Fréttablaðið - 16.04.2016, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 16.04.2016, Blaðsíða 4
Tölur vikunnar 10.04.2016 – 16.04.2016 sinnum kaupa konur sér föt og fylgihluti á ári, en karlar 12,8 sinnum. landsmanna eru fylgjandi lögleiðingu kanna- bisefna, samkvæmt könnun MMr. flugfélög munu fljúga til Íslands á þessu ári. 4 konur eru í 20 manna stjórn Samtaka atvinnulífsins. 2,5% hagvexti spáir AGS á Íslandi á næstu árum. 222. sæti skipar Háskóli Íslands á lista Times Higher Education yfir bestu háskóla heims. Kristín Ástgeirsdóttir framkvæmdastýra Jafnréttisstofu sagði það dapurlega ásýnd að konur væru einungis fimmtungur nýrrar stjórnar Samtaka atvinnulífsins. Samtökin væru mjög valda- mikið afl í samfélaginu og greinilegt væri að karlar gæfu ekki svo glatt eftir. Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis sagði á fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, að brotalöm væri á siðareglum ráðherra og að það væri Alþingis að ganga eftir því að þær yrðu lagaðar. Hann ætlar ekki að hafa frum- kvæði að því að kanna hæfi fyrrverandi forsætisráðherra og tengsl hans við aflandsfélag nema verulega mikið nýtt komi í ljós í máli hans. Sveinn Allan Morthens forstöðumaður gistiskýlis vill að utangarðsmenn borgi lítil- ræði fyrir matinn og gistinguna sem hingað til hefur verið ókeypis. Þannig geti þeir haldið meiri reisn. Hann segir þjónustuna við utan- garðsmenn almennt góða en ekki nægilega mark- vissa. Valdefling sé ekki fólgin í því að setja menn í bómull og tryggja að þeir verði ekki fyrir hnjaski í sinni neyslu. Þrjú í fréttum Kynjahlutfall, siðareglur og utangarðsmenn xxx 14 tonn vegur ný ofur- tölva í húsnæði Veðurstofunnar. 25,3 23% 25 HeilbrigðisMál Aðgerðir sem fyrir- byggja krabbamein í brjóstvef eru flokkaðar af Sjúkratryggingum Íslands sem lýtaaðgerðir og fást ekki niðurgreiddar. Talið er að einstak- lingar með BRCA-stökkbreytingu séu með um 80% líkur á að fá brjósta- krabbamein. Sérhæfð brjóstamiðstöð Kristjáns Skúla Ásgeirssonar brjósta- skurðlæknis býður upp á fyrirbyggj- andi aðgerðir en þjónusta þar er ekki niðurgreidd af Sjúkratryggingum Íslands. Umsækjendur fá höfnun á grunni þess að ekki sé heimild fyrir niðurgreiðslu í reglugerð um lýta- lækningar. Leikkonan Angelina Jolie vakti athygli á BRCA-stökkbreytingu þegar hún gekkst undir fyrirbyggj- andi brjóstnám árið 2013. Inga Lillý Brynjólfsdóttir, formaður BRAKKA, samtaka BRCA-arfbera á Íslandi, segir að í flestum tilfellum fari konur í fyrirbyggjandi aðgerðir. Eftir að Kristján Skúli stofnaði brjóstamið- stöð í Klíníkinni í Ármúla fékk hún símtal frá Landspítalanum og henni var boðið að koma í aðgerð. Hún hafi þó þekkt Kristján og treyst honum sem lækni og ákveðið að fara til hans. „Í raun er fremsti sérfræðingur lands- ins ekki starfandi á Landspítalanum. Ef konur vilja fara til hans þurfa þær að borga fullt verð.“ Inga Lillý segir konu úr samtök- unum hafa óskað eftir greiðsluþátt- töku frá Sjúkratryggingum Íslands fyrir aðgerð hjá Kristjáni. Svarið hafi verið svohljóðandi að ekki væri heimild í reglugerð um lýtalækningar til að greiða slíkar aðgerðir. „Krefjist þjónustan innlagnar á sjúkrahús skal sjúkrahúsið þó ákveða hvort veita skuli undanþágu,“ segir í reglugerð- inni. Ýmsar aðgerðir sem flokkaðar eru til lýtalækninga eru þó niður- greiddar, til dæmis brjóstaminnkun vegna ofvaxtar. Inga Lillý segir fyrirbyggjandi aðgerðir settar undir vitlausan hatt. Ekki sé um lýtalækningar að ræða heldur leiðréttingu á erfðagalla. „Greiðslan virðist fylgja húsinu sem aðgerðin fer fram í, ekki þeim sem ber genið. Þetta er stórundarlegt vegna þess að þó að þetta kosti ein- hvern pening er verið að spara ríkinu margar milljónir í krabbameins- meðferð. Í mínu tilfelli var sagt að um 75-80% líkur væru á að ég fengi brjóstakrabbamein,“ segir Inga Lillý. Sigríður Snæbjörnsdóttur, fram- kvæmdastjóri á Klíníkinni Ármúla, segir að ekki séu til heildstæðir samn- ingar um aðgerðir á BRCA-konum nema að litlum hluta. „Aðgerðir sem gerðar eru utan stofnana, eins og til dæmis Landspítalans, þurfa að byggja á samningum við Sjúkra- tryggingar til þess að aðgerð sjúk- lings sé niðurgreidd. Víða erlendis eru gerðar aðgerðir á BRCA-konum utan stofnana en ekki hefur náðst samn- ingur um það hérlendis, þrátt fyrir að umræður hafi staðið um nokkurt skeið,“ segir Sigríður. – hh Lífsnauðsynleg viðbrögð eru flokkuð sem lýtaaðgerðir Leiti konur ekki á Landspítala fá þær brjóstnám ekki niðurgreitt. Formaður samtaka BRCA-arfbera segir ekki um lýtaaðgerð að ræða heldur leiðréttingu á erfðagalla. Aðgerðirnar eru niðurgreiddar víða erlendis. Fyrirbyggjandi skurðaðgerð getur minnkað líkur á brjóstakrabbameini um 97%. Nordicphotos/Getty Staðreyndir um BRCA l Um 5% til 10% brjóstakrabba- meina eru ættgeng og því veldur stökkbreytt gen sem erfist frá for- eldri til barns. l Fyrirbyggjandi skurðaðgerð getur minnkað líkur á brjóstakrabba- meini um 97%. l Konur með BRCA-stökkbreytingu geta minnkað líkurnar á brjósta- krabbameini um 50% ef þær láta fjarlægja eggjastokkana á barn- eignaraldri. l Samkvæmt erfðagreiningardeild LSH hafa rúmlega 260 konur verið greindar með breytingu í BRCA2. Greiðslan virðist fylgja húsinu sem aðgerðin fer fram í, ekki þeim sem ber genið. Inga Lillý Brynjólfs- dóttir formaður Brakka HeilbrigðisMál Verði meðferð vegna þunglyndis og kvíða ekki bætt getur það haft alvarlegar efna- hagslegar afleiðingar á heimsvísu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar, WHO, um afleiðingar þess að taka ekki andleg veikindi alvarlega. Þeim sem glíma við andleg veik- indi hefur fjölgað verulega á undan- förnum árum. Árið 1990 voru þeir 416 milljónir en árið 2013 var fjöld- inn 615 milljónir. Í viðtali við breska blaðið The Guardian er haft eftir aðalfram- kvæmdastjóra WHO, Margaret Chan, að sjá verði til þess að allir karlar, konur og börn fái aðgengi að heilbrigðisþjónustu vegna and- legra veikinda. Nær tíu prósent jarðarbúa glíma við andleg veikindi. Reiknað hefur verið út að tólf milljarðar vinnudaga tapist á hverju ári fram til ársins 2030 verði ekki brugðist við. Höfundar skýrslunnar, sem birt er í Lancet Psychiatry, hafa reiknað út að fyrir hvern dollara sem varið er í betri meðferð við þunglyndi og kvíða fáist fjórir dollarar til baka þar sem batinn verði skjótari og viðkomandi komist fyrr til starfa. Rannsóknin er meðal annars byggð á kostnaði vegna heilbrigðismála í 36 löndum. Skýrsluhöfundar leggja áherslu á að þótt vandamálið sé ekki alls staðar jafnmikið þurfi öll lönd að gefa því gaum. Skýrslan var birt fyrir fund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Wash- ington núna um helgina. Meðal fundarefna á dagskrá er hvernig bæta má andlega heilsu. – ibs 12 milljarðar vinnudaga tapast Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að séu andleg veikindi ekki tekin alvarlega muni það hafa alvarlegar efnahagslegar afleiðingar. Nordicphotos/Getty 1 6 . a p r Í l 2 0 1 6 l a u g a r D a g u r4 f r é T T i r ∙ f r é T T a b l a ð i ð 1 6 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :0 8 F B 1 2 0 s _ P 1 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 1 9 -C 4 0 4 1 9 1 9 -C 2 C 8 1 9 1 9 -C 1 8 C 1 9 1 9 -C 0 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 2 0 s _ 1 5 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.