Málfregnir - 01.12.2004, Blaðsíða 37

Málfregnir - 01.12.2004, Blaðsíða 37
Nota má einfaldar gæsalappir I stað tvöfaldra ef um er að ræða allt annað en beina ræðu eða tilvitnun. Orðið fákur merkir .hestur'. Mér hefur aldrei fundist hann sérlega .sympatískur karakter1. XXVI. AFSTAÐA TILVITNUNARMERKJA OG SVIGA TIL ANNARRA GREINARMERKJA 126 Punktar, kommur, spurningarmerki og upphrópunarmerki eru sett á undan seinni gæsalöppum ef gæsalappirnar auðkenna heila málsgrein eða tilsvarandi. „Þetta var vei af sér vikið." Guðmundur sagði: „Börnin eiga að koma heim." „Ég held,“ sagði hún, „að þetta geti gengið." „Hver er þetta?“ „Hvað þá!“ Punktar, kommur, spurningarmerki og upphrópunarmerki eru sett á eftir seinni gæsalöppum ef gæsalappirnar auðkenna aðeins hluta málsgreinarinnar. Hann sagði „strax" en átti við „eftir klukkutíma". Hann notaði orðið „strax", það merkti hjá honum „eftir klukkutíma". Notaði hann orðið „strax"? Hann notaði orðið „strax"! 127 Punktar, spumingarmerki og upphrópunarmerki eru sett á undan seinni sviga ef svigarnir afmarka heila málsgrein eða tilsvarandi. Einnig geta spurningarmerki og upphrópunarmerki komið innan sviga ef þau eiga aðeins við það sem er i sviganum en ekki alla málsgreinina. Þá reis deila milli bænda og sjómanna. (Verkamenn tóku ekki afstöðu.) Þá reis deila milli bænda og sjómanna. (Hver var afstaða verkamanna?) Þá reis deila milli bænda og sjómanna. (Ekki satt?) Þá reis deila milli bænda og sjómanna. (Verkamenn tóku ekki afstöðu!) Þá reis deila milli bænda og sjómanna. (Já!) Þá reis deila milii bænda (rétt?) og sjómanna. Þá reis deila milli búenda (svo!) og sjómanna. Punktar, kommur, spurningarmerki og upphrópunarmerki eru sett á eftir seinni sviga ef svigarnir afmarka aðeins hluta málsgreinarinnar. Hluti svæðisins er á náttúruminjaskrá (svæði 535 og að hluta til 536). Hluti svæðisins er á náttúruminjaskrá (svæði 535 og að hluta tii 536), á því leikur enginn vafi. Er ekki hluti svæðisins á náttúruminjaskrá (svæði 535 og að hluta til 536)? Hluti svæðisins er á náttúruminjaskrá (svæði 535 og að hluta til 536)! 128 Semikommur eru hafðar aftan við gæsalappir og sviga. Haraldur var dómhvatur og sagði m.a.: „Embættisfærsla Guðmundar er fyrir neðan allar hellur"; enginn viðstaddra samþykkti þetta. Haraldur sagði að embættisfærsla Guðmundar væri fyrir neðan allar hellur (dómhvatur eins og fyrri daginn); enginn viðstaddra samþykkti þetta. 37

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.