málfregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.