Málfregnir - 01.12.2004, Page 42

Málfregnir - 01.12.2004, Page 42
Hún er þessi: Háskóli íslands er íslensk vís- inda- og menntastofnun og hluti af hinu al- þjóðlega fræðasamfélagi. Málstefna Háskól- ans tekur mið af þessu tvíþætta hlutverki hans. Málstefnan hefur að leiðarljósi að tal- mál og ritmál Háskólans er íslenska, jafnt í kennslu, rannsóknum sem stjórnsýslu. Þetta felur m.a. í sér að kennsla og próf til fyrstu háskólagráðu fer að mestu fram á íslensku. Víkja má frá þessari meginreglu ef sérstök ástæða er til, svo sem við kennslu í erlendum málum, ef kennari er erlendur eða kennsla er einnig ætluð útlendingum. Rannsóknum og framhaldsnámi fylgja erlend samskipti og fleiri mál en íslenska eru notuð í því starfi, einkum enska. Meginkennslumál í fram- haldsnámi er þó íslenska, eftir því sem við verður komið. Háskólinn vill stuðla að því að gera kennurum, sérfræðingum og nem- endum kleift að tala og skrifa um öll vísindi á íslensku og gera þau jafnfranrt aðgengileg almenningi eins og kostur er. Málnotkun í Háskóla Islands skal vera til fyrirmyndar. Ég tel það mikla framför að Háskólinn hafi stigið þetta skref því að ég veit að það var ekki auðvelt. En ekki er nóg að hafa fal- leg orð á blaði, einhver verður að sjá til þess að stefnunni sé framfylgt, annars eru orðin vitagagnslaus. Stefnunni fylgja orð um framkvæmd og útfærslu. Erlendir starfsmenn Háskólans eru t.d. hvattir til að sækja námskeið í íslensku og Háskólinn hvetur starfsmenn sína til að sinna málrækt, t.d. með því að rita um fræði sín á íslensku og taka saman orðasöfn. En Island er aðili að Bologna-samþykktinni og Háskóli Íslands á að taka við erlendum skiptistúdentum sem til hans leita í skamman tíma. Samkvæmt stefnunni mun Háskólinn leitast við að tryggja erlendum skiptistúd- entum nægilegt framboð af sérhæfðum nám- skeiðum á ensku. í lýsingunni á framkvæmd og útfærslu kemur fram að deildir Háskólans geta boðið upp á heilar námsleiðir í fram- haldsnámi eða einstök námskeið á erlendum málum, eftir því sem aðstæður leyfa. Hvergi kemur fram hvernig sinna á þeim íslensku stúdentum sem gert er að skyldu að sækja námskeið á ensku. Eiga þeir að fá tilsögn í ensku eins og erlendir stúdentar fá tilsögn í íslensku? Að lokum er í framkvæmdaráætluninni tekið fram að Háskólinn muni leitast við að bjóða stúdentum og starfsmönnum rithjálp í því skyni að stuðla að betri málnotkun. Þetta er mjög til fyrirmyndar en nú er að íylgja því eftir. Rektor ber ábyrgð á málstefnunni en deildir hafa umsjón með framkvæmd hennar. Ég tel að rektor hafi stigið stórt skref til verndar íslenskri tungu innan Háskóla Islands og vonast til að rektorar annarra íslenskra háskóla fylgi honum eftir. En ekki er nóg að Háskóli íslands hafi málstefnu. Landið allt þarf að eiga sína málstefhu sem vemdar tunguna á dögum hnattvæðingar og vaxandi erlendra áhrifa og feta þannig í fótspor nágranna okkar á Norðurlöndum. Danir, Finnar og Svíar hafa látið vinna að málstefnu fyrir sín lönd og Norðmenn eru einnig byrjaðir að huga að því hvað gera þurfi hjá þeim. A síðasta þingi kom fram tillaga til þingsályktunar um að athuga réttarstöðu íslensku sem þjóðtungu Islendinga og opinbers máls á Islandi. Lagt var til að skipuð yrði nefnd sem skilaði áliti um stöðu íslenskrar tungu í löggjöfinni og gerði tillögur til úrbóta ef þörf þætti á. Eftir því sem ég hef fregnað var þingsályktuninni vísað til ríkisstjórnarinnar til frekari skoðun- ar. Vonandi sofhar málið ekki því að mik- ilvægt er að staða íslensku verði ljós og að þjóðin viti hvað hún vill þegar tungumálið er annars vegar. Það nægir ekki lengur að segja: „Islenska er okkar mál.“ Ymsar blikur eru á lofti og við verðum að horfast í augu við það að lítið málsamfélag eins og okkar á erfitt uppdráttar þegar sótt er að úr öllum átt- um - ef það hefur ekki staf að styðjast við. 42

x

Málfregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.