Fréttablaðið - 16.04.2016, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 16.04.2016, Blaðsíða 40
Reykjavíkurdóttirin og Amaba- dama-meðlimurinn Steinunn Jónsdóttir hefur í nógu að snú- ast þessa dagana. Hún á að skila BA-ritgerð eftir mánuð, hefur verið að semja og æfa nýtt efni með Amabadama og taka upp plötu með Reykjavíkurdætrum. „Amabadama var að gefa út nýtt lag sem að heitir Aiaiai og það er mjög skemmtilegt. Við erum búin að vera að semja og æfa nýtt efni og verðum örugglega að spila mikið á næstunni. Það er líka búið að vera nóg að gera hjá Reykjavíkurdætrum en við erum að klára að taka upp okkar fyrstu plötu og erum svo bókað- ar á nokkrar mjög spennandi há- tíðir á Íslandi og á meginlandinu í sumar. Annars fara dagarnir mínir bara í það að skrifa ritgerð og njóta veðurblíðunnar með fjöl- skyldunni minni og vinum,“ segir Steinunn. Stendur eitthvað sérstakt til um þessa helgi? Já, ég er að spila á tveimur árshátíðum með Amaba- dama og ég þarf að læra. Svo mæti ég örugglega á Austurvöll líka og mótmæli spillingunni sem er við lýði í þessu landi. Hver er óskamorgunmaturinn um helgar? Gott ávaxtasalat með jarðarberjum, bláberjum, mangói, melónu, kívíi, banana… og já bara fullt af ávöxtum! Hver er yfirleitt helgarmorgun­ maturinn? Örugglega hafra- grautur með hnetusmjöri. Ég fæ mér reyndar ekkert alltaf morgunmat. Þegar þú ferð út að skemmta þér hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Það er mjög gaman að byrja kvöldið í góðra vina hópi og fara svo út að dansa. Ég elska að dansa. Annars vinn ég náttúru- lega við það að skemmta fólki sem er úti að skemmta sér og skemmti mér yfirleitt konunglega við það. Sefur þú út um helgar? Ég geri yfirleitt mjög heiðarlega tilraun til þess en það tekst yfirleitt ekki. Eftir að ég varð mamma þá er eins og ég hafi tapað þeim eigin- leika að geta sofið út. En stund- um, ef ég vanda mig mjög mikið, þá næ ég að sofa til hádegis. Uppáhaldshelgarmaturinn? Bara eitthvað næs sem er gott á bragð- ið og gaman að borða og ekki búið til úr dýrum eða dýraafurðum. Hvar er best að borða hann? Það er alltaf gaman að fara út að borða, til dæmis á Kaffi vínyl. Svo er líka gaman að borða úti. Annað- hvort á svölunum heima, í garð- inum hans pabba eða í sveitinni hjá tengdó. Vakir þú fram eftir? Já, ég geri það stundum. Ég reyni samt alltaf að fara að sofa fyrir miðnætti. Allavega á virkum dögum. Það tekst bara ekki alltaf. Yfirleitt vegna þess að ég eyði of miklum tíma í að leita að einhverju til að sofna yfir. Stundum horfi ég til dæmis á „trailera“ í svipað langan tíma og það myndi taka mig að horfa á heila mynd. Hvert ferðu út að dansa? Ég elti yfirleitt bara skemmtilega plötu- snúða. ReykjavíkSoundsystem er í uppáhaldi enda spila þeir reggí og það er best að dansa við reggí! Hvernig er draumahelgin? Ég væri alveg til í að skreppa með góðu fólk á hitabeltisströnd, slappa af, borða góða ávexti, drekka kok- teila og hlusta á tónlist í sól og tímaleysi. Ef þú ert næturhrafn færðu þér eitthvað í gogginn á kvöldin? Ég er eiginlega ekki næturhrafn. Það er svo gott að sofa og eins og ég sagði hér áðan þá á ég mjög erfitt með að sofa út. Þannig að ég borða yfirleitt bara kvöld- mat og svo næ ég yfirleitt ekki að borða neitt annað áður en ég sofna. Nema náttúrulega ef ég er að djamma. Þá fæ ég mér falafel á Mandý. Ertu með nammidag? Hvaða nammi færðu þér? Nei, ég er ekki með nammidag. En ég fæ mér alveg stundum nammi. Bara vegan nammi samt. Engin dýr. Hvar er best að eyða laugardags­ eftirmiðdegi? Í sveitinni eða í sándtesti. Hvað verður í sunnudagskaffinu? Ritskex og hummus. Og mangó. Ég elska mangó. Með hverjum er best að hanga um helgar? Bara öllu góða fólkinu sem ég er svo heppin að hafa í lífi mínu. Fjölskyldunni minni, vinum og samstarfsfólki, það er eiginlega allt sama fólkið. Ég hélt upp á afmælið mitt um daginn og þangað mætti meginþorrinn af þessu liði og það var alveg full- komið! Lærir, MótMæLir og nýtUr VEðUrSinS Tónlistarkonan Steinunn Jónsdóttir elskar að dansa og skemmtir sér konunglega við að skemmta fólki sem er að skemmta sér. Söngkonan Steinunn eyðir stórum hluta tíma síns á Þjóðarbókhlöðunni þessa dagana þar sem hún mun skila BA-ritgerð eftir mánuð. MYND/VILHELM 365.is Sími 1817 ALLRA BESTU VINIR ÞÍNIR ERU Á GULLSTÖÐINNI ALLA DAGA KL. 19.00 KL. 19:00ALLA DAGA GULLSTÖÐIN SIGGI HLÖ ER Í LOFTINU MILLI KL. 16:00 - 18:30LAUGARDAG NÝTT OG BETRA APP Smelltu þér á Fréttablaðsappið og lestu blaðið í símanum eða spjaldtölvunni hvar og hvenær sem er. Þú færð appið á visir.is/fbl eða beint í gegnum 1 6 . a p r í l 2 0 1 6 l a U G a r D a G U r6 F ó l k ∙ k y n n i n G a r b l a ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ k y n i n G a r b l a ð ∙ h e l G i n 1 6 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :0 9 F B 1 2 0 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 1 A -3 A 8 4 1 9 1 A -3 9 4 8 1 9 1 A -3 8 0 C 1 9 1 A -3 6 D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 2 0 s _ 1 5 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.