Málfregnir - 01.12.2004, Blaðsíða 45

Málfregnir - 01.12.2004, Blaðsíða 45
Stefna stjórnvalda í innflytjendamál- um hér á landi er því miður einskorðuð við að stýra komu útlendinga til landsins. Utlendingalögin fjalla bara um það. Eitt af skilyrðum fyrir ótímabundnu búsetu- leyfi útlendinga, sem koma utan ESB, er að viðkomandi hafi sótt 150 kennslustund- ir í íslensku. Lögin gera engar kröfur hins vegar til sjálfrar kennslunnar né aðgengis að henni. íslenskunámskeið eru af mjög skorn- um skammti og misgóð - sérstaklega úti á landsbyggðinni. Það þarf að auka skilning á mikilvægi sérhæfðar kennaramenntunar á þessu sviði. Það þarf lika að móta námskeið miðað við samsetningu hópanna, þar sem t.d. asískir nemendur hafa óneitanlega öðru- vísi þarfir en slavneskir. Það er allra hagur að stjórnvöld móti ákveðna stefnu um íslenskukennslu handa innflytjendum en benda má á að mikill skortur er á námskrá fyrir íslensku sem erlent tungumál. Mér finnst það aðdáunarvert hversu annt íslendingum er um tungumálið sitt. En tungumál er ekki fyrirbæri sem mun klárast ef of margir nota það. Islendingar munu ekki týna sínum sérkennum ef fleiri en þeir tala íslensku. Það er miklu hollara að horfa á mál- ið þannig að með íslenskutalandi útlending- um hafa Islendingar öðlast bandamenn sem munu hjálpa þeim að varðveita hana. 45

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.