Málfregnir - 01.12.2004, Page 39
m.a. kominn vel á veg við gerð vinnureglna,
sem hann nefndi svo, um stafsetningu.
Stjóm Islenskrarmálnefndarákvað 12. mars
2002 að í fyrirhugaðri Stafsetningarorðabók
yrði að finna islenskar ritreglur, ýtarlegar og
settar ffam á aðgengilegan hátt og tækju þær
ekki aðeins til stafsetningar heldur einnig
til greinarmerkjasetningar. Reglumar yrðu
byggðar á gildandi auglýsingum mennta-
málaráðuneytis um íslenska stafsetningu og
greinarmerkjasetningu og að því er varðaði
stafsetningarhlutann yrði jafnframt byggt á
fyrmefndum vinnureglum Baldurs Jónssonar
um stafsetningu.
í samræmi við þessa stjórnarsamþykkt
vann starfsfólk Islenskrar málstöðvar að
gerð og frágangi slíkra ritreglna. I þeirri
vinnu var einkum lögð áhersla á ríkulegan
dæmaforða og að gera framsetningu sem
aðgengilegasta fyrir hinn almenna notanda.
Heildardrög að ritreglum lágu fýrir í
íslenskri málstöð í maí 2004 og voru þau
send til umsagnar til allra nefndarmanna í
Islenskri málnefnd og til níu annarra valin-
kunnra einstaklinga sem áður höfðu unnið
að gerð stafsetningarreglna, að stafsetn-
ingarkennslu og útgáfustörfum hjá Alþingi,
dómstólum, ráðuneytum og stórum útgáfu-
fyrirtækjum.
A fundi í stjóm Islenskrar málnefndar
21. september 2004 reifaði forstöðumaður
Islenskrar málstöðvar umsagnir þær sem
borist höfðu um drög að ritreglum og lagði
fram minnisblað um efni þeirra. Margar
ábendinganna lutu að framsetningu og orða-
lagi og hvernig hægt væri að útskýra betur
en gert væri. Nokkuð var um uppástungur
um önnur dæmi og tegundir dæma. Einnig
var bent á fáein vandrituð atriði sem drögin
tóku ekki til. Nokkrir létu í ljósi ósk um
afdráttarlausari afstöðu til valkvæðra atriða.
Aðrar efnislegar ábendingar lutu oftast að
þrennu: gráa svæðinu milli sémafna og
samnafna og matsatriðum þar; kommusetn-
ingu þar sem gildandi reglur um kornrnu-
setningu voru túlkaðar í drögunum nokkuð
bókstaflega samkvæmt auglýsingu mennta-
málaráðuneytis; einfoldum gæsalöppum.
Flestir umsagnarmenn sáu ástæðu til að taka
fram að sér litist almennt vel á reglurnar og
framsetninguna þrátt fyrir einstök atriði sem
mættu betur fara.
I framhaldi af þessu var íslenskri málstöð
falið að taka saman nýja gerð af stafsetn-
ingarhluta draganna en óskað var eftir fundi
í Islenskri málnefnd um greinarmerkjasetn-
ingu sérstaklega. Hann var haldinn 11. nóv-
ember 2004. Þar voru rædd ýmis sjónarmið
um greinarmerkjareglur.
A stjórnarfundi í Islenskri málnefnd
14. desember 2004 lagði forstöðumaður
Islenskrar málstöðvar fram endurskoðuð
drög að ritreglum og gerði grein íyrir sér-
hverri lagfæringu á þeim frá íyrri drögum.
Annars vegar tóku lagfæringarnar mið af
skriflegum athugasemdum við fyrri drög;
m.a. var kaflinn um lítinn og stóran upphafs-
staf lagfærður nokkuð og tekin var afdrátt-
arlausari afstaða til ýmissa valkvæðra atriða
í gildandi auglýsingu um stafsetningu. Hins
vegar var tekið mið af anda umræðna á
fundi Islenskrar málnefndar um greinar-
merkjasetningu. Gefið var meira svigrúm
en í fyrri drögum við túlkun á því atriði í
auglýsingu menntamálaráðuneytis hvenær
afmarka skuli með kommum setningar sem
fleyga aðrar setningar.
Stjórn Islenskrar málnefndar fjallaði á
fundinum 14. desember 2004 um drögin í
heild með áorðnum lagfæringum og sam-
þykkti þau með minni háttar breytingum.
Þá lagði stjómin á sama fundi ríka
áherslu á að ritreglurnar yrðu birtar við
fyrsta tækifæri í prentaðri útgáfu og á
Netinu. Síðan yrðu þær einnig prentaðar í
Stafsetningarorðabókinni eins og fyrr hafði
verið ákveðið.
í framhaldi af þessari samþykkt stjóm-
ar Islenskrar málnefndar voru ritreglurnar
birtar í fyrsta sinn opinberlega 28. desember
2004, á vef íslenskrar málstöðvar, og í þessu
hefti Málfregna birtast þær í fyrsta sinn á
prenti.
39