Fréttablaðið - 16.04.2016, Blaðsíða 116
„Ég er svo smávaxinn að hér áður
fyrr þorði ég aldrei út úr húsi nema á
háum hælum en ég læt það þó vera
núna. Stílistinn á mínu heimili
er hins vegar maðurinn minn,
hann hefur í gegnum tíðina séð
um að kaupa föt á mig, honum
hefur þótt það gaman og gert
það um nokkurra ára skeið,“
svarar Sigrún Magnúsdóttir,
umhverfis- og auðlindaráðherra,
spurð um litríkan klæða-
burð á þingi síðustu
misseri.
Sigrún Magnús-
dóttir, umhverfisráð-
herra og þingmaður
Framsóknar, hefur
verið áberandi
í þjóðfélaginu
síðustu vikur og
vakið athygli fyrir
líflegan og fallegan
stíl.
„Ég hef líklega
vakið athygli fyrir
klæðaburð minn upp
á síðkastið af því að
ég hef verið að draga
fram föt sem ég not-
aði mikið hér áður
fyrr,“ segir Sigrún
og bætir við að fólki
finnist fötin, sem hún
hefur verið að draga
upp úr kistunni á ný,
mjög fín.
Þingmönnum er
skylt að vera í snyrti-
legum klæðnaði þegar
gengið er til þings í Alþingishús-
inu en ætli Sigrún klæði sig öðru-
vísi á þingi heldur en í heima fyrir?
„Vissulega klæði ég mig öðruvísi
þar sem ég sit undir sjónvarps-
myndavélum allan daginn,
það segir sig sjálft,“ segir Sig-
rún.
Litagleðin hefur ávallt verið við
völd yfir sumarmánuðina; ljósir og
glaðlegir litir koma sterkir inn og gefa
okkur von um sólríka daga. Sigrún
hefur lagt mikið upp úr því að klæð-
ast litríkum fötum og segist sjaldan
klæðast svörtu.
„Ég legg alltaf mikið upp úr
því að vera í fallegum litum,
ég þarf liti annars verð ég
svo litlaus. Ég er alls ekki ein
af þessum íslensku svörtu
týpum, hér áður fyrr átti ég
varla svarta flík,“ segir Sigrún
létt í bragði.
Flestar konur elska
að ganga með fylgi-
hluti. Oft er sagt
að „less is more“
þegar kemur að
skarti og fylgi-
hlutum. Litríkir
eyrnalokkar hafa
heillað, en Sig-
rún hefur alla tíð
verið einstaklega
hrifin af fallegum
eyrnalokkum.
„Maðurinn minn
hefur verið duglegur
við að gefa mér fal-
lega fylgihluti. Nú,
svo ég ljóstri upp
hérna einu, þá var
ég alltaf með eyrna-
lokka hér áður fyrr.
Maður var nú ekk-
ert sérstaklega efn-
aður á þeim tíma,
svo þetta voru alls
ekki eyrnalokkar
af neinum klassa.
Ég fékk á mig í opin-
berri umræðu, að ég væri
nú alls ekki smart með
þessa plasteyrnalokka. Ég
verð nú að viðurkenna að
það var alls ekki skemmti-
legt, svona getur maður
verið viðkvæmur,“ segir
Sigrún og brosir.
Leggur áherslu á að nýta fötin vel
Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur, líkt og flestir hafa tekið eftir, vakið athygli fyrir lit-
ríkan og frjálsan fatastíl. Fréttablaðið heyrði í Sigrúnu og spurði hana út í stílinn og gleðina bak við klæðaburðinn.
Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra hefur vakið athygli fyrir litríkan klæðaburð.
Guðrún Jóna
Stefánsdóttir
gudrunjona@frettabladid.is
Maðurinn Minn
hefur verið dug-
Legur við að gefa Mér
faLLega fyLgihLuti. nú, svo
ég Ljóstri upp hérna einu,
þá var ég aLLtaf Með eyrna-
Lokka hér áður fyrr. Maður
var nú ekkert sérstakLega
efnaður á þeiM tíMa,
svo þetta voru
aLLs ekki
eyrnaLokkar
af neinuM
kLassa.
Hattur Sigrúnar vakti athygli á ríkisstjórnarfundi fyrr í vikunni.
1 6 . a p r í l 2 0 1 6 l a U G a r D a G U r64 l í f i ð ∙ f r É T T a B l a ð i ð
1
6
-0
4
-2
0
1
6
0
4
:0
8
F
B
1
2
0
s
_
P
1
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
1
0
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
9
1
9
-D
2
D
4
1
9
1
9
-D
1
9
8
1
9
1
9
-D
0
5
C
1
9
1
9
-C
F
2
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
1
2
0
s
_
1
5
_
4
_
2
0
1
6
C
M
Y
K