Málfregnir - 01.12.2004, Síða 33
14 Kommur eru ekki látnar afmarka starfsheiti, titla og frændsemisorð nema þar sem um er að
| vJ ræða fleiri en eitt orð.
Jón Gunnar tannlæknir tók þátt í hátíðarhöldunum.
Jón Gunnar, tannlæknir grunnskólanna, tók þátt í hátíðarhöldunum.
Jóna Árnadóttir formaður mælti fyrir tillögunni.
Jóna Árnadóttir, formaður félagsins, mælti fyrir tillögunni.
Jói frændi kom í veisluna.
Jói, frændi okkar, kom i veisluna.
Sigriður Jóna systir kom heim til mín i gær.
Sigriður Jóna, systir mín, kom heim til mín i gær.
Sál gaf honum þá Míkal, dóttur sína, fyrir eiginkonu.
111
Kommur eru valfrjálsar milli lýsingarorða eða lýsingarhátta ef orðin eru aðeins tvö. Setja skal
kommur ef orðin eru þrjú eða fleiri nema á þá staði þar sem samtengingar koma i þeirra stað.
Þarna var gömul góð kona.
Þarna var gömul, góð kona.
Þarna var gömul, góð, gráhærð kona.
Þarna var gömul, góð og gráhærð kona.
Ég sá stóra grimma úlfinn.
Ég sá stóra, grimma úlfinn.
Ég sá stóra, Ijóta, grimma úlfinn.
Ég sá stóra, Ijóta og grimma úlfinn.
Þetta vará köldum heiðskírum vetrardegi.
Þetta var á köldum, heiðskírum vetrardegi.
Þetta var á köldum, björtum, heiðskirum vetrardegi.
Þetta var á köldum, björtum og heiðskírum vetrardegi.
Hver á gamla bláa bílinn?
Hver á gamla, bláa bílinn?
Hver á gamla, fallega, bláa bílinn?
Hver á gamla, fallega og bláa bílinn?
Þetta er afgirt vaktað svæði.
Þetta er afgirt, vaktað svæði.
Þetta er afgirt, merkt, vaktað svæði.
Þetta er afgirt, merkt og vaktað svæði.
Ávöxtunin fæst með íslenskum ríkistryggðum skuldabréfum.
Ávöxtunin fæst með íslenskum, ríkistryggðum skuldabréfum.
Ávöxtunin fæst með islenskum, traustum, ríkistryggðum skuldabréfum.
Ávöxtunin fæst með íslenskum, traustum og ríkistryggðum skuldabréfum.
1A Heimilt er að setja kommu milli setninga ef nauðsynlegt er til að koma i veg fyrir misskilning
| ^ þótt það brjóti i bága við fyrrgreindar reglur.
Heimilt er að nota kommu í listrænu skyni til að ákveða hik eða þagnir I lestri i samræmi við
hugmyndir höfundartexta um lestur, framsögn eða stíl. Slík kommusetning skal þó ekki kennd
í skólum né gilda á skólaprófum.
33