Fréttablaðið - 16.04.2016, Blaðsíða 104

Fréttablaðið - 16.04.2016, Blaðsíða 104
Nám og ferill elíNar til þessa Elín Hansdóttir lærði við Lista­ háskóla Íslands og Kunsthoch­ schule Weissensee í Berlín og lauk MA­námi 2006. Hún hefur haldið einkasýningar í Unisolo í Róm, Listasafni Reykjavíkur, Galleríi i8 og KW Institute for Contemporary Art í Berlín. Auk þess hefur hún tekið þátt í þó nokkrum sam­ sýningum og má þar nefna Higher Atlas á tvíæringnum í Marrakesh í Marokkó 2012. Elín býr og starfar bæði í Reykjavík og Berlín. Þetta eru allt ný verk,“ segir Elín Hansdóttir myndlistarmaður stödd í Ásmundarsafni við Sig­ tún í Reykjavík. Þar verður sýning hennar Uppbrot opnuð klukkan 16 í dag með skúlptúr, vídeói, málverkum, ljósmyndum og prenti. „Það var sýningarstjórinn Doro­ thée Kirkch sem bauð mér að vinna inn í þetta rými og við höfum verið í samstarfi síðan í haust. Við höfum haft verk Ásmundar til hliðsjónar og byrjuðum á að skoða hans vinnuað­ ferðir og lesa viðtöl við hann.“ En hvernig tengir Elín sína list verkum Ásmundar, fyrir utan að vera í húsinu hans? „Húsið er einmitt útgangspunktur hjá okkur, byggingin sjálf er listaverk út af fyrir sig. Ég vinn ekki beint út frá verkum Ásmundar en reyndi að setja mig inn í hans hugarheim gagnvart myndlistinni, því hann hafði mjög sterkar skoð­ anir á því hvert væri hlutverk hennar og það voru framúrstefnulegar hug­ myndir á þeim tíma.“ Hvernig hafa þær elst? „Það hefur í raun ekkert breyst. Ásmundur leit á nútímalist sem verkfæri til að endur­ skoða samfélagið á hverjum tíma, hreyfiafl til að brjóta upp þær fast­ mótuðu hugmyndir sem við höfum um það hvernig hlutirnir eigi að vera. Svo var Ásmundur Sveinsson afskaplega heillandi karakter. Stór­ huga maður sem lét ekkert stoppa sig. Bara það að hann skyldi árið 1943 fá þá flugu í höfuðið að byggja þetta hús hér úti í móunum og hrinda því í framkvæmd, það er afrek út af fyrir sig. Hann smíðaði til dæmis vind­ myllu í garðinum og notaði orkuna frá henni til að hræra steypuna í húsið. Hendurnar hans eru einmitt á plakatinu sem tilheyrir sýningunni og þar sér maður hvað þær hafa mótað margt. Þær segja sína sögu.“ Þínar eru ekki orðnar alveg eins vinnulúnar. „Ekki alveg. Þær eiga nokkur ár í það.“ Hendurnar hans Ásmundar hafa mótað margt elín Hansdóttir myndlistarmaður opnar sýninguna Uppbrot í ásmundarsafni í dag. þar eru ný og fjölbreytt verk sem hún vann eftir að hafa pælt í persónu og hugmyndum ásmundar sveinssonar myndhöggvara. „Ásmundur leit á nútímalist sem verkfæri til að endurskoða samfélagið á hverjum tíma; hreyfiafl til að brjóta upp þær fastmótuðu hugmyndir sem við höfum um það hvernig hlutirnir eigi að vera,“ segir Elín. Fréttablaðið/anton brink TónlisT Kammertónleikar HHHHH Verk eftir Peter Ablinger í flutningi hans sjálfs auk Tinnu Þorsteinsdótt- ur og Berglindar Maríu Tómasdóttur. norðurljós í Hörpu Miðvikudaginn 15. apríl Ég held að ég hafi fyrst heyrt talandi píanó þegar Sarah Palin kom fram á sjónarsviðið. Einhver náungi hafði skráð niður alla tónana sem mynd­ uðust þegar hún talaði og spilaði þá á píanó. Þetta mátti heyra á YouTube. Það var mjög fyndið. Svipað var uppi á teningnum á tón­ leikum á Tectonics hátíðinni í Norð­ urljósum á fimmtudagskvöldið. Þar var flutt verkið Voices and Piano eftir Peter Ablinger. Í hátölurum mátti heyra í nafntoguðum einstaklingum á borð við Móður Teresu. Á meðan lék Tinna Þorsteinsdóttir á píanó og líkti eftir talinu. Hún gerði það sér­ lega vel. Meira að segja þegar Móðir Teresa hló! Það eru ótrúlega margir tónar sem talandi rödd framkallar, og mikill hraði á þeim. Leikur Tinnu var lipur og þægilega mjúkur, hann féll prýðilega að því sem heyrðist úr hátölurunum hverju sinni. Ef einhver skyldi halda að Ablin­ ger hafi skrifað allt saman niður á blað eins og tónskáld gerðu í gamla daga, þá er það örugglega ekki þann­ ig. Í forritum eins og Ableton Live má auðveldlega umbreyta hljóðupptöku í svokallaða midi­skrá. Svo er hægt að opna midi­skrána í nótnaskriftarfor­ ritinu Sibelius, sem breytir henni í hefðbundnar nótur á svipstundu. Sköpun tónlistarinnar var því ekk­ ert kraftaverk; galdurinn fólst fyrst og fremst í flutningnum, sem Tinna hafði fullkomlega á valdi sínu. Það var hann sem gerði músíkina að því sem hún var. Öll tónlistin á tónleikunum var eftir Ablinger, sem var nokkuð áberandi á Tectonics í ár. Eftir að Tinna hafði spilað gekk Berglind María Tómasdóttir flautuleikari upp á svið. Hún blés í flautuna og bjó til suð í leiðinni, væntanlega með hjálp míkrófóns. Þetta var stuttur gerning­ ur, aðeins nokkrir langir tónar sem voru áferðarfallegir en skildu ekki mikið eftir sig. Mun áhugaverðara var síðasta verkið, en þar kom tónskáldið sjálft fram og settist við hljómborð. Hann líkti eftir bresku ríkisútvarpsklukk­ unni, sem segir manni hvað klukkan er, rétt eins og þegar hringt er í 155 hér á landi. Í bresku útgáfunni er sagt „við þriðja tón verður klukkan 18.50 og 30 sekúndur“. Svo heyrast þrír tónar. Þannig heldur það áfram. Ablinger fór með þennan texta og lék stutta hljóma undir eigin tali. Hann sagði fólki hvað klukkan var á tíu sekúndna fresti – í næstum hálftíma! Nú mætti kalla gerninginn öllum illum nöfnum, segja að hann hefði verið tilgangslaus, langdreginn og kjánalegur. En svo undarlega sem það hljómar þá var hann það ekki. Einhver sérstæð fegurð var í þessum einföldu tónahendingum sem Ablin­ ger lék á hljómborðið. Sífelld endur­ tekningin skapaði andrúmsloft tíma­ leysis, þetta var eilífðin holdi klædd – ef svo má að orði komast. Hún var alls ekki svæfandi, þvert á móti var maður furðulega mikið vakandi eftir tónleikana. Það var eins og að taka þátt í gjörhyglisæfingu, og fá beint í æð það sem mystíkerinn Sigvaldi Hjálmarsson kallaði „hið eldhvassa, hárskarpa NÚ“. Óneitanlega er hægt að gera margt vitlausara. Jónas Sen niðursTAðA: Fíngerður, fimur píanóleikur var skemmtilegur og sífelld endurtekning var notalega tímalaus. Ég viNN ekki beiNt út frá verkUm ásmUNdar eN reyNdi að setja mig iNN í HaNs HUgarHeim gagNvart myNdlistiNNi, því HaNN Hafði mjög sterkar skoðaNir á því Hvert væri HlUtverk HeNNar og það vorU mjög framúr- stefNUlegar HUgmyNdir á þeim tíma. Og píanóið hló og hló Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Karlakór Kjalnesinga óskar eftir söngstjóra Í kórnum eru um 65 söngmenn og fara æfingar fram í félagsheimilinu Fólkvangi á Kjalarnesi. Leitað er eftir einstaklingi sem getur viðhaldið þeim metnaðarfulla léttleika sem kórinn er hvað þekktastur fyrir. Viðkomandi verður að spila á píanó og þarf að geta hafið störf þann 5. september næstkomandi. Umsóknir þurfa að berast á netfangið, karlakor@ karlakor.is fyrir 5. maí. Frekari upplýsingar gefur Andri formaður í síma 861 5874. 1 6 . A P r í l 2 0 1 6 l A u G A r D A G u r52 M e n n i n G ∙ F r É T T A B l A ð i ð menning 1 6 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :0 8 F B 1 2 0 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 1 9 -B 5 3 4 1 9 1 9 -B 3 F 8 1 9 1 9 -B 2 B C 1 9 1 9 -B 1 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 2 0 s _ 1 5 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.