Fréttablaðið - 16.04.2016, Blaðsíða 92

Fréttablaðið - 16.04.2016, Blaðsíða 92
Eðlisfræðingurinn Stephen Hawking ásamt Yuri Milner.Alfa Centauri er nálæg-asta stjörnukerfið við sólkerfið okkar. Kerfið, sem í raun er þrístirni, birtist okkur sem björt, silfruð stjarna á suðurhimni. Venju- leg stjarna í glitrandi hafsjó himin- tunglanna. Þrátt fyrir það er Alfa Centauri stjörnukerfi sem allir ættu að þekkja, enda er öllum hollt að þekkja nágranna sína. Alfa Centauri er kerfi þriggja stjarna. Tvær þeirra, Alfa Centauri A og B, eru áþekkar sólinni okkar. Síðustu milljarða ára hafa þær verið fastar í langdregnum valsi, hring- sólandi hvor um aðra á meðan þriðja stjarnan, rauð dvergstjarna að nafni Proxima Centauri, fylgist með álengd- ar eins og þolinmóður biðill. Um Alfa Centauri B hringsólar síðan lítil Á ljósgeisla milli stjarnanna Stephen Hawking og Yuri Milner boða leiðangur út fyrir sólkerfið, í átt að næsta ná- granna okkar, Alda Centauri stjörnukerfinu. Kjartan Hreinn Njálsson kjartanh@365.is reikistjarna. Hún fannst í október árið 2012 og var nefnd í höfuðið á móður sinni, Alfa Centauri Bb. Reikistjarnan er á stærð við Jörðina en mun massa- meiri. Hún snýst um fylgistjörnu sína í aðeins 6 milljón kílómetra fjarlægð. Þrífist líf á Alfa Centauri Bb er það af öðrum toga en við þekkjum hér á Jörðinni enda er yfirborðshiti plánet- unnar um 1.227°C. Áratuga ferðalag fyrir skyndimynd Afdrep þessarar framandi fjölskyldu er í aðeins 4,3 ljósára fjarlægð frá Jörðinni, sem í alheims-samheng- inu er eins og húsið hinum megin við götuna. Fari allt að óskum mun óvæntur gestur skjóta upp kollinum í bakgarði Alfa Centauri árið 2056. Urmull smárra geimfara, á stærð við snjallsíma, mun þá ná á leiðarenda eftir 20 ára ferðalag frá Jörðinni. Þessi undarlegi skari geimfara hefur aðeins einn dag til að taka ljósmyndir, mæla segulsvið og jafnvel gera litrófsgrein- ingar. Eftir nokkrar klukkustundir tæmast rafhlöðurnar, vonandi eftir að upplýsingunum hefur verið komið á braut aftur til Jarðar. Innan nokkurra ára, eða snemma á sjöunda áratug þessarar aldar, munum við loks sjá nágranna okkar í návígi í fyrsta skipti. Eðlisfræðingurinn Stephen Hawk- ing og rússneski auðkýfingurinn Yuri Milner eiga heiðurinn af þess- ari metnaðarfullu hugmynd, ásamt breiðum hópi áhugamanna úr vís- indasamfélaginu og Kísildalnum í Bandaríkjunum, þar á meðal Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook. Hawking og Milner kynntu hug- myndir sínar í vikunni en þar upp- lýsti sá síðarnefndi að hann mun verja tæplega 12,5 milljörðum króna í verkefnið. Milli stjarnanna á sólarsegli Það tekur venjulega geimskutlu um 165 þúsund ár að fara til Alfa Cen- tauri á rúmlega 28 þúsund kíló- metra hraða á klukkustund. Hug- mynd Hawking og Milners byggir á sólarseglinu, framandi hugmynd sem hefur verið kölluð framtíð geim- ferða. Um það bil tveimur mínútum eftir að móðurskipinu er skotið á loft munu þúsund minni geimför breiða út segl sín og gríðarlega öfl- ugir leysigeislar á Jörðu niðri munu skjóta könnunarförunum í átt að Alfa Centauri. Samkvæmt vísinda- mönnunum mun hraðaaukningin nema 30 þúsund G. Geimförin munu æða í áttina að stjörnukerfinu á 20% hraða ljóss eða svo. „Það er falleg samhverfa í þessu verkefni og snotur fagurfræði,“ sagði Milner á blaðamannafundi í vik- unni. „Því við erum fyrst og fremst að nota ljós. Fyrst af öllu söfnum við saman ljósi á Jörðinni til að knýja leysigeislann, sem sjálfur er ljós. Við tökum ljóseindir og sendum þær með skipulögðum hætti til að ýta geimförunum. Geimförin sjálf nota ljóseindir til að sigla og þegar þau koma á staðinn taka þau ljósmyndir, sem aftur er ljós, og senda til baka með annarri tegund ljóss, leysigeisl- anum. Allt hverfist þetta um ljós.“ Eðli mannsins að fljúga Verkefnið er enn á fræðilegu stigi. Í bjartsýni sinni áætla Milner og Hawking að það taki tvo áratugi að undirbúa verkefnið og önnur tutt- ugu ár að fara til Alfa Centauri. Á blaðamannafundinum sagði Hawk- ing að verkefnið væri nauðsynlegur liður í leitinni að lífi í alheiminum. Um leið sagði Hawking að það væri eðli mannsins að yfirstíga takmörk. „Þyngdaraflið heldur okkur nið- urnegldum við jörðina, en ég flaug hingað til Bandaríkjanna. Ég missti röddina, en ég get talað með hjálp tölvunnar minnar. Hvernig hefjum við okkur yfir takmörk okkar? Það gerum við með hug okkar og vélum. Takmarkið sem við horfumst í augu við núna er hin mikla víðátta milli stjarnanna. Við yfirstígum þetta tóm með ljósinu, með seglum og léttustu geimförum sem nokkurn tíma hafa verið smíðuð. Kynslóðin sem nú er uppi getur siglt af stað til Alfa Centauri. Í dag einsetjum við okkur að taka næsta stóra skrefið inn í alheiminn. Vegna þess að við erum mennsk, og það er í eðli mannsins að fljúga og fara með himinskautum.“ Í dag einsetjum við okkur að taka næsta stóra skrefið inn Í alheiminn. vegna þess að við erum mennsk, og það er Í eðli mannsins að fljúga. Stephen Hawking Meðferð við háræðasliti - Tilboð Ármúla 21, 2. hæð • S. 893 0098 • snyrtistofanhafblik@gmail.com Snyrtistofan Hafblik 10% afsláttur af 2 × 30 mín.meðferð 15% afsláttur af 3 x 30 mín.meðferð 20% afsláttur af 4 x 30 mín.meðferð Miðast við samfelldan meðferðartíma. Hljóðbylgjumeðferð Fjarlægir háræðaslit í andliti, háræða stjörnur, blóðblöðrur og skemmdir í húð eftir rósroða. Hversu margar meðferðir þarf? Algengt er 2-4 skipti, en misjafnt er hversu margar meðferðir þarf til að fjarlægja háræðaslit endanlega. Sólarseglið er ekki ný hugmynd en vafalaust sú vænlegasta þegar ferðir milli stjarnanna eru annars vegar. MYnd/nASA 1 6 . a p r í l 2 0 1 6 l a U G a r D a G U r40 h e l G i n ∙ F r É T T a B l a ð i ð Tækni 1 6 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :0 8 F B 1 2 0 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 1 9 -C D E 4 1 9 1 9 -C C A 8 1 9 1 9 -C B 6 C 1 9 1 9 -C A 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 2 0 s _ 1 5 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.